Ærslabelgir, gosbrunnar og stytta af Vigdísi Finnbogadóttur Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 3. október 2022 12:46 Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg ásamt skikkju sem hetja úr hverju hverfi fær afhenta, Aðsent Hugmyndasöfnunin fyrir verkefnið „Hverfið mitt“ er í fullum gangi og hafa meira en fimm hundruð hugmyndir borist nú þegar. Ljóst er að borgarbúar láti hugmyndaflugið ráða för. Verkefnið fer fram á tveggja ára fresti og snýst um það að borgarbúar geti lagt fram hugmyndir sem þeir telja að bæti sín hverfi. Borginni er skipt í tíu hverfi og eru það Grafarvogur og Bryggjuhverfi, Laugardalur, Vesturbær, Háaleiti og Bústaðir, Árbær og Norðlingaholt, Grafarholt og Úlfarsárdalur, Hlíðar, Breiðholt, Miðborg og síðast en ekki síst Kjalarnes. Þetta er í tíunda sinn sem hugmyndasöfnunin fer fram en hún hóf göngu sína árið 2012 og hafa 898 hugmyndir verið framkvæmdar. Hugmyndasöfnunin stendur yfir til og með 27. október en kosið verður um fimmtán bestu hugmyndirnar í hverju hverfi og velur íbúaráð tíu til viðbótar. Ein hugmynd mun svo bera sigur úr bítum í hverju hverfi á næsta ári en þá fara kosningar um bestu hugmyndina fram. Sá sem á vinsælustu hugmyndina í hverju hverfi hlýtur titilinn „Hetjan úr hverfinu.“ „Ég geri ekki upp á milli barnanna minna“ Dæmi um þær hugmyndir sem er hægt að sjá á vef verkefnisins nú þegar eru hundasvæði, stytta af Vigdísi Finnbogadóttur, Tennisvöllur, ærslabelgir, gosbrunnar og margt fleira. Eiríkur Búi Halldórsson verkefnastjóri segir gleðiefni að hægt hafi verið að fara í grunnskóla og kynna verkefnið í ár, það hafi ekki verið möguleiki fyrir tveimur árum vegna kórónaveirufaraldursins. „Það er búið að vera gaman að sjá hvað nemendur eru áhugasamir. Það sést alveg í hvaða hverfum við erum búin að fara í grunnskólaheimsóknir, þar eru aðeins fleiri hugmyndir og margar mjög ævintýragjarnar sem er bara mjög skemmtilegt,“ segir Eiríkur. Hann segist spenntur að sjá hvort að hetjan úr hverfinu leynist í grunnskólum hverfanna. Aðspurður hvort hann eigi sér einhverjar uppáhalds hugmyndir frá fyrri árum segist hann sjálfur hafa sérstaklega gaman af list og grænum svæðum, honum finnist þó öll verkefnin frábær. „Ég geri ekki upp á milli barnanna minna,“ segir Eiríkur og hlær. Reykjavík Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Fleiri fréttir Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Sjá meira
Verkefnið fer fram á tveggja ára fresti og snýst um það að borgarbúar geti lagt fram hugmyndir sem þeir telja að bæti sín hverfi. Borginni er skipt í tíu hverfi og eru það Grafarvogur og Bryggjuhverfi, Laugardalur, Vesturbær, Háaleiti og Bústaðir, Árbær og Norðlingaholt, Grafarholt og Úlfarsárdalur, Hlíðar, Breiðholt, Miðborg og síðast en ekki síst Kjalarnes. Þetta er í tíunda sinn sem hugmyndasöfnunin fer fram en hún hóf göngu sína árið 2012 og hafa 898 hugmyndir verið framkvæmdar. Hugmyndasöfnunin stendur yfir til og með 27. október en kosið verður um fimmtán bestu hugmyndirnar í hverju hverfi og velur íbúaráð tíu til viðbótar. Ein hugmynd mun svo bera sigur úr bítum í hverju hverfi á næsta ári en þá fara kosningar um bestu hugmyndina fram. Sá sem á vinsælustu hugmyndina í hverju hverfi hlýtur titilinn „Hetjan úr hverfinu.“ „Ég geri ekki upp á milli barnanna minna“ Dæmi um þær hugmyndir sem er hægt að sjá á vef verkefnisins nú þegar eru hundasvæði, stytta af Vigdísi Finnbogadóttur, Tennisvöllur, ærslabelgir, gosbrunnar og margt fleira. Eiríkur Búi Halldórsson verkefnastjóri segir gleðiefni að hægt hafi verið að fara í grunnskóla og kynna verkefnið í ár, það hafi ekki verið möguleiki fyrir tveimur árum vegna kórónaveirufaraldursins. „Það er búið að vera gaman að sjá hvað nemendur eru áhugasamir. Það sést alveg í hvaða hverfum við erum búin að fara í grunnskólaheimsóknir, þar eru aðeins fleiri hugmyndir og margar mjög ævintýragjarnar sem er bara mjög skemmtilegt,“ segir Eiríkur. Hann segist spenntur að sjá hvort að hetjan úr hverfinu leynist í grunnskólum hverfanna. Aðspurður hvort hann eigi sér einhverjar uppáhalds hugmyndir frá fyrri árum segist hann sjálfur hafa sérstaklega gaman af list og grænum svæðum, honum finnist þó öll verkefnin frábær. „Ég geri ekki upp á milli barnanna minna,“ segir Eiríkur og hlær.
Reykjavík Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Fleiri fréttir Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Sjá meira