Arnar Daði reiður þegar hann sá spjaldið sitt: „Ekkert eðlilega léleg heimavinna“ Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2022 11:30 Theodór Ingi Pálmason og Arnar Daði Arnarsson eru góðir félagar en Arnari Daða var ekki skemmt yfir vinnubrögðum Theodórs við gerð styrkleikaspjaldsins. Stöð 2 Sport „Ég kem ekki hingað aftur,“ sagði Arnar Daði Arnarsson og strunsaði út úr síðasta þætti af Seinni bylgjunni eftir að þeir Theodór Ingi Pálmason höfðu skipst á að gefa hvor öðrum einkunnaspjald um handboltagetu. Það var létt yfir mönnum í Seinni bylgjunni síðasta föstudagskvöld en gamanið kárnaði í lokin þegar Arnar Daði fékk að vita hvernig styrkleikaspjaldið hans, sem Theodór hafði útbúið, leit út. Sérfræðingarnir hafa útbúið slík spjöld fyrir nokkra leikmenn í Olís-deildinni í vetur en nú var komið að því að vita hvernig þeirra eigin spjöld myndu líta út. „Teddi var bara ágætur,“ sagði Arnar Daði um Theodór og sýndi svo spjaldið hans sem leit ágætlega út. Þeir spiluðu saman í liði ÍH fyrir níu árum og Arnar Daði þjálfaði einnig Theodór sem var fyrsti leikmaðurinn sem hann fékk til sín hjá Gróttu. Logi Geirs setti Arnar Daða á topp tíu í heiminum Theodór sýndi svo spjaldið með einkunnum Arnars Daða þar sem sá síðarnefndi fékk til að mynda aðeins 30 af 100 stigum varðandi hraða. Theodór viðurkenndi hins vegar að hafa ekki mikið af gögnum til að dæma út frá, enda hætti Arnar Daði snemma að spila. Sama hvað hver segir. Þá mun ég ALDREI samþykkja þetta spjald. Á sama tíma mun ég seint fyrirgefa fasteignasalanum. Ófagleg vinnubrögð og fyrir neðan allar hellur. Með svaka leikskilning en var samt alltaf á leiðinni í vörn þegar hinir voru að keyra í sókn. Þvílíkt rugl. Einar. https://t.co/QjoocIlLpn— Arnar Daði (@arnardadi) October 3, 2022 „Ég hef bara eina „pulje“ til að dæma eftir og það er árið okkar saman í ÍH 2013-14. Svo er hann búinn að segja mér núna að hann eigi einhverja fjörutíu unglingalandsleiki. Ég fór á HSÍ að reyna að fletta því upp og það fannst ekki neitt. Logi Geirs vill meina að hann hafi verið „topp tíu í heiminum þegar hann var [6-8 ára]. Maður deilir alltaf með tíu þegar Logi er annars vegar,“ sagði Theodór. „Þetta er ekki einu sinni fyndið“ Í ljós kom að Arnar Daði lék aðeins þrettán leiki með ÍH tímabilið sem þeir Theodór spiluðu saman, skoraði níu mörk en fékk sex brottvísanir sem hornamaður. „Ég var hraðasti leikmaður í unglingalandsliðinu. Talaðu bara við leikmenn og þjálfara. Þetta er ekkert eðlilega léleg heimavinna,“ sagði Arnar Daði illur eins og sjá má í klippunni hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Styrkleikaspjöld Theodórs og Arnars „Ég þarf að sjá þetta með eigin augum. Hvernig gastu fengið sex sinnum tvær mínútur í þrettán leikjum, spilandi horn í vörn? Leikskilningurinn er 85,“ sagði Theodór og reyndi að malda aðeins í móinn. „Þetta er ekki einu sinni fyndið,“ sagði Arnar Daði og benti á að hann hefði hætt 21 árs gamall að spila. Ekki væri hægt að dæma hann út frá leikjunum með ÍH: „Já, frábært. Þegar ég var búinn að detta fjórtán sinnum úr axlarlið? Hraði 30?“ sagði hneykslaður Arnar Daði en brot úr þættinum má sjá hér að ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Seinni bylgjan Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Sjá meira
Það var létt yfir mönnum í Seinni bylgjunni síðasta föstudagskvöld en gamanið kárnaði í lokin þegar Arnar Daði fékk að vita hvernig styrkleikaspjaldið hans, sem Theodór hafði útbúið, leit út. Sérfræðingarnir hafa útbúið slík spjöld fyrir nokkra leikmenn í Olís-deildinni í vetur en nú var komið að því að vita hvernig þeirra eigin spjöld myndu líta út. „Teddi var bara ágætur,“ sagði Arnar Daði um Theodór og sýndi svo spjaldið hans sem leit ágætlega út. Þeir spiluðu saman í liði ÍH fyrir níu árum og Arnar Daði þjálfaði einnig Theodór sem var fyrsti leikmaðurinn sem hann fékk til sín hjá Gróttu. Logi Geirs setti Arnar Daða á topp tíu í heiminum Theodór sýndi svo spjaldið með einkunnum Arnars Daða þar sem sá síðarnefndi fékk til að mynda aðeins 30 af 100 stigum varðandi hraða. Theodór viðurkenndi hins vegar að hafa ekki mikið af gögnum til að dæma út frá, enda hætti Arnar Daði snemma að spila. Sama hvað hver segir. Þá mun ég ALDREI samþykkja þetta spjald. Á sama tíma mun ég seint fyrirgefa fasteignasalanum. Ófagleg vinnubrögð og fyrir neðan allar hellur. Með svaka leikskilning en var samt alltaf á leiðinni í vörn þegar hinir voru að keyra í sókn. Þvílíkt rugl. Einar. https://t.co/QjoocIlLpn— Arnar Daði (@arnardadi) October 3, 2022 „Ég hef bara eina „pulje“ til að dæma eftir og það er árið okkar saman í ÍH 2013-14. Svo er hann búinn að segja mér núna að hann eigi einhverja fjörutíu unglingalandsleiki. Ég fór á HSÍ að reyna að fletta því upp og það fannst ekki neitt. Logi Geirs vill meina að hann hafi verið „topp tíu í heiminum þegar hann var [6-8 ára]. Maður deilir alltaf með tíu þegar Logi er annars vegar,“ sagði Theodór. „Þetta er ekki einu sinni fyndið“ Í ljós kom að Arnar Daði lék aðeins þrettán leiki með ÍH tímabilið sem þeir Theodór spiluðu saman, skoraði níu mörk en fékk sex brottvísanir sem hornamaður. „Ég var hraðasti leikmaður í unglingalandsliðinu. Talaðu bara við leikmenn og þjálfara. Þetta er ekkert eðlilega léleg heimavinna,“ sagði Arnar Daði illur eins og sjá má í klippunni hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Styrkleikaspjöld Theodórs og Arnars „Ég þarf að sjá þetta með eigin augum. Hvernig gastu fengið sex sinnum tvær mínútur í þrettán leikjum, spilandi horn í vörn? Leikskilningurinn er 85,“ sagði Theodór og reyndi að malda aðeins í móinn. „Þetta er ekki einu sinni fyndið,“ sagði Arnar Daði og benti á að hann hefði hætt 21 árs gamall að spila. Ekki væri hægt að dæma hann út frá leikjunum með ÍH: „Já, frábært. Þegar ég var búinn að detta fjórtán sinnum úr axlarlið? Hraði 30?“ sagði hneykslaður Arnar Daði en brot úr þættinum má sjá hér að ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Seinni bylgjan Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Sjá meira