Greindist með meðgöngueitrun og var sett af stað Bjarki Sigurðsson skrifar 5. október 2022 07:48 Milla Ósk Magnúsdóttir og eiginmaður hennar, Einar Þorsteinsson. Saman eiga þau einn son, Emil Magnús Einarsson. Milla Ósk Magnúsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra og eiginkona formanns borgarráðs, greindist með meðgöngueitrun þremur vikum fyrir settan dag. Sonur hennar var oft lasinn fyrstu sex mánuðina sem gerði hana afar örvæntingarfulla. Milla birti færslu á mánudaginn í tilefni þess að sonur hennar og Einars Þorsteinssonar, Emil Magnús, væri orðinn sex mánaða gamall. Emil fæddist sama dag og Milla og Einar fengu afhent húsið sitt. Milla segir son þeirra vera fyndinn, ákveðinn og heimsins bestur en segir að þessir fyrstu sex mánuðir hafi alls ekki verið neinn dans á rósum. „Fyndið hvað ég eyddi miklum tíma af mínum fullorðinsárum að kvíða því að fæða barn. Aldrei hvarflaði það að mér að allt það sem myndi gerast EFTIR fæðinguna yrði margfalt erfiðara en sjálf fæðingin,“ segir Milla. Emil fæddist þremur vikum fyrir tímann eftir að Milla greindist með meðgöngueitrun. Ofan á það kom í ljós að hún var með hjartabilun, vökvasöfnun í lungum og öðrum líffærum og fékk að lokum nýrnasteinakast. Sjö af fyrstu tíu dögum Emils Magnúsar var eytt á spítalanum. „Fljótlega kom svo líka í ljós að Emil Magnús var kveisubarn, með bakflæði, vara- og tunguhaft og líklegast mjólkuróþol. Við þökkuðum fyrir það á hverjum degi að hann væri ekki alvarlega veikur, en vanlíðanin hjá honum var óskaplega mikil. Hann grét stanslaust, vildi hvorki vera í vagni, kerru né bílstól, vildi ekkert nema vera í fanginu á okkur og á hreyfingu,“ segir Milla. Þetta myndi hverfa með aldrinum Hún gekk með Emil á milli lækna en allir sögðu að í rauninni vissi enginn hvers vegna börn fengju kveisur, það myndi þó eldast af þeim. Í allt sumar beið Milla eftir því að Emil hætti að gráta. „Líkamlega heilsa mín var sem betur fer á uppleið, en andlega heilsan á húrrandi niðurleið. Aldrei var ég jafn örvæntingarfull eða einmana og þegar ég sá nýbakaðar mömmur á samfélagsmiðlum fara með vagnana sína í göngutúra, eða niðrí bæ á kaffihús. Sumar fóru meira að segja í fjallgöngur. MEÐ barnið!“ segir Milla. Á meðan sat hún heima með grátandi barn. Þakklát fyrir alla sem hlustuðu En að lokum höfðu læknarnir rétt fyrir sér og veikindin fóru að minnka. Milla segist oft hugsa til baka og þakka þeim sem hlustuðu á hana og hughreystu, þar á meðal starfsfólk fæðingar- og sængurlegudeildar, hjartadeildarinnar, ljósmæður þeirra, brjóstagjafarráðgjafinn, starfsmenn ungbarnaverndar, heilsugæslunnar og sálfræðingar. Hún segir heilbrigðiskerfið vera svo ótrúlegt að hún nái varla utan um það. „Mín upplifun er svo sem flóknari en gengur og gerist og að mörgu leyti finnst mér erfitt að segja frá þessu öllu. Mér finnst ég opinbera mjög persónulega erfiðleika og áföll sem ég bjóst aldrei við að gera. Mér finnst erfitt að viðurkenna að fæðingarþunglyndi og kvíði hafi orðið hluti af mínu lífi,“ segir Milla. Hún vill opna á umræðu um þessa hlið móðurhlutverksins því til að allir geti hjálpast að verði að vera hægt að tala um svona hluti. „Við öll, og sérstaklega mæður, verðum að hætta að bera okkur saman við aðra. Allar meðgöngur og fæðingar eru einstakar. Fæðingarorlof eru það líka. Og þetta ferli er líklega aldrei dans á rósum,“ segir Milla að lokum. Börn og uppeldi Fæðingarorlof Geðheilbrigði Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Milla birti færslu á mánudaginn í tilefni þess að sonur hennar og Einars Þorsteinssonar, Emil Magnús, væri orðinn sex mánaða gamall. Emil fæddist sama dag og Milla og Einar fengu afhent húsið sitt. Milla segir son þeirra vera fyndinn, ákveðinn og heimsins bestur en segir að þessir fyrstu sex mánuðir hafi alls ekki verið neinn dans á rósum. „Fyndið hvað ég eyddi miklum tíma af mínum fullorðinsárum að kvíða því að fæða barn. Aldrei hvarflaði það að mér að allt það sem myndi gerast EFTIR fæðinguna yrði margfalt erfiðara en sjálf fæðingin,“ segir Milla. Emil fæddist þremur vikum fyrir tímann eftir að Milla greindist með meðgöngueitrun. Ofan á það kom í ljós að hún var með hjartabilun, vökvasöfnun í lungum og öðrum líffærum og fékk að lokum nýrnasteinakast. Sjö af fyrstu tíu dögum Emils Magnúsar var eytt á spítalanum. „Fljótlega kom svo líka í ljós að Emil Magnús var kveisubarn, með bakflæði, vara- og tunguhaft og líklegast mjólkuróþol. Við þökkuðum fyrir það á hverjum degi að hann væri ekki alvarlega veikur, en vanlíðanin hjá honum var óskaplega mikil. Hann grét stanslaust, vildi hvorki vera í vagni, kerru né bílstól, vildi ekkert nema vera í fanginu á okkur og á hreyfingu,“ segir Milla. Þetta myndi hverfa með aldrinum Hún gekk með Emil á milli lækna en allir sögðu að í rauninni vissi enginn hvers vegna börn fengju kveisur, það myndi þó eldast af þeim. Í allt sumar beið Milla eftir því að Emil hætti að gráta. „Líkamlega heilsa mín var sem betur fer á uppleið, en andlega heilsan á húrrandi niðurleið. Aldrei var ég jafn örvæntingarfull eða einmana og þegar ég sá nýbakaðar mömmur á samfélagsmiðlum fara með vagnana sína í göngutúra, eða niðrí bæ á kaffihús. Sumar fóru meira að segja í fjallgöngur. MEÐ barnið!“ segir Milla. Á meðan sat hún heima með grátandi barn. Þakklát fyrir alla sem hlustuðu En að lokum höfðu læknarnir rétt fyrir sér og veikindin fóru að minnka. Milla segist oft hugsa til baka og þakka þeim sem hlustuðu á hana og hughreystu, þar á meðal starfsfólk fæðingar- og sængurlegudeildar, hjartadeildarinnar, ljósmæður þeirra, brjóstagjafarráðgjafinn, starfsmenn ungbarnaverndar, heilsugæslunnar og sálfræðingar. Hún segir heilbrigðiskerfið vera svo ótrúlegt að hún nái varla utan um það. „Mín upplifun er svo sem flóknari en gengur og gerist og að mörgu leyti finnst mér erfitt að segja frá þessu öllu. Mér finnst ég opinbera mjög persónulega erfiðleika og áföll sem ég bjóst aldrei við að gera. Mér finnst erfitt að viðurkenna að fæðingarþunglyndi og kvíði hafi orðið hluti af mínu lífi,“ segir Milla. Hún vill opna á umræðu um þessa hlið móðurhlutverksins því til að allir geti hjálpast að verði að vera hægt að tala um svona hluti. „Við öll, og sérstaklega mæður, verðum að hætta að bera okkur saman við aðra. Allar meðgöngur og fæðingar eru einstakar. Fæðingarorlof eru það líka. Og þetta ferli er líklega aldrei dans á rósum,“ segir Milla að lokum.
Börn og uppeldi Fæðingarorlof Geðheilbrigði Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira