Rúmlega þrjú þúsund sóttu um hjá Play Atli Ísleifsson skrifar 7. október 2022 09:58 Sætanýting Play í september var 81,5 prósent miðað við 86,9 prósent í ágúst og 87,9 prósent í júlí. Vísir/Vilhelm Alls sóttu um þrjú þúsund manns um stöður hjá Play þegar flugfélagið auglýsti eftir 150 flugliðum og 55 flugmönnum á dögunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu þar sem meðal annars er farið yfir sætanýtingu flugfélagsins í síðasta mánuði. Þar segir að 92.181 farþegar hafi flogið með Play í september en að það séu færri farþegar en í ágúst þegar félagið flutti 109.956 farþega. „Sætanýting í september var 81,5% miðað við 86,9% í ágúst og 87,9% í júlí. Sögulega er september nokkuð krefjandi mánuður í fluggeiranum. Minni eftirspurn er eftir fjölskyldu- og skemmtiferðum enda skólarnir byrjaðir og fólk komið aftur í vinnu eftir sumarfrí. Markaðurinn verður því háðari viðskiptaferðum. Á sama tíma hefur tengiflugsleiðakerfið mjög góð áhrif á reksturinn, þar á meðal á nýtingu flotans og á lækkandi einingakostnað. Stundvísi var 86% í september,“ segir í tilkynningunni. Varðandi fyrirhugaðar ráðningar segir að þær séu í tækt við enn frekari umsvif flugfélagsins sem muni taka fjórar nýjar flugvélar í notkun næsta vor. Rúmlega þrjú þúsund manns sóttu um auglýstar stöður. Haft er eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play að félagið sé nokkuð ánægð með sætanýtinguna fyrir septembermánuð enda mánuður sem alla jafna sé krefjandi í fluggeiranum. „Þá eru vetrarmánuðirnir sem fram undan eru jafnframt venjulega krefjandi fyrir flugfélög en salan hjá okkur hefur hins vegar verið sterk síðustu vikur eftir rólegt tímabil síðsumars. Við höldum því áfram á okkar vegferð; bætum við áfangastöðum, flugvélum og starfsfólki fyrir næsta sumar. Styrkur tengiflugsleiðakerfisins býr til sveigjanleika til að bregðast við þegar eftirspurn sveiflast á milli markaða. Það er einmitt vegna sveigjanleikans sem við förum örugg inn í veturinn. Daglegur rekstur stendur áfram styrkum fæti, við erum stolt af stundvísi félagsins og viðskiptavinir okkar eru alla jafna mjög ánægðir með þjónustu Play. Þessi atriði gera mig stoltan af starfsfólki Play á hverjum degi og gera það að verkum að ég horfi bjartsýnn til framtíðar,“ er haft eftir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bætir við sig öðrum áfangastað í Portúgal Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarferðum til borgarinnar Porto í Portúgal. 6. október 2022 10:32 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu þar sem meðal annars er farið yfir sætanýtingu flugfélagsins í síðasta mánuði. Þar segir að 92.181 farþegar hafi flogið með Play í september en að það séu færri farþegar en í ágúst þegar félagið flutti 109.956 farþega. „Sætanýting í september var 81,5% miðað við 86,9% í ágúst og 87,9% í júlí. Sögulega er september nokkuð krefjandi mánuður í fluggeiranum. Minni eftirspurn er eftir fjölskyldu- og skemmtiferðum enda skólarnir byrjaðir og fólk komið aftur í vinnu eftir sumarfrí. Markaðurinn verður því háðari viðskiptaferðum. Á sama tíma hefur tengiflugsleiðakerfið mjög góð áhrif á reksturinn, þar á meðal á nýtingu flotans og á lækkandi einingakostnað. Stundvísi var 86% í september,“ segir í tilkynningunni. Varðandi fyrirhugaðar ráðningar segir að þær séu í tækt við enn frekari umsvif flugfélagsins sem muni taka fjórar nýjar flugvélar í notkun næsta vor. Rúmlega þrjú þúsund manns sóttu um auglýstar stöður. Haft er eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play að félagið sé nokkuð ánægð með sætanýtinguna fyrir septembermánuð enda mánuður sem alla jafna sé krefjandi í fluggeiranum. „Þá eru vetrarmánuðirnir sem fram undan eru jafnframt venjulega krefjandi fyrir flugfélög en salan hjá okkur hefur hins vegar verið sterk síðustu vikur eftir rólegt tímabil síðsumars. Við höldum því áfram á okkar vegferð; bætum við áfangastöðum, flugvélum og starfsfólki fyrir næsta sumar. Styrkur tengiflugsleiðakerfisins býr til sveigjanleika til að bregðast við þegar eftirspurn sveiflast á milli markaða. Það er einmitt vegna sveigjanleikans sem við förum örugg inn í veturinn. Daglegur rekstur stendur áfram styrkum fæti, við erum stolt af stundvísi félagsins og viðskiptavinir okkar eru alla jafna mjög ánægðir með þjónustu Play. Þessi atriði gera mig stoltan af starfsfólki Play á hverjum degi og gera það að verkum að ég horfi bjartsýnn til framtíðar,“ er haft eftir Birgir Jónsson, forstjóri Play.
Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bætir við sig öðrum áfangastað í Portúgal Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarferðum til borgarinnar Porto í Portúgal. 6. október 2022 10:32 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Bætir við sig öðrum áfangastað í Portúgal Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarferðum til borgarinnar Porto í Portúgal. 6. október 2022 10:32