Fjölbreytnin fer illa með íslenskan fótbolta Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2022 08:00 Kvennalið Stjörnunnar snýr aftur í Evrópukeppni en of langt er síðan að liðið var síðast með til þess að það njóti fyrri árangurs. Evrópusæti blasir einnig við karlaliði KA sem hefur ekki spilað í Evrópukeppni í tæpa tvo áratugi. Samsett/Hulda Margrét Um leið og það ætti kannski að vera gleðiefni að kvennalið Stjörnunnar og karlalið KA nái þeim tímamótum að komast í Evrópukeppni í fótbolta þá má segja að það sé alls ekki hagur íslensks fótbolta. Það er vegna fyrirkomulags UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, sem þjónar hag stærstu knattspyrnuvelda álfunnar. Fyrirkomulagið í Evrópukeppnum UEFA er nefnilega þannig að lið græða á því að hafa verið með árin á undan. Það gefur þeim möguleika á að mæta léttari andstæðingum en ella. Aðeins að takmörkuðu leyti er tekið tillit til þess úr hvaða deild þau koma. Bara fyrir það að vera með í undankeppnunum fá lið stig á styrkleikalista UEFA, og hver sigur og jafntefli gefur fleiri stig. Listinn er svo notaður til að raða í styrkleikaflokka áður en dregið er um hvaða lið mætast. Breiðablik hefði staðið mun betur en Stjarnan Núna er til að mynda orðið ljóst að kvennalið Stjörnunnar kemst í undankeppni Meistaradeildar Evrópu, eftir frábært tímabil í Bestu deildinni, en Breiðablik situr eftir með sárt ennið. Þegar dregið verður um andstæðinga á næsta ári verður Stjarnan í neðri styrkleikaflokki en Breiðablik hefði fengið sæti í efri styrkleikaflokki. Breiðablik lék í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu síðasta vetur en sá árangur gagnast öðrum íslenskum liðum aðeins að takmörkuðu leyti.VÍSIR/VILHELM Að sama skapi yrði karlalið KA með lágmarksfjölda stiga sem íslenskt lið gæti haft á styrkleikalista, áður en dregið yrði í undankeppni Sambandsdeildar, verði KA-menn með þar eins og útlit er fyrir. Þetta er vegna þess að á styrkleikalistanum er horft til árangurs liðanna síðustu fimm leiktíðir. Karlalið KA hefur ekki spilað í Evrópukeppni í tæpa tvo áratugi og á næsta ári strikast út stig úr síðustu Evrópukeppni sem kvennalið Stjörnunnar tók þátt í. Fyrirkomulag sem hentar einokunarliðum Það gerir því íslenskum félagsliðum erfiðara fyrir að ná alþjóðlegum árangri, með tilheyrandi tug- og hundraða milljóna króna verðlaunafé, hve dugleg þau eru að skiptast á um að vinna titla hér á landi. Kvennalið Breiðabliks hafði með því að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrra, og frekari árangri, skapað sér mjög sterka stöðu á styrkleikalista og stendur til að mynda mun ofar en Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára, Valur. En það nýtist íslenskum liðum ekki nema að takmörkuðu leyti, í formi landsstiga (4,85 stig af 17,85 sem Breiðablik var með á síðasta lista). Að sama skapi hefðu KR og FH getað fengið auðveldari andstæðinga en KA í Evrópuleikjum næsta sumar. Eins gaman og fólki kann að finnast það vera hve mismunandi það er hvaða lið vinna titla eða ná öðrum árangri á Íslandi, þá gerir það íslenskum fótbolta erfiðara fyrir að ryðja sér til rúms á alþjóðlegum vettvangi. Vaduz frá Liechtenstein, sem alltaf kemst í Evrópukeppni sem bikarmeistari síns lands þrátt fyrir að engin deild sé í smáríkinu, er þannig ofar en öll íslensku karlaliðin, þrátt fyrir að hafa ekki náð neitt frábærum árangri, og það hjálpaði liðinu að komast alla leið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í sumar. Besta deild kvenna Besta deild karla Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
Fyrirkomulagið í Evrópukeppnum UEFA er nefnilega þannig að lið græða á því að hafa verið með árin á undan. Það gefur þeim möguleika á að mæta léttari andstæðingum en ella. Aðeins að takmörkuðu leyti er tekið tillit til þess úr hvaða deild þau koma. Bara fyrir það að vera með í undankeppnunum fá lið stig á styrkleikalista UEFA, og hver sigur og jafntefli gefur fleiri stig. Listinn er svo notaður til að raða í styrkleikaflokka áður en dregið er um hvaða lið mætast. Breiðablik hefði staðið mun betur en Stjarnan Núna er til að mynda orðið ljóst að kvennalið Stjörnunnar kemst í undankeppni Meistaradeildar Evrópu, eftir frábært tímabil í Bestu deildinni, en Breiðablik situr eftir með sárt ennið. Þegar dregið verður um andstæðinga á næsta ári verður Stjarnan í neðri styrkleikaflokki en Breiðablik hefði fengið sæti í efri styrkleikaflokki. Breiðablik lék í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu síðasta vetur en sá árangur gagnast öðrum íslenskum liðum aðeins að takmörkuðu leyti.VÍSIR/VILHELM Að sama skapi yrði karlalið KA með lágmarksfjölda stiga sem íslenskt lið gæti haft á styrkleikalista, áður en dregið yrði í undankeppni Sambandsdeildar, verði KA-menn með þar eins og útlit er fyrir. Þetta er vegna þess að á styrkleikalistanum er horft til árangurs liðanna síðustu fimm leiktíðir. Karlalið KA hefur ekki spilað í Evrópukeppni í tæpa tvo áratugi og á næsta ári strikast út stig úr síðustu Evrópukeppni sem kvennalið Stjörnunnar tók þátt í. Fyrirkomulag sem hentar einokunarliðum Það gerir því íslenskum félagsliðum erfiðara fyrir að ná alþjóðlegum árangri, með tilheyrandi tug- og hundraða milljóna króna verðlaunafé, hve dugleg þau eru að skiptast á um að vinna titla hér á landi. Kvennalið Breiðabliks hafði með því að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrra, og frekari árangri, skapað sér mjög sterka stöðu á styrkleikalista og stendur til að mynda mun ofar en Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára, Valur. En það nýtist íslenskum liðum ekki nema að takmörkuðu leyti, í formi landsstiga (4,85 stig af 17,85 sem Breiðablik var með á síðasta lista). Að sama skapi hefðu KR og FH getað fengið auðveldari andstæðinga en KA í Evrópuleikjum næsta sumar. Eins gaman og fólki kann að finnast það vera hve mismunandi það er hvaða lið vinna titla eða ná öðrum árangri á Íslandi, þá gerir það íslenskum fótbolta erfiðara fyrir að ryðja sér til rúms á alþjóðlegum vettvangi. Vaduz frá Liechtenstein, sem alltaf kemst í Evrópukeppni sem bikarmeistari síns lands þrátt fyrir að engin deild sé í smáríkinu, er þannig ofar en öll íslensku karlaliðin, þrátt fyrir að hafa ekki náð neitt frábærum árangri, og það hjálpaði liðinu að komast alla leið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í sumar.
Besta deild kvenna Besta deild karla Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira