Bjuggust við að finna mun meiri loðnu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. október 2022 11:52 Guðmundur Óskarsson fiskifræðingur er sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun. Egill Aðalsteinsson Veiðiráðgjöf á loðnu minnkar verulega og haustmælingar voru undir væntingum að sögn sérfræðings hjá Hafrannsóknarstofnun. Hafrannsóknarstofnun birti í morgun endurskoðaða veiðiráðgjöf og nú er lagt til að loðnuafli í vetur verði ekki meiri en 218 þúsund tonn. Það er tæplega helmingi minna en gert var ráð fyrir í upphafsráðgjöf sem byggði á haustmælingum í fyrra og hljóðaði upp á 400 þúsund tonn. Þetta byggir allt saman á haustmælingum á loðnustofninum sem lauk í lok september. Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar, segir yfirferð rannsóknaskipanna Árna Friðrikssonar og Tarajoq hafa verið umfagnsmikla og telur að ágætlega hafi verið náð utan um stofninn. „Þetta var mæling gerð undir góðum veðurskilyrðum og nær yfir stórt svæði. Fórum inn í Íslandshaf á þessa gömlu fæðuslóð sem var fram til ársins 2000 helsta fæðusvæðið og á þeim slóðum var ekkert að sjá og eins norðaustur af landinu þar sem við höfðum heyrt af loðnu - þar var ekkert af ráði,“ segir Guðmundur. Heildarmagn loðnu mældist tæp 1,1 milljón tonn og þar af var stærð hrygningarstofns metin 763 þúsund tonn, samkvæmt haustmælingu Hafrannsóknarstofnunar.vísir/Sigurjón Ólason Veiðistofninn mældist mun minni en í fyrra og hlutfall eldri loðnu í hrygningarstofninum hærra en nokkru sinni áður. „Við vorum með töluverðar væntingar sem byggðust á haustmælingunum í fyrra, þar sem þær sýndu verulegt magn af ungloðnu sem hefði átt að vera uppistaðan í hrygningarstofninum í ár. En sú mæling er ekki alveg að ganga eftir. Við erum ekki að sjá þetta magn sem við áttum von á.“ Skýringar á þessu liggja ekki fyrir en ráðgjöfin verður endurskoðuð þegar niðurstöður á vetrarmælingu liggja fyrir í janúar eða febrúar. Guðmundur segir haustmælinguna gefa fyrirheit um að endanleg ráðgjöf sem loðnukvótinn byggir á verði lægri en síðast. „Miðað við niðurstöðurnar eins og þær liggja fyrir núna út frá þessari mælingu, að þá eru það vissulega skilaboðin vissulega.“ Loðnuveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Hafrannsóknarstofnun birti í morgun endurskoðaða veiðiráðgjöf og nú er lagt til að loðnuafli í vetur verði ekki meiri en 218 þúsund tonn. Það er tæplega helmingi minna en gert var ráð fyrir í upphafsráðgjöf sem byggði á haustmælingum í fyrra og hljóðaði upp á 400 þúsund tonn. Þetta byggir allt saman á haustmælingum á loðnustofninum sem lauk í lok september. Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar, segir yfirferð rannsóknaskipanna Árna Friðrikssonar og Tarajoq hafa verið umfagnsmikla og telur að ágætlega hafi verið náð utan um stofninn. „Þetta var mæling gerð undir góðum veðurskilyrðum og nær yfir stórt svæði. Fórum inn í Íslandshaf á þessa gömlu fæðuslóð sem var fram til ársins 2000 helsta fæðusvæðið og á þeim slóðum var ekkert að sjá og eins norðaustur af landinu þar sem við höfðum heyrt af loðnu - þar var ekkert af ráði,“ segir Guðmundur. Heildarmagn loðnu mældist tæp 1,1 milljón tonn og þar af var stærð hrygningarstofns metin 763 þúsund tonn, samkvæmt haustmælingu Hafrannsóknarstofnunar.vísir/Sigurjón Ólason Veiðistofninn mældist mun minni en í fyrra og hlutfall eldri loðnu í hrygningarstofninum hærra en nokkru sinni áður. „Við vorum með töluverðar væntingar sem byggðust á haustmælingunum í fyrra, þar sem þær sýndu verulegt magn af ungloðnu sem hefði átt að vera uppistaðan í hrygningarstofninum í ár. En sú mæling er ekki alveg að ganga eftir. Við erum ekki að sjá þetta magn sem við áttum von á.“ Skýringar á þessu liggja ekki fyrir en ráðgjöfin verður endurskoðuð þegar niðurstöður á vetrarmælingu liggja fyrir í janúar eða febrúar. Guðmundur segir haustmælinguna gefa fyrirheit um að endanleg ráðgjöf sem loðnukvótinn byggir á verði lægri en síðast. „Miðað við niðurstöðurnar eins og þær liggja fyrir núna út frá þessari mælingu, að þá eru það vissulega skilaboðin vissulega.“
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira