„Ótrúlega gaman að spila í Eyjum“ Sindri Sverrisson skrifar 6. október 2022 08:31 Hergeir Grímsson heldur til Vestmannaeyja í dag til að spila erfiðan leik gegn ÍBV. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Hergeir Grímsson og félagar í hans nýja liði Stjörnunni hafa farið heldur rólega af stað í Olís-deildinni í handbolta og eru með fjögur stig eftir fyrstu fjóra leikina. Þeir eiga erfiðan leik fyrir höndum í dag gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Fimmta umferð deildarinnar hefst í dag með þremur leikjum en leikurinn í Eyjum er klukkan 18 og svo mætast Grótta og FH, og KA og ÍR, klukkan 19:30. Á morgun mætast Fram og Valur í annað sinn á fimm dögum og umferðinni lýkur á laugardag með leikjum Harðar og Selfoss, og Hauka og Aftureldingar. Hergeir er vanur hörkurimmum gegn Eyjamönnum eftir að hafa spilað með Selfossi allan sinn feril en mætir nú út í Heimaey með bláklæddum Stjörnumönnum. „Það er ótrúlega gaman að spila í Vestmannaeyjum. Ég hlakka mjög mikið til. Það er líka stemning að fara til Eyja, taka bátinn og eyða deginum í þetta,“ sagði Hergeir sem var gestur í hlaðvarpsþætti Seinni bylgjunnar. Ásgeir Örn Hallgrímsson hló þá og sagði léttur: „Þú ert örugglega eini maðurinn sem finnst það eitthvað geggjað, að fara í bátinn og eyða heilum degi í þetta.“ Ætla að berjast fyrir titli Hergeir segir að Stjörnumenn ætli sér stóra hluti í vetur en til þess þarf liðið að spila betur en það hefur gert í upphafi móts: „Við þurfum bara að halda áfram þessari góðu vörn sem við höfum verið að spila og skerpa aðeins á sóknarleiknum. Það vantar aðeins meiri áræðni í sóknarleikinn og þá held ég að þetta komi. Við ætlum að berjast á toppnum og berjast fyrir titli. Það er ekkert minna en það. En það er mikil vinna framundan og mörg minni markmið sem við þurfum að ná,“ sagði Hergeir en hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Handbolti Stjarnan Seinni bylgjan Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Fimmta umferð deildarinnar hefst í dag með þremur leikjum en leikurinn í Eyjum er klukkan 18 og svo mætast Grótta og FH, og KA og ÍR, klukkan 19:30. Á morgun mætast Fram og Valur í annað sinn á fimm dögum og umferðinni lýkur á laugardag með leikjum Harðar og Selfoss, og Hauka og Aftureldingar. Hergeir er vanur hörkurimmum gegn Eyjamönnum eftir að hafa spilað með Selfossi allan sinn feril en mætir nú út í Heimaey með bláklæddum Stjörnumönnum. „Það er ótrúlega gaman að spila í Vestmannaeyjum. Ég hlakka mjög mikið til. Það er líka stemning að fara til Eyja, taka bátinn og eyða deginum í þetta,“ sagði Hergeir sem var gestur í hlaðvarpsþætti Seinni bylgjunnar. Ásgeir Örn Hallgrímsson hló þá og sagði léttur: „Þú ert örugglega eini maðurinn sem finnst það eitthvað geggjað, að fara í bátinn og eyða heilum degi í þetta.“ Ætla að berjast fyrir titli Hergeir segir að Stjörnumenn ætli sér stóra hluti í vetur en til þess þarf liðið að spila betur en það hefur gert í upphafi móts: „Við þurfum bara að halda áfram þessari góðu vörn sem við höfum verið að spila og skerpa aðeins á sóknarleiknum. Það vantar aðeins meiri áræðni í sóknarleikinn og þá held ég að þetta komi. Við ætlum að berjast á toppnum og berjast fyrir titli. Það er ekkert minna en það. En það er mikil vinna framundan og mörg minni markmið sem við þurfum að ná,“ sagði Hergeir en hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Handbolti Stjarnan Seinni bylgjan Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira