Segir trúverðugleika Rússa minnkandi sem gæti aukið hömluleysið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 1. október 2022 20:43 Friðrik Jónsson er sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum. Hann segir áróðursstríð Rússa vera orðið hið vandræðalegasta. Stöð 2/Arnar Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir sigur Úkraínumanna í Lyman í dag mikið áfall og bakslag í áróðursstríði Rússa. Áhyggjuefni sé að leið Rússa úr slíkum ógöngum sé að stigmagna aðgerðir og verða hömulausari. Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, ræddi vendingar dagsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir sigur Úkraínumanna yfir Lyman, mikilvægum bæ í einu héraðinu sem innlimað var í Rússland með formlegri athöfn í gær, vera fyrst og fremst vandræðalegan fyrir Rússa. „Í fyrsta lagi er þetta mikið áfall og í öðru lagi, frá sjónarhóli áróðursstríði Rússa, þá er þetta mikið bakslag. Þetta er beint í kjölfarið á þessari dans- og sönghátíð í gær þar sem Pútín lýsti yfir yfirtöku á þessum fylkjum í Úkraínu þannig að þetta er vandræðalegt. Þetta sýnir að heraflanum er illa stýrt og það hefur áhrif á Pútín sjálfan sem er meira farinn að skipta sér af stjórn stríðsins.“ Rússneskir leiðtogar skammast hver í öðrum Friðrik segir herkvaðningu í Rússlandi ekki bæta stöðuna, þvert á móti flækja málin þar sem Rússar virðist ekki ráða við þá aðgerð. „Fréttir berast af því að fólk sem kallað er til í þessari herkvaðningu fái ekki búnað, vopn, búninga eða þjálfun. Það er verið að skófla því á frontinn. Þetta er allt hið pínlegasta.“ Staðan sé veikleikamerki fyrir Rússa og það sjáist best á skömmunum sem fara á milli rússneskra leiðtoga. „Kadyrov, leiðtogi Tjetjena er mjög stóryrtur á Telegram í dag og hreinlega kallar eftir því að leiðtogi hersins á svæðinu verði rekinn og að Asimov, yfirherforingi rússneska hersins, verði látinn víkja líka – og kallar eftir notkun á „taktískum“ kjarnavopnum.“ Næstu skref Rússa áhyggjuefni Staðan sé því öll sú vandræðalegasta fyrir Rússa en erfitt sé að sjá hvernig þeir ætli að snúa henni við. „Leið Rússa úr svona ógöngum er að stigmagna og verða hömlulausari í sínum aðgerðum. Það er það sem veldur manni áhyggjum.“ Friðrik segir sýningu Rússa í gær á innlimun fjögurra héraða Úkraínu fyrst og fremst vera innanlandspólitík og í mesta lagi styrkja ímynd stjórnarinnar hjá almenningi. „En þegar það kemur svona niðurlæging á vígvellinum beint í framhaldi þá er erfitt að sjá hvernig trúverðugleikinn á að halda, meira að segja innanlands.“ Ukrainian soldiers throw down Russian flags from the roof of Lyman s town council building. Looks like the DNR one didn t fare too well either pic.twitter.com/y10kNUMgri— Jack Losh (@jacklosh) October 1, 2022 Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira
Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, ræddi vendingar dagsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir sigur Úkraínumanna yfir Lyman, mikilvægum bæ í einu héraðinu sem innlimað var í Rússland með formlegri athöfn í gær, vera fyrst og fremst vandræðalegan fyrir Rússa. „Í fyrsta lagi er þetta mikið áfall og í öðru lagi, frá sjónarhóli áróðursstríði Rússa, þá er þetta mikið bakslag. Þetta er beint í kjölfarið á þessari dans- og sönghátíð í gær þar sem Pútín lýsti yfir yfirtöku á þessum fylkjum í Úkraínu þannig að þetta er vandræðalegt. Þetta sýnir að heraflanum er illa stýrt og það hefur áhrif á Pútín sjálfan sem er meira farinn að skipta sér af stjórn stríðsins.“ Rússneskir leiðtogar skammast hver í öðrum Friðrik segir herkvaðningu í Rússlandi ekki bæta stöðuna, þvert á móti flækja málin þar sem Rússar virðist ekki ráða við þá aðgerð. „Fréttir berast af því að fólk sem kallað er til í þessari herkvaðningu fái ekki búnað, vopn, búninga eða þjálfun. Það er verið að skófla því á frontinn. Þetta er allt hið pínlegasta.“ Staðan sé veikleikamerki fyrir Rússa og það sjáist best á skömmunum sem fara á milli rússneskra leiðtoga. „Kadyrov, leiðtogi Tjetjena er mjög stóryrtur á Telegram í dag og hreinlega kallar eftir því að leiðtogi hersins á svæðinu verði rekinn og að Asimov, yfirherforingi rússneska hersins, verði látinn víkja líka – og kallar eftir notkun á „taktískum“ kjarnavopnum.“ Næstu skref Rússa áhyggjuefni Staðan sé því öll sú vandræðalegasta fyrir Rússa en erfitt sé að sjá hvernig þeir ætli að snúa henni við. „Leið Rússa úr svona ógöngum er að stigmagna og verða hömlulausari í sínum aðgerðum. Það er það sem veldur manni áhyggjum.“ Friðrik segir sýningu Rússa í gær á innlimun fjögurra héraða Úkraínu fyrst og fremst vera innanlandspólitík og í mesta lagi styrkja ímynd stjórnarinnar hjá almenningi. „En þegar það kemur svona niðurlæging á vígvellinum beint í framhaldi þá er erfitt að sjá hvernig trúverðugleikinn á að halda, meira að segja innanlands.“ Ukrainian soldiers throw down Russian flags from the roof of Lyman s town council building. Looks like the DNR one didn t fare too well either pic.twitter.com/y10kNUMgri— Jack Losh (@jacklosh) October 1, 2022
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira