Bylting í MH: Vilja ekki mæta nauðgurum sínum á göngunum Bjarki Sigurðsson skrifar 4. október 2022 12:00 Nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð segja aðgerðarleysi stjórnenda skólans vera algjört. Vísir/Vilhelm Nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð mótmæltu því í gær að nemendur skólans sem eru þolendur kynferðisofbeldis þurfi að mæta gerendum sínum á göngum skólans. Þeir segja viðbrögð skólans vera ófullnægjandi. Fyrrverandi nemandi við skólann segir söguna vera að endurtaka sig. Fyrir tíu árum hafi henni verið nauðgað af samnemanda sínum. Mótmælin fóru fram á göngum skólans og salernum. Orð voru rituð á spegla, meintir gerendur nafngreindir og blöð hengd upp á veggi. Mótmælendur, sem að uppistöðunni til eru konur, telja óforsvaranlegt að þolendur þurfi að mæta í tíma með gerendum sínum eða að mæta þeim á göngu um skólann. Þær saka skólayfirvöld um aðgerðarleysi. Á blöðum sem hengd voru á veggi í skólanum var spurt: „Af hverju er ég að labba á sömu göngum og nauðgarar?“ Nemendurnir segjast ekki kæra sig um að sitja með, vinna í hópverkefnum og mæta nauðgurum í skólanum. Umrætt bréf. „Bara ein spurning Menntaskólinn við Hamrahlíð... viljiði gera eitthvað í þessu eða bara trúa því að þetta setur aðra nemendur í þessum skóla í hættu. Gerið eitthvað for fucks sake,“ segir á blaðinu. Einhverjir nemendur tóku upp á því að rita nöfn meintra gerenda á spegla skólans með varalit. Skilaboð eins og „MH eru hræsnarar“ og „Ég vil ekki fokking nauðgara í skólanum mínum“ hafa einnig verið rituð á speglana. Spegill í MH sem búið er að rita á með varalit. Brynhildur Karlsdóttir er söngkona og fyrrverandi nemandi Menntaskólans við Hamrahlíð. Hún segir söguna vera að endurtaka sig, eins og lesa má um í aðsendri grein á Vísi í dag. Brynhildur upplifði algjört aðgerðaleysi frá skólayfirvöldum þegar henni var nauðgað af samnemanda sínum fyrir tíu árum síðan. Í samtali við fréttastofu segir Brynhildur að fyrsta úrræðið sem henni hafi verið boðið á sínum tíma hafi verið samtal við námsráðgjafa. Hún myndi halda áfram að umgangast meintan ofbeldismann og mæta honum á göngunum. „Svo þegar það var ekki nóg var mér bent á að það eina sem ég gæti gert, ef ég vildi ekki umgangast hann, væri að skipta um skóla. Ég fengi hjálp við að færa mig yfir í MK.“ Það var aldrei rætt við hann svo þú vitir? „Nei. Aldrei,“ segir Brynhildur. Hún segir að málið hafa verið látið bitna einungis hjá sér. Gerandinn kláraði sitt stúdentspróf á réttum tíma. Á meðan þurfti Brynhildur að skipta um skóla og ljúka stúdentnum á fimm árum. Bæði systir og mágkona Brynhildar eru nemendur í MH í dag. Brynhildur hefur heyrt af mótmælum í skólanum frá þeim. Henni hafi brugðið. Eitthvað hlyti að hafa breyst á þessum tíu árum en svo sé ekki. Það hafi vakið upp mikla reiði hjá henni. „Eins og ég heyrði þetta frá systur minni og mágkonu þá hafa stjórnendur skólans komið og verið frekar reiðir. Þeir kölluðu þetta hóphysteríu. Það er ekkert verið að taka tillit til tilfinninga nemenda sem eru þarna að tjá sig um óréttlæti sem þeir hafa orðið fyrir. Þetta er bara þaggað niður og enn og aftur er skömmin hjá þolendum,“ segir Brynhildur. Jafnaði sig aldrei og tók eigið líf. Vinkona Brynhildar, Elísabet, var einnig nemandi við MH. Brynhildur segir henni einnig hafa verið nauðgað af samnemanda sínum. Elísabet hafði kært nauðgunina en samt þurft að mæta geranda sínum á göngum skólans þrátt fyrir að málið væri í farvegi hjá lögreglu. „Svörin sem ég fékk þegar ég var að tala við skólann voru á þennan veg; það er enginn dómur, það er engin kæra. Við getum ekki dæmt fólk án dóms að laga. Maður skilur það á einhverjum grundvelli þó það sé mjög gremjulegt. Svo kærði Elísabet og gerði allt rétt, innan gæsalappa. En það skipti ekki máli,“ segir Brynhildur. Elísabet flosnaði upp úr skóla. Brynhildur segir að vinkona hennar hafi