Sigldu frá Síberíu til Alaska til að flýja herkvaðninguna Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2022 18:50 Hvalveiðiþorpið Gambell á St. Lawrence-eyju í Alaska. Þar búa um sex hundruð manns af Yupik-ættbálki inúíta. Vísir/Getty Tveir rússneskir karlmenn óskuðu eftir hæli í Bandaríkjununum eftir að þeir sigldu yfir Beringshaf og tóku land á afskektri eyju undan ströndum Alaska. Þeir segjast hafa flúið herkvaðningu rússneskra stjórnvalda vegna innrásinnar í Úkraínu. Talskona Lisu Murkowski, annars öldungadeildarþingsmanns Alaska, segir við AP-fréttastofuna að mennirnir haldi því fram að þeir hafi flúið strandbæ á austurströnd Rússlands til að forðast herskyldu. Þeir hafi komið að landi nærri Gambell, einangraðrar byggðar á St. Lawrence-eyju þar sem um 600 manns búa. Gambell er um 320 kílómetra suðvestur af bænum Nome í Alaska og um 58 kílómetra frá Tjúkotkaskaga í Síberíu handan Beringshafsins. Talsmaður Dans Sullivans, hins öldungardeildarþingmanns Alaska, segir að honum skiljist að mennirnir hafi komið á bát yfir hafið. Rússnesk stjórnvöld tilkynntu um að um þrjú hundruð þúsund manns yrðu kvaddir í herinn sem liðsauki fyrir innrásarliðið í Úkraínu í síðasta mánuði. Fregnir hafa borist af því að íbúar í afskektum byggðum og af minnihlutaþjóðarbrotum séu fremur kallaðir til herþjónustu en aðrir Rússar. Fjöldi karlmanna á herskyldualdri hefur flúið Rússland eða reynt það frá því að tilkynnt var um herkvaðninguna. Búast ekki við flotasveit flóttamanna Staðarmiðillinn Alaskas' News Source segir að yfirvöld á St. Lawrence hafi láti bandarísku strandgæsluna vita af því að tveir erlendir ríkisborgarar hefðu lent nærri Gambell á litlum bát á þriðjudag. Strandgæslan staðfesti að mennirnir hafi verið fluttir í skjól í bæinn en þeim flogið þaðan samdægurs. Curtis Silook, bæjarritari í Gambell segir að mennirnir hafi sagt þorpsbúium að þeir hafi siglt frá borginni Egvekinot í norðaustanverðu Rússlandi, meira en 480 kílómetra leið yfir hafið. Aðrir þorpsbúar hafi sagt að mennirnir hafi sagst flýja herkvaðningu. Mike Dunleavy, ríkisstjóri Alaska, segir að honum skiljist að mennirnir hafi verið fluttir til Anchorage, stærstu borgar ríkisins, þar sem alríkisyfirvöld hafi mál þeirra til skoðunar. „Við búumst ekki við stríðum straumi einstaklinga eða flotasveit einstaklinga. Við höfum engar vísbendingar um að það sé í vændum þannig að þetta gæti verið einstakt tilfelli,“ segir ríkisstjórinn. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Norðurslóðir Tengdar fréttir Geti átt yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að flýja herkvaðningu Pútín tilkynnti rússnesku þjóðinni á miðvikudag að grípa skildi til herkvaðningar til þess að vernda Rússa á „frelsuðum svæðum.“ Lítið virðist vitað um hversu margir verði skikkaðir í herinn og hafa karlmenn haldið á flótta frá landinu vegna þessa. Pútín er sagður hafa gripið til lagabreytinga sem refsi þeim sem flýi herkvaðninguna. 24. september 2022 15:31 Rússar flýi herkvaðningu Pútíns Mikil örtröð er sögð hafa myndast á landamærum Rússlands í kjölfar herkvaðningar Pútíns. Mikill fjöldi karlmanna bíði í bílaröð á landamærunum og freisti þess að komast hjá því að vera skikkaðir í herinn. 23. september 2022 19:59 Herkvaðningin mun umfangsmeiri en Rússar segja Umfang herkvaðningar í Rússlandi gæti orðið þrisvar sinnum meira en ráðamenn hafa sagt. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, sagði í gær að til stæði að kveðja þrjú hundruð þúsund manns í herinn og Dimítrí Peskov, talsmaður Vladimírs Pútins, forseta, staðfesti það. 22. september 2022 22:30 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Talskona Lisu Murkowski, annars öldungadeildarþingsmanns Alaska, segir við AP-fréttastofuna að mennirnir haldi því fram að þeir hafi flúið strandbæ á austurströnd Rússlands til að forðast herskyldu. Þeir hafi komið að landi nærri Gambell, einangraðrar byggðar á St. Lawrence-eyju þar sem um 600 manns búa. Gambell er um 320 kílómetra suðvestur af bænum Nome í Alaska og um 58 kílómetra frá Tjúkotkaskaga í Síberíu handan Beringshafsins. Talsmaður Dans Sullivans, hins öldungardeildarþingmanns Alaska, segir að honum skiljist að mennirnir hafi komið á bát yfir hafið. Rússnesk stjórnvöld tilkynntu um að um þrjú hundruð þúsund manns yrðu kvaddir í herinn sem liðsauki fyrir innrásarliðið í Úkraínu í síðasta mánuði. Fregnir hafa borist af því að íbúar í afskektum byggðum og af minnihlutaþjóðarbrotum séu fremur kallaðir til herþjónustu en aðrir Rússar. Fjöldi karlmanna á herskyldualdri hefur flúið Rússland eða reynt það frá því að tilkynnt var um herkvaðninguna. Búast ekki við flotasveit flóttamanna Staðarmiðillinn Alaskas' News Source segir að yfirvöld á St. Lawrence hafi láti bandarísku strandgæsluna vita af því að tveir erlendir ríkisborgarar hefðu lent nærri Gambell á litlum bát á þriðjudag. Strandgæslan staðfesti að mennirnir hafi verið fluttir í skjól í bæinn en þeim flogið þaðan samdægurs. Curtis Silook, bæjarritari í Gambell segir að mennirnir hafi sagt þorpsbúium að þeir hafi siglt frá borginni Egvekinot í norðaustanverðu Rússlandi, meira en 480 kílómetra leið yfir hafið. Aðrir þorpsbúar hafi sagt að mennirnir hafi sagst flýja herkvaðningu. Mike Dunleavy, ríkisstjóri Alaska, segir að honum skiljist að mennirnir hafi verið fluttir til Anchorage, stærstu borgar ríkisins, þar sem alríkisyfirvöld hafi mál þeirra til skoðunar. „Við búumst ekki við stríðum straumi einstaklinga eða flotasveit einstaklinga. Við höfum engar vísbendingar um að það sé í vændum þannig að þetta gæti verið einstakt tilfelli,“ segir ríkisstjórinn.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Norðurslóðir Tengdar fréttir Geti átt yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að flýja herkvaðningu Pútín tilkynnti rússnesku þjóðinni á miðvikudag að grípa skildi til herkvaðningar til þess að vernda Rússa á „frelsuðum svæðum.“ Lítið virðist vitað um hversu margir verði skikkaðir í herinn og hafa karlmenn haldið á flótta frá landinu vegna þessa. Pútín er sagður hafa gripið til lagabreytinga sem refsi þeim sem flýi herkvaðninguna. 24. september 2022 15:31 Rússar flýi herkvaðningu Pútíns Mikil örtröð er sögð hafa myndast á landamærum Rússlands í kjölfar herkvaðningar Pútíns. Mikill fjöldi karlmanna bíði í bílaröð á landamærunum og freisti þess að komast hjá því að vera skikkaðir í herinn. 23. september 2022 19:59 Herkvaðningin mun umfangsmeiri en Rússar segja Umfang herkvaðningar í Rússlandi gæti orðið þrisvar sinnum meira en ráðamenn hafa sagt. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, sagði í gær að til stæði að kveðja þrjú hundruð þúsund manns í herinn og Dimítrí Peskov, talsmaður Vladimírs Pútins, forseta, staðfesti það. 22. september 2022 22:30 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Geti átt yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að flýja herkvaðningu Pútín tilkynnti rússnesku þjóðinni á miðvikudag að grípa skildi til herkvaðningar til þess að vernda Rússa á „frelsuðum svæðum.“ Lítið virðist vitað um hversu margir verði skikkaðir í herinn og hafa karlmenn haldið á flótta frá landinu vegna þessa. Pútín er sagður hafa gripið til lagabreytinga sem refsi þeim sem flýi herkvaðninguna. 24. september 2022 15:31
Rússar flýi herkvaðningu Pútíns Mikil örtröð er sögð hafa myndast á landamærum Rússlands í kjölfar herkvaðningar Pútíns. Mikill fjöldi karlmanna bíði í bílaröð á landamærunum og freisti þess að komast hjá því að vera skikkaðir í herinn. 23. september 2022 19:59
Herkvaðningin mun umfangsmeiri en Rússar segja Umfang herkvaðningar í Rússlandi gæti orðið þrisvar sinnum meira en ráðamenn hafa sagt. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, sagði í gær að til stæði að kveðja þrjú hundruð þúsund manns í herinn og Dimítrí Peskov, talsmaður Vladimírs Pútins, forseta, staðfesti það. 22. september 2022 22:30