Afbrotafræðingar efast um ágæti aukinna valdheimilda Árni Sæberg skrifar 2. október 2022 13:40 Margrét Valdimarsdóttir og Helgi Gunnlaugsson eru afbrotafræðingar. Bylgjan Afbrotafræðingar gera alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar auknar valdheimildir lögreglu. Hvort sem þær birtast í aukinni vopnvæðingu eða auknum rannsóknarheimildum. Afbrotafræðingarnir Margrét Valdimarsdóttir og Helgi Gunnlaugsson ræddu fyrirhugða lagasetningu um aukna valdheimildir Lögreglu í þjóðslífsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þau voru sammála um það að nú væri ekki rétti tíminn til þess að ráðast í breytingar á lögum um vopnaeign lögreglu og rannsóknarheimilda hennar. Helgi segir að mikilvægt sé að við hreyfum okkur hægt í því. „Sérstaklega líka ekki að fara að grípa til einhverra aðgerða út af einhverjum aðstæðum sem allt í einu koma upp, gera einhverja stóra breytingu eins og við höfum séð undanfarið sögulega séð, að menn grípa til stórra aðgerða í kjölfar einhverra mikilla aðburða,“ segir hann. Helgi nefnir til dæmis skotvopnavæðingu lögreglunnar í Danmörku. „Það var vegna þess að það voru lögreglumenn skotnir við skyldustörf. Bara næstu vikuna á eftir voru allir vopnaðir,“ segir hann. Gluggi opnast Margrét segist þó skilja stjórnmálamenn sem grípa tækifærið þegar atburðir á borð við rannsókn lögreglu á meintri skipulagningu hryðjuverka verða. „Maður skilur fólk í pólitík, að opnast gluggi til að fara í eitthvert samtal við samfélagið, um eitthvað sem þú vilt koma á framfæri. Svona „window of opportunity“ En ég held að það sé samt eins og Helgi er að benda á, það er samt sem áður ekki rétti tíminn að gera þetta í einhverju panikástandi,“ segir hún. Vilja frekar veita frekari heimildir fyrir eftirliti með lögreglu Þau Helgi og Margrét eru sammála um að mikilvægt sé að efla eftirlit með lögreglu áður en valdheimildir hennar eru auknar. „Nefnd um eftirlit með störfum lögreglunnar er ekki, eins og staðan er í dag, sú nefnd sem þarf að vera til staðar til að fylgjast með og hafa eftirlit með auknum rannsóknarheimildunum. Það þyrfti annaðhvort að byggja upp nýja nefnd eða þá að byggja ofan á þessa sem er núna og gefa henni auknar rannsóknarheimildir og heimildir til að gefa út ákæru,“ segir Margrét. Viðtal við þau Margréti og Helga má heyra í heild sinni hér að neðan: Lögreglan Sprengisandur Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Segir dómsmálaráðherra nýta sér ótta almennings Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir fyrirhugaða lagasetningu dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir harðlega. Hann segir tímasetningu frumvarpsins ekki vera tilviljun. 1. október 2022 11:26 „Viljum við búa í þannig samfélagi?“ Stjórnarformaður Snarrótarinnar segir að rafbyssuvæðing kunni að auka öryggi lögreglunnar, en ekki almennings. Ekki sé hægt að snúa til baka af þeirri braut ef lögregla vígbýst. Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir tímasetningu áforma dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir. 1. október 2022 23:01 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Afbrotafræðingarnir Margrét Valdimarsdóttir og Helgi Gunnlaugsson ræddu fyrirhugða lagasetningu um aukna valdheimildir Lögreglu í þjóðslífsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þau voru sammála um það að nú væri ekki rétti tíminn til þess að ráðast í breytingar á lögum um vopnaeign lögreglu og rannsóknarheimilda hennar. Helgi segir að mikilvægt sé að við hreyfum okkur hægt í því. „Sérstaklega líka ekki að fara að grípa til einhverra aðgerða út af einhverjum aðstæðum sem allt í einu koma upp, gera einhverja stóra breytingu eins og við höfum séð undanfarið sögulega séð, að menn grípa til stórra aðgerða í kjölfar einhverra mikilla aðburða,“ segir hann. Helgi nefnir til dæmis skotvopnavæðingu lögreglunnar í Danmörku. „Það var vegna þess að það voru lögreglumenn skotnir við skyldustörf. Bara næstu vikuna á eftir voru allir vopnaðir,“ segir hann. Gluggi opnast Margrét segist þó skilja stjórnmálamenn sem grípa tækifærið þegar atburðir á borð við rannsókn lögreglu á meintri skipulagningu hryðjuverka verða. „Maður skilur fólk í pólitík, að opnast gluggi til að fara í eitthvert samtal við samfélagið, um eitthvað sem þú vilt koma á framfæri. Svona „window of opportunity“ En ég held að það sé samt eins og Helgi er að benda á, það er samt sem áður ekki rétti tíminn að gera þetta í einhverju panikástandi,“ segir hún. Vilja frekar veita frekari heimildir fyrir eftirliti með lögreglu Þau Helgi og Margrét eru sammála um að mikilvægt sé að efla eftirlit með lögreglu áður en valdheimildir hennar eru auknar. „Nefnd um eftirlit með störfum lögreglunnar er ekki, eins og staðan er í dag, sú nefnd sem þarf að vera til staðar til að fylgjast með og hafa eftirlit með auknum rannsóknarheimildunum. Það þyrfti annaðhvort að byggja upp nýja nefnd eða þá að byggja ofan á þessa sem er núna og gefa henni auknar rannsóknarheimildir og heimildir til að gefa út ákæru,“ segir Margrét. Viðtal við þau Margréti og Helga má heyra í heild sinni hér að neðan:
Lögreglan Sprengisandur Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Segir dómsmálaráðherra nýta sér ótta almennings Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir fyrirhugaða lagasetningu dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir harðlega. Hann segir tímasetningu frumvarpsins ekki vera tilviljun. 1. október 2022 11:26 „Viljum við búa í þannig samfélagi?“ Stjórnarformaður Snarrótarinnar segir að rafbyssuvæðing kunni að auka öryggi lögreglunnar, en ekki almennings. Ekki sé hægt að snúa til baka af þeirri braut ef lögregla vígbýst. Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir tímasetningu áforma dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir. 1. október 2022 23:01 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Segir dómsmálaráðherra nýta sér ótta almennings Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir fyrirhugaða lagasetningu dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir harðlega. Hann segir tímasetningu frumvarpsins ekki vera tilviljun. 1. október 2022 11:26
„Viljum við búa í þannig samfélagi?“ Stjórnarformaður Snarrótarinnar segir að rafbyssuvæðing kunni að auka öryggi lögreglunnar, en ekki almennings. Ekki sé hægt að snúa til baka af þeirri braut ef lögregla vígbýst. Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir tímasetningu áforma dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir. 1. október 2022 23:01