hvergi fundið réttlæti, enginn hafi passað upp á hana og að hún ein hafi verið látin axla ábyrgð á því ofbeldi sem hún hafi orðið fyrir. Elísabet tjáði sig opinberlega um málið þremur árum eftir brotið. Sýknudómur var kveðinn upp í málinu. Elísabet svipti sig lífi árið 2019. „Það mætti halda að stefna skólans sé vísvitandi að klúðra viðkvæmum málum á kostnað þolenda, sama stefna og þegar ég var nemandi, framfylgt af sama starfsfólki,“ segir í grein Brynhildar. „Ef við getum ekki kennt strákunum okkar að hætta að nauðga þá verðum við að verja stelpurnar okkar fyrir þeirri lítilsvirðingu að skólayfirvöld taki ekki mark á þeim.“ Ekki hefur náðst í Stein Jóhannsson, rektor MH, það sem af er degi. Þá vildi Hrefna Tryggvadóttir, forseti Nemendafélags MH, ekki ræða um málið að svo stöddu. Uppfært klukkan 13:52 með y firlýsingu frá Menntaskólanum við Hamrahlíð sem sjá má að neðan. Í ljósi umfjöllunar um kynferðisofbeldi vill Menntaskólinn við Hamrahlíð koma eftirfarandi á framfæri: Skólastjórnendur líta á mál sem varða kynferðisofbeldi mjög alvarlegum augum. Þegar slík mál hafa komið upp er aðgerðaráætlun skólans virkjuð og unnið samkvæmt henni. Skólastjórnendur fengu strax í gær óháðan fagaðila til ráðgjafar um viðbrögð og aðgerðir vegna ábendinga nemenda. Skólastjórnendur funduðu ásamt ráðgjafa með nemendum vegna málsins í dag. Unnið verður áfram í málinu eins og aðgerðaáætlun gerir ráð fyrir. Þá hafa stjórnendur skólans verið í samtali við stjórn nemendafélagsins og formann skólanefndar. Framhaldsskólar Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum MeToo Kynferðisofbeldi Reykjavík Tengdar fréttir „Nauðgarinn sleit meyjarhaftið mitt“ „Það eina sem nauðgarinn gat sagt við mig var „Þú mátt fara núna,” segir Elísabet Segler. 3. október 2014 21:57 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
Mótmælin fóru fram á göngum skólans og salernum. Orð voru rituð á spegla, meintir gerendur nafngreindir og blöð hengd upp á veggi. Mótmælendur, sem að uppistöðunni til eru konur, telja óforsvaranlegt að þolendur þurfi að mæta í tíma með gerendum sínum eða að mæta þeim á göngu um skólann. Þær saka skólayfirvöld um aðgerðarleysi. Á blöðum sem hengd voru á veggi í skólanum var spurt: „Af hverju er ég að labba á sömu göngum og nauðgarar?“ Nemendurnir segjast ekki kæra sig um að sitja með, vinna í hópverkefnum og mæta nauðgurum í skólanum. Umrætt bréf. „Bara ein spurning Menntaskólinn við Hamrahlíð... viljiði gera eitthvað í þessu eða bara trúa því að þetta setur aðra nemendur í þessum skóla í hættu. Gerið eitthvað for fucks sake,“ segir á blaðinu. Einhverjir nemendur tóku upp á því að rita nöfn meintra gerenda á spegla skólans með varalit. Skilaboð eins og „MH eru hræsnarar“ og „Ég vil ekki fokking nauðgara í skólanum mínum“ hafa einnig verið rituð á speglana. Spegill í MH sem búið er að rita á með varalit. Brynhildur Karlsdóttir er söngkona og fyrrverandi nemandi Menntaskólans við Hamrahlíð. Hún segir söguna vera að endurtaka sig, eins og lesa má um í aðsendri grein á Vísi í dag. Brynhildur upplifði algjört aðgerðaleysi frá skólayfirvöldum þegar henni var nauðgað af samnemanda sínum fyrir tíu árum síðan. Í samtali við fréttastofu segir Brynhildur að fyrsta úrræðið sem henni hafi verið boðið á sínum tíma hafi verið samtal við námsráðgjafa. Hún myndi halda áfram að umgangast meintan ofbeldismann og mæta honum á göngunum. „Svo þegar það var ekki nóg var mér bent á að það eina sem ég gæti gert, ef ég vildi ekki umgangast hann, væri að skipta um skóla. Ég fengi hjálp við að færa mig yfir í MK.“ Það var aldrei rætt við hann svo þú vitir? „Nei. Aldrei,“ segir Brynhildur. Hún segir að málið hafa verið látið bitna einungis hjá sér. Gerandinn kláraði sitt stúdentspróf á réttum tíma. Á meðan þurfti Brynhildur að skipta um skóla og ljúka stúdentnum á fimm árum. Bæði systir og mágkona Brynhildar eru nemendur í MH í dag. Brynhildur hefur heyrt af mótmælum í skólanum frá þeim. Henni hafi brugðið. Eitthvað hlyti að hafa breyst á þessum tíu árum en svo sé ekki. Það hafi vakið upp mikla reiði hjá henni. „Eins og ég heyrði þetta frá systur minni og mágkonu þá hafa stjórnendur skólans komið og verið frekar reiðir. Þeir kölluðu þetta hóphysteríu. Það er ekkert verið að taka tillit til tilfinninga nemenda sem eru þarna að tjá sig um óréttlæti sem þeir hafa orðið fyrir. Þetta er bara þaggað niður og enn og aftur er skömmin hjá þolendum,“ segir Brynhildur. Jafnaði sig aldrei og tók eigið líf. Vinkona Brynhildar, Elísabet, var einnig nemandi við MH. Brynhildur segir henni einnig hafa verið nauðgað af samnemanda sínum. Elísabet hafði kært nauðgunina en samt þurft að mæta geranda sínum á göngum skólans þrátt fyrir að málið væri í farvegi hjá lögreglu. „Svörin sem ég fékk þegar ég var að tala við skólann voru á þennan veg; það er enginn dómur, það er engin kæra. Við getum ekki dæmt fólk án dóms að laga. Maður skilur það á einhverjum grundvelli þó það sé mjög gremjulegt. Svo kærði Elísabet og gerði allt rétt, innan gæsalappa. En það skipti ekki máli,“ segir Brynhildur. Elísabet flosnaði upp úr skóla. Brynhildur segir að vinkona hennar hafi hvergi fundið réttlæti, enginn hafi passað upp á hana og að hún ein hafi verið látin axla ábyrgð á því ofbeldi sem hún hafi orðið fyrir. Elísabet tjáði sig opinberlega um málið þremur árum eftir brotið. Sýknudómur var kveðinn upp í málinu. Elísabet svipti sig lífi árið 2019. „Það mætti halda að stefna skólans sé vísvitandi að klúðra viðkvæmum málum á kostnað þolenda, sama stefna og þegar ég var nemandi, framfylgt af sama starfsfólki,“ segir í grein Brynhildar. „Ef við getum ekki kennt strákunum okkar að hætta að nauðga þá verðum við að verja stelpurnar okkar fyrir þeirri lítilsvirðingu að skólayfirvöld taki ekki mark á þeim.“ Ekki hefur náðst í Stein Jóhannsson, rektor MH, það sem af er degi. Þá vildi Hrefna Tryggvadóttir, forseti Nemendafélags MH, ekki ræða um málið að svo stöddu. Uppfært klukkan 13:52 með y firlýsingu frá Menntaskólanum við Hamrahlíð sem sjá má að neðan. Í ljósi umfjöllunar um kynferðisofbeldi vill Menntaskólinn við Hamrahlíð koma eftirfarandi á framfæri: Skólastjórnendur líta á mál sem varða kynferðisofbeldi mjög alvarlegum augum. Þegar slík mál hafa komið upp er aðgerðaráætlun skólans virkjuð og unnið samkvæmt henni. Skólastjórnendur fengu strax í gær óháðan fagaðila til ráðgjafar um viðbrögð og aðgerðir vegna ábendinga nemenda. Skólastjórnendur funduðu ásamt ráðgjafa með nemendum vegna málsins í dag. Unnið verður áfram í málinu eins og aðgerðaáætlun gerir ráð fyrir. Þá hafa stjórnendur skólans verið í samtali við stjórn nemendafélagsins og formann skólanefndar.
Í ljósi umfjöllunar um kynferðisofbeldi vill Menntaskólinn við Hamrahlíð koma eftirfarandi á framfæri: Skólastjórnendur líta á mál sem varða kynferðisofbeldi mjög alvarlegum augum. Þegar slík mál hafa komið upp er aðgerðaráætlun skólans virkjuð og unnið samkvæmt henni. Skólastjórnendur fengu strax í gær óháðan fagaðila til ráðgjafar um viðbrögð og aðgerðir vegna ábendinga nemenda. Skólastjórnendur funduðu ásamt ráðgjafa með nemendum vegna málsins í dag. Unnið verður áfram í málinu eins og aðgerðaáætlun gerir ráð fyrir. Þá hafa stjórnendur skólans verið í samtali við stjórn nemendafélagsins og formann skólanefndar.
Framhaldsskólar Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum MeToo Kynferðisofbeldi Reykjavík Tengdar fréttir „Nauðgarinn sleit meyjarhaftið mitt“ „Það eina sem nauðgarinn gat sagt við mig var „Þú mátt fara núna,” segir Elísabet Segler. 3. október 2014 21:57 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
„Nauðgarinn sleit meyjarhaftið mitt“ „Það eina sem nauðgarinn gat sagt við mig var „Þú mátt fara núna,” segir Elísabet Segler. 3. október 2014 21:57