Segir trúverðugleika Rússa minnkandi sem gæti aukið hömluleysið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 1. október 2022 20:43 Friðrik Jónsson er sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum. Hann segir áróðursstríð Rússa vera orðið hið vandræðalegasta. Stöð 2/Arnar Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir sigur Úkraínumanna í Lyman í dag mikið áfall og bakslag í áróðursstríði Rússa. Áhyggjuefni sé að leið Rússa úr slíkum ógöngum sé að stigmagna aðgerðir og verða hömulausari. Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, ræddi vendingar dagsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir sigur Úkraínumanna yfir Lyman, mikilvægum bæ í einu héraðinu sem innlimað var í Rússland með formlegri athöfn í gær, vera fyrst og fremst vandræðalegan fyrir Rússa. „Í fyrsta lagi er þetta mikið áfall og í öðru lagi, frá sjónarhóli áróðursstríði Rússa, þá er þetta mikið bakslag. Þetta er beint í kjölfarið á þessari dans- og sönghátíð í gær þar sem Pútín lýsti yfir yfirtöku á þessum fylkjum í Úkraínu þannig að þetta er vandræðalegt. Þetta sýnir að heraflanum er illa stýrt og það hefur áhrif á Pútín sjálfan sem er meira farinn að skipta sér af stjórn stríðsins.“ Rússneskir leiðtogar skammast hver í öðrum Friðrik segir herkvaðningu í Rússlandi ekki bæta stöðuna, þvert á móti flækja málin þar sem Rússar virðist ekki ráða við þá aðgerð. „Fréttir berast af því að fólk sem kallað er til í þessari herkvaðningu fái ekki búnað, vopn, búninga eða þjálfun. Það er verið að skófla því á frontinn. Þetta er allt hið pínlegasta.“ Staðan sé veikleikamerki fyrir Rússa og það sjáist best á skömmunum sem fara á milli rússneskra leiðtoga. „Kadyrov, leiðtogi Tjetjena er mjög stóryrtur á Telegram í dag og hreinlega kallar eftir því að leiðtogi hersins á svæðinu verði rekinn og að Asimov, yfirherforingi rússneska hersins, verði látinn víkja líka – og kallar eftir notkun á „taktískum“ kjarnavopnum.“ Næstu skref Rússa áhyggjuefni Staðan sé því öll sú vandræðalegasta fyrir Rússa en erfitt sé að sjá hvernig þeir ætli að snúa henni við. „Leið Rússa úr svona ógöngum er að stigmagna og verða hömlulausari í sínum aðgerðum. Það er það sem veldur manni áhyggjum.“ Friðrik segir sýningu Rússa í gær á innlimun fjögurra héraða Úkraínu fyrst og fremst vera innanlandspólitík og í mesta lagi styrkja ímynd stjórnarinnar hjá almenningi. „En þegar það kemur svona niðurlæging á vígvellinum beint í framhaldi þá er erfitt að sjá hvernig trúverðugleikinn á að halda, meira að segja innanlands.“ Ukrainian soldiers throw down Russian flags from the roof of Lyman s town council building. Looks like the DNR one didn t fare too well either pic.twitter.com/y10kNUMgri— Jack Losh (@jacklosh) October 1, 2022 Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, ræddi vendingar dagsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir sigur Úkraínumanna yfir Lyman, mikilvægum bæ í einu héraðinu sem innlimað var í Rússland með formlegri athöfn í gær, vera fyrst og fremst vandræðalegan fyrir Rússa. „Í fyrsta lagi er þetta mikið áfall og í öðru lagi, frá sjónarhóli áróðursstríði Rússa, þá er þetta mikið bakslag. Þetta er beint í kjölfarið á þessari dans- og sönghátíð í gær þar sem Pútín lýsti yfir yfirtöku á þessum fylkjum í Úkraínu þannig að þetta er vandræðalegt. Þetta sýnir að heraflanum er illa stýrt og það hefur áhrif á Pútín sjálfan sem er meira farinn að skipta sér af stjórn stríðsins.“ Rússneskir leiðtogar skammast hver í öðrum Friðrik segir herkvaðningu í Rússlandi ekki bæta stöðuna, þvert á móti flækja málin þar sem Rússar virðist ekki ráða við þá aðgerð. „Fréttir berast af því að fólk sem kallað er til í þessari herkvaðningu fái ekki búnað, vopn, búninga eða þjálfun. Það er verið að skófla því á frontinn. Þetta er allt hið pínlegasta.“ Staðan sé veikleikamerki fyrir Rússa og það sjáist best á skömmunum sem fara á milli rússneskra leiðtoga. „Kadyrov, leiðtogi Tjetjena er mjög stóryrtur á Telegram í dag og hreinlega kallar eftir því að leiðtogi hersins á svæðinu verði rekinn og að Asimov, yfirherforingi rússneska hersins, verði látinn víkja líka – og kallar eftir notkun á „taktískum“ kjarnavopnum.“ Næstu skref Rússa áhyggjuefni Staðan sé því öll sú vandræðalegasta fyrir Rússa en erfitt sé að sjá hvernig þeir ætli að snúa henni við. „Leið Rússa úr svona ógöngum er að stigmagna og verða hömlulausari í sínum aðgerðum. Það er það sem veldur manni áhyggjum.“ Friðrik segir sýningu Rússa í gær á innlimun fjögurra héraða Úkraínu fyrst og fremst vera innanlandspólitík og í mesta lagi styrkja ímynd stjórnarinnar hjá almenningi. „En þegar það kemur svona niðurlæging á vígvellinum beint í framhaldi þá er erfitt að sjá hvernig trúverðugleikinn á að halda, meira að segja innanlands.“ Ukrainian soldiers throw down Russian flags from the roof of Lyman s town council building. Looks like the DNR one didn t fare too well either pic.twitter.com/y10kNUMgri— Jack Losh (@jacklosh) October 1, 2022
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira