Leggst illa í handboltafólk að taka út harpixið: „Það bara er ekki handbolti“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. október 2022 13:01 Stelpurnar í U18 ára landsliði Íslands prufukeyrðu harpixlausa boltann á HM í sumar og voru ekki hrifnar. Harpix hefur verið nauðsynjabúnaður handboltafólks í áranna raðir, klístrið sem vekur oft upp spurningar þeirra sem þekkja minna til íþróttarinnar. En síðustu ár hefur það verið í umræðunni að hætta notkun harpix og var það meðal annars prófað á HM kvenna undir 18 ára í sumar. Handboltafólk hefur notað harpix svo lengi sem elstu menn muna. Klístrið er notað til að ná betra gripi á boltanum og er handboltafólk almennt hlynnt notkun þess og getur varla hugsað sér að spila handbolta án klístursins. Það virðist þó vera í þróun að útrýma harpixinu, handboltafólki til ama. Forseti Alþjóða handknattleikssambandsins (IHF), Hassan Moustafa, hefur unnið að því að gera íþróttina harpixlausa. Boltar sem eru sérstaklega hannaðir til þess að þurfa ekki að nota harpix eru nú þegar komnir í umferð. Svava Kristín Grétarsdóttir kíkti á æfingu hjá unglingalandsliði Íslands þar sem stelpurnar sem hafa prófað harpixlausa boltann gátu svarað nokkrum spurningum um hvort lífið án klístursins væri framtíðin í handboltanum. Flestar voru þær sammála því að harpixlausi boltinn væri ekki málið. „Lélegt,“ „ömurlegt,“ „hrikalegt“ og „pirrandi“ voru algengustu orðin þegar stelpurnar voru spurðar út í það fyrsta sem þær hugsuðu um þegar harpixlausi boltinn var nefndur. Þær voru sammála því að handbolti án klístursins væri í raun ekki handbolti og að án þess væru skot og sendingar mun verri. Þrátt fyrir gott gengi stelpnanna á HM í sumar voru þær vissar um að þeim hefði gengið enn betur ef harpixið hefði verið í notkun. Þrátt fyrir þessi ummæli stelpnanna um harpixlausa boltann virtist Svava þó vera hrifin af honum. „Stelpurnar eru ekki hrifnar af harpixlausum bolta, en ég elska þetta. Spurning hvort maður taki skóna af hillunni, hver veit?“ grínaðist Svava í lok innslagsins, en það má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hætta notkun harpix Handbolti Tengdar fréttir Klísturslausi boltinn hans Hassans hefur vanist vel eftir brösuga byrjun Klísturslausi boltinn, sem notast er við á HM kvenna átján ára og yngri, hefur vanist ágætlega. Þetta segir annar þjálfara íslenska liðsins sem hefur spilað sérlega vel á mótinu. 5. ágúst 2022 09:00 Klísturslausi boltinn hans Hassans notaður í fyrsta sinn á HM U-18 ára Eitt af helstu baráttumálum hins umdeilda forseta Alþjóða handknattleikssambandsins, Hassans Moustafa, er að hætt verði að nota harpix. Á HM U-18 ára kvenna í sumar verður í fyrsta sinn keppt með klísturslausan bolta. 21. mars 2022 10:01 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Sjá meira
Handboltafólk hefur notað harpix svo lengi sem elstu menn muna. Klístrið er notað til að ná betra gripi á boltanum og er handboltafólk almennt hlynnt notkun þess og getur varla hugsað sér að spila handbolta án klístursins. Það virðist þó vera í þróun að útrýma harpixinu, handboltafólki til ama. Forseti Alþjóða handknattleikssambandsins (IHF), Hassan Moustafa, hefur unnið að því að gera íþróttina harpixlausa. Boltar sem eru sérstaklega hannaðir til þess að þurfa ekki að nota harpix eru nú þegar komnir í umferð. Svava Kristín Grétarsdóttir kíkti á æfingu hjá unglingalandsliði Íslands þar sem stelpurnar sem hafa prófað harpixlausa boltann gátu svarað nokkrum spurningum um hvort lífið án klístursins væri framtíðin í handboltanum. Flestar voru þær sammála því að harpixlausi boltinn væri ekki málið. „Lélegt,“ „ömurlegt,“ „hrikalegt“ og „pirrandi“ voru algengustu orðin þegar stelpurnar voru spurðar út í það fyrsta sem þær hugsuðu um þegar harpixlausi boltinn var nefndur. Þær voru sammála því að handbolti án klístursins væri í raun ekki handbolti og að án þess væru skot og sendingar mun verri. Þrátt fyrir gott gengi stelpnanna á HM í sumar voru þær vissar um að þeim hefði gengið enn betur ef harpixið hefði verið í notkun. Þrátt fyrir þessi ummæli stelpnanna um harpixlausa boltann virtist Svava þó vera hrifin af honum. „Stelpurnar eru ekki hrifnar af harpixlausum bolta, en ég elska þetta. Spurning hvort maður taki skóna af hillunni, hver veit?“ grínaðist Svava í lok innslagsins, en það má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hætta notkun harpix
Handbolti Tengdar fréttir Klísturslausi boltinn hans Hassans hefur vanist vel eftir brösuga byrjun Klísturslausi boltinn, sem notast er við á HM kvenna átján ára og yngri, hefur vanist ágætlega. Þetta segir annar þjálfara íslenska liðsins sem hefur spilað sérlega vel á mótinu. 5. ágúst 2022 09:00 Klísturslausi boltinn hans Hassans notaður í fyrsta sinn á HM U-18 ára Eitt af helstu baráttumálum hins umdeilda forseta Alþjóða handknattleikssambandsins, Hassans Moustafa, er að hætt verði að nota harpix. Á HM U-18 ára kvenna í sumar verður í fyrsta sinn keppt með klísturslausan bolta. 21. mars 2022 10:01 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Sjá meira
Klísturslausi boltinn hans Hassans hefur vanist vel eftir brösuga byrjun Klísturslausi boltinn, sem notast er við á HM kvenna átján ára og yngri, hefur vanist ágætlega. Þetta segir annar þjálfara íslenska liðsins sem hefur spilað sérlega vel á mótinu. 5. ágúst 2022 09:00
Klísturslausi boltinn hans Hassans notaður í fyrsta sinn á HM U-18 ára Eitt af helstu baráttumálum hins umdeilda forseta Alþjóða handknattleikssambandsins, Hassans Moustafa, er að hætt verði að nota harpix. Á HM U-18 ára kvenna í sumar verður í fyrsta sinn keppt með klísturslausan bolta. 21. mars 2022 10:01