Baulað á Hákon sem þurfti bara nýja skó Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2022 10:31 Hákon Rafn Valdimarsson sýndi hvernig skórnir rifnuðu allsvakalega í leiknum í Gautaborg í gær. Skjáskot/Sportbladet.se Eftir að hafa fengið á sig eitt mark í bláum skóm hélt Hákon Rafn Valdimarsson marki sínu hreinu í rauðum skóm í góðum 3-1 sigri Elfsborg gegn IFK Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Hákon, sem er uppalinn hjá Gróttu og ver mark U21-landsliðs Íslands, vakti reiði stuðningsmanna Gautaborgar á Gamla Ullevi leikvanginum um miðjan seinni hálfleik í gær. Aftonbladet segir að síðustu ár hafi nokkrir markmenn í sænsku deildinni stundað það að ýkja eða ljúga til um meiðsli til að stöðva leiki þegar pressan frá andstæðingum sé orðin mikil. Hákon var aftur á móti ekki með neinn leikaraskap. Takkaskórnir hans voru einfaldlega í tætlum, eins og hann sýndi í viðtölum eftir leik, og hann varð að fara af velli til að skipta um skó eins og sjá má hér að neðan. Elfsborgs målvakt Hákon Valdimarsson tvingas till byte av skor pic.twitter.com/BpvFTisrsN— discovery+ sport (@dplus_sportSE) October 3, 2022 „Skórinn minn fór bara í sundur. Eins og þið sjáið þá gat ég ekki haldið áfram að spila,“ sagði Hákon og tók upp rifna skóinn. „Ég vissi að ég þyrfti að skipta. Ég spurði dómarann og hann sagði „ekkert mál“,“ sagði Hákon. Dómarinn var ekki jafn geðgóður nokkrum mínútum síðar þegar hann rak Marcus Berg, framherja Gautaborgar, af velli eftir kjaftbrúk. Manni fleiri bættu leikmenn Elfsborg við marki og innsigluðu 3-1 sigur, eftir að Sveinn Aron Guðjohnsen hafði komið inn á sem varamaður í uppbótartíma. Með sigrinum komst Elfsborg upp fyrir Gautaborg í 7. sæti deildarinnar en liðið er fimm stigum á eftir þremur næstu liðum, þegar 24 umferðir af 30 eru búnar. Sænski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Fleiri fréttir KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sjá meira
Hákon, sem er uppalinn hjá Gróttu og ver mark U21-landsliðs Íslands, vakti reiði stuðningsmanna Gautaborgar á Gamla Ullevi leikvanginum um miðjan seinni hálfleik í gær. Aftonbladet segir að síðustu ár hafi nokkrir markmenn í sænsku deildinni stundað það að ýkja eða ljúga til um meiðsli til að stöðva leiki þegar pressan frá andstæðingum sé orðin mikil. Hákon var aftur á móti ekki með neinn leikaraskap. Takkaskórnir hans voru einfaldlega í tætlum, eins og hann sýndi í viðtölum eftir leik, og hann varð að fara af velli til að skipta um skó eins og sjá má hér að neðan. Elfsborgs målvakt Hákon Valdimarsson tvingas till byte av skor pic.twitter.com/BpvFTisrsN— discovery+ sport (@dplus_sportSE) October 3, 2022 „Skórinn minn fór bara í sundur. Eins og þið sjáið þá gat ég ekki haldið áfram að spila,“ sagði Hákon og tók upp rifna skóinn. „Ég vissi að ég þyrfti að skipta. Ég spurði dómarann og hann sagði „ekkert mál“,“ sagði Hákon. Dómarinn var ekki jafn geðgóður nokkrum mínútum síðar þegar hann rak Marcus Berg, framherja Gautaborgar, af velli eftir kjaftbrúk. Manni fleiri bættu leikmenn Elfsborg við marki og innsigluðu 3-1 sigur, eftir að Sveinn Aron Guðjohnsen hafði komið inn á sem varamaður í uppbótartíma. Með sigrinum komst Elfsborg upp fyrir Gautaborg í 7. sæti deildarinnar en liðið er fimm stigum á eftir þremur næstu liðum, þegar 24 umferðir af 30 eru búnar.
Sænski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Fleiri fréttir KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sjá meira