Saka samtök olíuútflutningsfyrirtækja um að styðja Rússa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. október 2022 00:12 Frá fundi ríkjanna í Vín. Prins Abdulaziz bin Salman, orkumálaráðherra Sádí-Arabíu sést fyrir miðri mynd. Bandaríkjamenn eru æfir yfir ákvörðun samtaka olíuútflutningsríkja um að minnka framleiðslu. EPA OPEC+ samtök olíuútflutningsríkja ákváðu í dag að draga verulega úr olíuframleiðslu til að bregðast við lækkandi olíuverði. Áhrifin á heimshagkerfið eru talin mikil og búist er við hækkunum á olíuverði eftir langþráðar lækkanir síðustu vikur. Ákvörðunin er högg fyrir Joe Biden Bandaríkjaforseta sem segir ákvörðunina til marks um skammsýni og sakar samtökin um að styðja Rússa með ákvörðuninni. Orkumálaráðherrar í samtökum olíuútflutningsríkja, OPEC+ tóku í dag ákvörðun um að skera niður framleiðslu um tvær milljónir olíutunna á dag frá og með nóvember. Ráðamenn segja ákvörðunina byggða á „óvissu sem umlykur efnahags- og olíumarkaðshorfur á heimsvísu.“ Orkuráðherra Sádi-Arabíu, Abdulaziz bin Salman, lagði áherslu á yfirlýst hlutverk hópsins sem verndari stöðugra orkumarkaða. „Við erum hér til að vera sem hófstillt afl, til að koma á stöðugleika,“ sagði hann við fréttamenn AP fréttaveitunnar. Olíuverð er langt undir sumartoppum sínum vegna ótta við samdrátt í helstu hagkerfum, Bandaríkja og Evrópu vegna verðbólgu, hækkandi vaxta og óvissu í kringum orkuútflugning. Ákvörðunin er sögð hagnast Rússum við að takast á við yfirvofandi bann Evrópusambandsins á stóran hluta rússneskrar olíu. Joe Biden Bandaríkjaforseti er allt annað en sáttur við ákvörðunina. Samkvæmt tilkynningu frá Hvíta húsinu ætla Biden og bandamenn hans að beita öllum brögðum til að minnka áhrif samtaka olíuútflutningsfyrirtækja á olíuverð. Key paragraph here in White House statement — suggests, maybe, US interest in exploring NOPEC, or repealing sovereign immunity from antitrust legislation that protects OPEC producers who manipulate energy prices. Would be a huge response pic.twitter.com/gRbvb4hEbm— Jeff Stein (@JStein_WaPo) October 5, 2022 “Það er alveg ljóst að OPEC+ eru að taka hlið Rússlands með nýjustu ákvörðuninni ,” sagði Karine Jean-Pierre, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins. Bin Salman vísaði því alfarið á bug að samtökin væru að aðstoða Rússa og sagði áherslu samtakanna vera skynsamlega stjórnun olíumarkaða. Orkumál Bandaríkin Sádi-Arabía Bensín og olía Tengdar fréttir Skerða framleiðslu um tvær milljónir tunna Fulltrúar stærstu olíuframleiðenda heims komust í dag að þeirri niðurstöðu að draga olíuframleiðslu á heimsvísu um tvær milljónir tunna á dag. Þetta var ákveðið á fundi OPEC+ ríkjanna í Vínarborg en niðurstaðan mun líklegast leiða til hærra olíuverðs eða í það minnsta stöðva verðlækkun. 5. október 2022 14:23 OPEC líklegt til að draga verulega úr framleiðslu Fulltrúar OPEC-ríkjanna svokölluðu og Rússlands, munu funda í Vínarborg í dag og ræða olíuframleiðslu. Fastlega er búist við því að tekin verði ákvörðun um umfangsmikla framleiðsluskerðingu með því markmiði að hækka olíuverð. 5. október 2022 10:36 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Orkumálaráðherrar í samtökum olíuútflutningsríkja, OPEC+ tóku í dag ákvörðun um að skera niður framleiðslu um tvær milljónir olíutunna á dag frá og með nóvember. Ráðamenn segja ákvörðunina byggða á „óvissu sem umlykur efnahags- og olíumarkaðshorfur á heimsvísu.“ Orkuráðherra Sádi-Arabíu, Abdulaziz bin Salman, lagði áherslu á yfirlýst hlutverk hópsins sem verndari stöðugra orkumarkaða. „Við erum hér til að vera sem hófstillt afl, til að koma á stöðugleika,“ sagði hann við fréttamenn AP fréttaveitunnar. Olíuverð er langt undir sumartoppum sínum vegna ótta við samdrátt í helstu hagkerfum, Bandaríkja og Evrópu vegna verðbólgu, hækkandi vaxta og óvissu í kringum orkuútflugning. Ákvörðunin er sögð hagnast Rússum við að takast á við yfirvofandi bann Evrópusambandsins á stóran hluta rússneskrar olíu. Joe Biden Bandaríkjaforseti er allt annað en sáttur við ákvörðunina. Samkvæmt tilkynningu frá Hvíta húsinu ætla Biden og bandamenn hans að beita öllum brögðum til að minnka áhrif samtaka olíuútflutningsfyrirtækja á olíuverð. Key paragraph here in White House statement — suggests, maybe, US interest in exploring NOPEC, or repealing sovereign immunity from antitrust legislation that protects OPEC producers who manipulate energy prices. Would be a huge response pic.twitter.com/gRbvb4hEbm— Jeff Stein (@JStein_WaPo) October 5, 2022 “Það er alveg ljóst að OPEC+ eru að taka hlið Rússlands með nýjustu ákvörðuninni ,” sagði Karine Jean-Pierre, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins. Bin Salman vísaði því alfarið á bug að samtökin væru að aðstoða Rússa og sagði áherslu samtakanna vera skynsamlega stjórnun olíumarkaða.
Orkumál Bandaríkin Sádi-Arabía Bensín og olía Tengdar fréttir Skerða framleiðslu um tvær milljónir tunna Fulltrúar stærstu olíuframleiðenda heims komust í dag að þeirri niðurstöðu að draga olíuframleiðslu á heimsvísu um tvær milljónir tunna á dag. Þetta var ákveðið á fundi OPEC+ ríkjanna í Vínarborg en niðurstaðan mun líklegast leiða til hærra olíuverðs eða í það minnsta stöðva verðlækkun. 5. október 2022 14:23 OPEC líklegt til að draga verulega úr framleiðslu Fulltrúar OPEC-ríkjanna svokölluðu og Rússlands, munu funda í Vínarborg í dag og ræða olíuframleiðslu. Fastlega er búist við því að tekin verði ákvörðun um umfangsmikla framleiðsluskerðingu með því markmiði að hækka olíuverð. 5. október 2022 10:36 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Skerða framleiðslu um tvær milljónir tunna Fulltrúar stærstu olíuframleiðenda heims komust í dag að þeirri niðurstöðu að draga olíuframleiðslu á heimsvísu um tvær milljónir tunna á dag. Þetta var ákveðið á fundi OPEC+ ríkjanna í Vínarborg en niðurstaðan mun líklegast leiða til hærra olíuverðs eða í það minnsta stöðva verðlækkun. 5. október 2022 14:23
OPEC líklegt til að draga verulega úr framleiðslu Fulltrúar OPEC-ríkjanna svokölluðu og Rússlands, munu funda í Vínarborg í dag og ræða olíuframleiðslu. Fastlega er búist við því að tekin verði ákvörðun um umfangsmikla framleiðsluskerðingu með því markmiði að hækka olíuverð. 5. október 2022 10:36