Harma hegðun „nokkurra skemmdra epla“ Sindri Sverrisson skrifar 3. október 2022 12:20 Alls voru 4.381 áhorfendur á bikarúrslitaleiknum en þeir höguðu sér misvel. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Knattspyrnufélagið Víkingur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem framkoma nokkurra stuðningsmanna á bikarúrslitaleiknum um helgina er hörmuð. Félagið hefur óskað eftir myndum og upptökum og vill ná tali af mönnunum. Nokkur umræða hefur skapast um slæma hegðun og drykkjulæti fáeinna gesta Laugardalsvallar á laugardag, sem þar fylgdust með úrslitaleik Víkings og FH í Mjólkurbikar karla í fótbolta. Víkingar fögnuðu sigri í framlengdum og spennandi leik. Einn af sjálfboðaliðunum sem sinntu gæslu á vellinum lýsti því til að mynda yfir í viðtali við mbl.is að hann myndi ekki taka aftur að sér gæslustörf á bikarleikjum í fótbolta á meðan að ekki væri tekið harðar á ólátum stuðningsmanna. Sagði hann framkomu sumra af stuðningsmönnum Víkings hafa verið til háborinnar skammar og þónokkrir verið ofurölvi. Hrannar Már Ásgeirs Sigrúnarson var í hópi áhorfenda á leiknum ásamt börnum sínum og lýsir því í færslu á Facebook hvernig nokkrir ölvaðir stuðningsmenn hafi látið illa í stúkunni og meðal annars hellt bjór yfir konu og unglingsstelpu. Auk þess hafi þeir brugðist svo illa við þegar þeir voru beðnir um að setjast að ung börn hans hafi orðið hrædd og grátið. Öll gæsla í höndum KSÍ Í yfirlýsingu Víkings segir að þeir tæplega 3.000 stuðningsmenn Víkings sem mættu á leikinn hafi nær allir hagað sér óaðfinnanlega en nokkur skemmd epli sett ljótan svip á stuðningsmannasveitina. Félagið hefur óskað eftir myndum og upptökum úr öryggiskerfi vallarins í þeim tilgangi að ná tali af þessum mönnum. Þá benda Víkingar á að öll gæsla á leiknum hafi verið í höndum Knattspyrnusambands Íslands, án aðkomu Víkings og FH, en yfirlýsinguna má lesa hér að neðan. Yfirlýsing frá Knattspyrnufélaginu Víkingi Í kjölfar glæsilegs sigurs Víkings í Mjólkurbikarkeppni KSÍ, þriðja árið í röð, hefur komið upp neikvæð umræða um framkvæmd leiksins og hegðun stuðningsmanna. Knattspyrnufélagið Víkingur harmar mjög framkomu einstakra stuðningsmanna sem settu ljótan svip á leikinn. Hátt í 3000 stuðningsmenn Víkings voru á leiknum sem nær allir hegðuðu sér óaðfinnanlega en nokkur skemmd epli settu ljótan blett á frábæra stuðningsmannasveit. Félagið hefur óskað eftir myndum og upptökum úr öryggiskerfi vallarins í þeim tilgangi að ná tali af þessum mönnum. Öll gæsla á leiknum var í höndum Knattspyrnusambandins og komu félögin ekki að því. Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira
Nokkur umræða hefur skapast um slæma hegðun og drykkjulæti fáeinna gesta Laugardalsvallar á laugardag, sem þar fylgdust með úrslitaleik Víkings og FH í Mjólkurbikar karla í fótbolta. Víkingar fögnuðu sigri í framlengdum og spennandi leik. Einn af sjálfboðaliðunum sem sinntu gæslu á vellinum lýsti því til að mynda yfir í viðtali við mbl.is að hann myndi ekki taka aftur að sér gæslustörf á bikarleikjum í fótbolta á meðan að ekki væri tekið harðar á ólátum stuðningsmanna. Sagði hann framkomu sumra af stuðningsmönnum Víkings hafa verið til háborinnar skammar og þónokkrir verið ofurölvi. Hrannar Már Ásgeirs Sigrúnarson var í hópi áhorfenda á leiknum ásamt börnum sínum og lýsir því í færslu á Facebook hvernig nokkrir ölvaðir stuðningsmenn hafi látið illa í stúkunni og meðal annars hellt bjór yfir konu og unglingsstelpu. Auk þess hafi þeir brugðist svo illa við þegar þeir voru beðnir um að setjast að ung börn hans hafi orðið hrædd og grátið. Öll gæsla í höndum KSÍ Í yfirlýsingu Víkings segir að þeir tæplega 3.000 stuðningsmenn Víkings sem mættu á leikinn hafi nær allir hagað sér óaðfinnanlega en nokkur skemmd epli sett ljótan svip á stuðningsmannasveitina. Félagið hefur óskað eftir myndum og upptökum úr öryggiskerfi vallarins í þeim tilgangi að ná tali af þessum mönnum. Þá benda Víkingar á að öll gæsla á leiknum hafi verið í höndum Knattspyrnusambands Íslands, án aðkomu Víkings og FH, en yfirlýsinguna má lesa hér að neðan. Yfirlýsing frá Knattspyrnufélaginu Víkingi Í kjölfar glæsilegs sigurs Víkings í Mjólkurbikarkeppni KSÍ, þriðja árið í röð, hefur komið upp neikvæð umræða um framkvæmd leiksins og hegðun stuðningsmanna. Knattspyrnufélagið Víkingur harmar mjög framkomu einstakra stuðningsmanna sem settu ljótan svip á leikinn. Hátt í 3000 stuðningsmenn Víkings voru á leiknum sem nær allir hegðuðu sér óaðfinnanlega en nokkur skemmd epli settu ljótan blett á frábæra stuðningsmannasveit. Félagið hefur óskað eftir myndum og upptökum úr öryggiskerfi vallarins í þeim tilgangi að ná tali af þessum mönnum. Öll gæsla á leiknum var í höndum Knattspyrnusambandins og komu félögin ekki að því.
Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira