Kadyrov kallar eftir herlögum og notkun kjarnorkuvopna Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2022 15:23 Ramzan Kadyrov, einræðisherra Téténíu, segir Rússa þurfa að beita öllum sínum vopnum til að stöðva Úkraínumenn í austurhluta Úkraínu. Getty/Mikhail Svetlov Ramsan Kadyrov, einræðisherra Téténíu, birti í dag langan pistil þar sem hann gagnrýnir leiðtoga rússneska hersins harðlega vegna undanhaldsins frá Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Meðal annars kallar hann eftir því að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, setji á herlög á landamærasvæði Rússlands við Úkraínu og beiti kjarnorkuvopnum gegn Úkraínumönnum. Kadyrov gagnrýnir herforingjann Alexander Lapin, sem hann segir að hafi leitt varnir Rússa við Lyman. Kadyrov segist hafa gert forsvarsmönnum hersins ljóst að aðstæður við Lyman hafi ekki verið góðar fyrir tveimur vikum og að hermennirnir á víglínunum við bæinn hafi ekki fengið nægan stuðning en áhyggjur hans hafi verið virtar að vettugi. Lapin hafi í kjölfarið fært höfuðstöðvar sínar í um 150 kílómetra fjarlægð frá bænum og spyr Kadyrov hvernig herforinginn hafi ætlast til þess að geta leitt hermenn sína úr slíkri fjarlægð. Kadyrov segir skömmustulegt að yfirmenn hersins verji Lapin. Einræðisherrann segir að réttast væri að gera Lapin að óbreyttum hermanni og senda á víglínurnar í Úkraínu, svo hann geti goldið fyrir syndir sínar með blóði. Þá sagðist Kadyrov ekki vera meðvitaður um hvaða upplýsingar Pútín fengi frá Varnarmálaráðuneyti Rússlands en hans skoðun væri sú að grípa þyrfti til harðra aðgerða. Setja þyrfti á herlög við landamæri Úkraínu og nota smáar kjarnorkusprengjur gegn Úkraínumönnum. Annars sé erfitt að segja til um hvað muni gerast í framhaldinu. Max Seddon, blaðamaður Financial Times í Rússlandi, segir Kadyrov fyrsta rússneska ráðamanninn til að kalla með beinum hætti eftir notkun kjarnorkuvopna. Lots of Russian officials have bragged about Russia's nuclear capabilities in the last few months. But this is the first time any of them have called on Putin to actually use them. A lot of talk about this in elite circles in Moscow in recent weeks. This is a dangerous moment.— max seddon (@maxseddon) October 1, 2022 Varnarmálaráðuneyti Rússlands staðfesti í dag að rússneskir hermenn hefðu hörfað frá Lyman. Í nýjustu stöðuuppfærslu ráðuneytisins segir að Rússar hafi hörfað vegna hættu á því að þeir urðu umkringdir og að þeir hafi hörfað til að mynda hentugri varnarlínu. Úkraínumenn höfðu varið nokkrum dögum í að umkringja borgina en svo virðist sem Rússar hafi hörfað áður en það tókst að fullu. First footage of Ukrainian troops (National Police) inside Lyman city.#Russia #Ukraine pic.twitter.com/Nmg4WJ6qbl— BlueSauron (@Blue_Sauron) October 1, 2022 Fregnir hafa þó borist af því að Úkraínumönnum hafi tekist að valda miklu mannfalli í hersveitum Rússa og að þeir hafi handsamað fjölmarga rússneska hermenn. Þessar fregnir hafa ekki verið staðfestar en myndbönd sem hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum sýna að Úkraínumenn hafi ráðist á nokkrar bílalestir Rússa. Rétt í þessu hafa fregnir borist af miklum sprenginum og eldi á flugstöð á Krímskaga. Rússneskir ráðamenn segja eld hafa kviknað í flugvél. The claim by Russian-appointed Governor of Sevastopol is that a plane overshot runway. If it did, it seems then have run into an arms dump. pic.twitter.com/JR9aHGHpxJ— Oliver Carroll (@olliecarroll) October 1, 2022 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Lyman er í höndum Úkraínumanna Úkraínumenn hafa rekið Rússa á brott frá bænum Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Talsmaður úkraínska hersins sagði í morgun að allt að 5.500 rússneskir hermenn hefðu verið umkringdir þar en meirihluti þeirra virðist hafa flúið áður en borgin var umkringd. 1. október 2022 12:30 Putin segir Vesturlönd sækja að Rússum með skemmdarverkum og úrkynjun Úkraína hefur óskað eftir aðild að Atlantshafsbandalaginu með hraði eftir að Rússlandsforseti setti á svið innlimun fjögurra héraða í landinu með athöfn í Kreml í dag. Utanríkisráðherra segir ekkert mark takandi á svo kölluðum kosningum í þessum héruðum þar sem varla fannst maður á móti innlimuninni. 30. september 2022 19:21 Svíar á svæðinu sólarhring áður en meint skemmdarverk átti sér stað Fjórir lekar fundust á Nord stream 1 og 2 gasleiðslurnar í Eystrasalti á dögunum og telur Atlantshafsbandalagið að um skemmdarverk hafi verið að ræða. Norrænir jarðskjálftamælar urðu varir við tvær sprengingar á svæðinu. Sænski sjóherinn sinnti eftirliti á svæðinu þangað til sólarhring áður en meintu skemmdarverkin áttu sér stað. 30. september 2022 18:37 „Þetta sýnir ekki styrk. Þetta sýnir veikleika“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir ólöglega innlimun Rússlands á fjórum héruðum Úkraínu vera mikla stigmögnun í tengslum við innrás Rússa hingað til. Ákvörðun Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, hefði þó ekki áhrif á eðli átakanna eða stuðning NATO við Úkraínu. 30. september 2022 17:09 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Kadyrov gagnrýnir herforingjann Alexander Lapin, sem hann segir að hafi leitt varnir Rússa við Lyman. Kadyrov segist hafa gert forsvarsmönnum hersins ljóst að aðstæður við Lyman hafi ekki verið góðar fyrir tveimur vikum og að hermennirnir á víglínunum við bæinn hafi ekki fengið nægan stuðning en áhyggjur hans hafi verið virtar að vettugi. Lapin hafi í kjölfarið fært höfuðstöðvar sínar í um 150 kílómetra fjarlægð frá bænum og spyr Kadyrov hvernig herforinginn hafi ætlast til þess að geta leitt hermenn sína úr slíkri fjarlægð. Kadyrov segir skömmustulegt að yfirmenn hersins verji Lapin. Einræðisherrann segir að réttast væri að gera Lapin að óbreyttum hermanni og senda á víglínurnar í Úkraínu, svo hann geti goldið fyrir syndir sínar með blóði. Þá sagðist Kadyrov ekki vera meðvitaður um hvaða upplýsingar Pútín fengi frá Varnarmálaráðuneyti Rússlands en hans skoðun væri sú að grípa þyrfti til harðra aðgerða. Setja þyrfti á herlög við landamæri Úkraínu og nota smáar kjarnorkusprengjur gegn Úkraínumönnum. Annars sé erfitt að segja til um hvað muni gerast í framhaldinu. Max Seddon, blaðamaður Financial Times í Rússlandi, segir Kadyrov fyrsta rússneska ráðamanninn til að kalla með beinum hætti eftir notkun kjarnorkuvopna. Lots of Russian officials have bragged about Russia's nuclear capabilities in the last few months. But this is the first time any of them have called on Putin to actually use them. A lot of talk about this in elite circles in Moscow in recent weeks. This is a dangerous moment.— max seddon (@maxseddon) October 1, 2022 Varnarmálaráðuneyti Rússlands staðfesti í dag að rússneskir hermenn hefðu hörfað frá Lyman. Í nýjustu stöðuuppfærslu ráðuneytisins segir að Rússar hafi hörfað vegna hættu á því að þeir urðu umkringdir og að þeir hafi hörfað til að mynda hentugri varnarlínu. Úkraínumenn höfðu varið nokkrum dögum í að umkringja borgina en svo virðist sem Rússar hafi hörfað áður en það tókst að fullu. First footage of Ukrainian troops (National Police) inside Lyman city.#Russia #Ukraine pic.twitter.com/Nmg4WJ6qbl— BlueSauron (@Blue_Sauron) October 1, 2022 Fregnir hafa þó borist af því að Úkraínumönnum hafi tekist að valda miklu mannfalli í hersveitum Rússa og að þeir hafi handsamað fjölmarga rússneska hermenn. Þessar fregnir hafa ekki verið staðfestar en myndbönd sem hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum sýna að Úkraínumenn hafi ráðist á nokkrar bílalestir Rússa. Rétt í þessu hafa fregnir borist af miklum sprenginum og eldi á flugstöð á Krímskaga. Rússneskir ráðamenn segja eld hafa kviknað í flugvél. The claim by Russian-appointed Governor of Sevastopol is that a plane overshot runway. If it did, it seems then have run into an arms dump. pic.twitter.com/JR9aHGHpxJ— Oliver Carroll (@olliecarroll) October 1, 2022
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Lyman er í höndum Úkraínumanna Úkraínumenn hafa rekið Rússa á brott frá bænum Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Talsmaður úkraínska hersins sagði í morgun að allt að 5.500 rússneskir hermenn hefðu verið umkringdir þar en meirihluti þeirra virðist hafa flúið áður en borgin var umkringd. 1. október 2022 12:30 Putin segir Vesturlönd sækja að Rússum með skemmdarverkum og úrkynjun Úkraína hefur óskað eftir aðild að Atlantshafsbandalaginu með hraði eftir að Rússlandsforseti setti á svið innlimun fjögurra héraða í landinu með athöfn í Kreml í dag. Utanríkisráðherra segir ekkert mark takandi á svo kölluðum kosningum í þessum héruðum þar sem varla fannst maður á móti innlimuninni. 30. september 2022 19:21 Svíar á svæðinu sólarhring áður en meint skemmdarverk átti sér stað Fjórir lekar fundust á Nord stream 1 og 2 gasleiðslurnar í Eystrasalti á dögunum og telur Atlantshafsbandalagið að um skemmdarverk hafi verið að ræða. Norrænir jarðskjálftamælar urðu varir við tvær sprengingar á svæðinu. Sænski sjóherinn sinnti eftirliti á svæðinu þangað til sólarhring áður en meintu skemmdarverkin áttu sér stað. 30. september 2022 18:37 „Þetta sýnir ekki styrk. Þetta sýnir veikleika“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir ólöglega innlimun Rússlands á fjórum héruðum Úkraínu vera mikla stigmögnun í tengslum við innrás Rússa hingað til. Ákvörðun Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, hefði þó ekki áhrif á eðli átakanna eða stuðning NATO við Úkraínu. 30. september 2022 17:09 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Lyman er í höndum Úkraínumanna Úkraínumenn hafa rekið Rússa á brott frá bænum Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Talsmaður úkraínska hersins sagði í morgun að allt að 5.500 rússneskir hermenn hefðu verið umkringdir þar en meirihluti þeirra virðist hafa flúið áður en borgin var umkringd. 1. október 2022 12:30
Putin segir Vesturlönd sækja að Rússum með skemmdarverkum og úrkynjun Úkraína hefur óskað eftir aðild að Atlantshafsbandalaginu með hraði eftir að Rússlandsforseti setti á svið innlimun fjögurra héraða í landinu með athöfn í Kreml í dag. Utanríkisráðherra segir ekkert mark takandi á svo kölluðum kosningum í þessum héruðum þar sem varla fannst maður á móti innlimuninni. 30. september 2022 19:21
Svíar á svæðinu sólarhring áður en meint skemmdarverk átti sér stað Fjórir lekar fundust á Nord stream 1 og 2 gasleiðslurnar í Eystrasalti á dögunum og telur Atlantshafsbandalagið að um skemmdarverk hafi verið að ræða. Norrænir jarðskjálftamælar urðu varir við tvær sprengingar á svæðinu. Sænski sjóherinn sinnti eftirliti á svæðinu þangað til sólarhring áður en meintu skemmdarverkin áttu sér stað. 30. september 2022 18:37
„Þetta sýnir ekki styrk. Þetta sýnir veikleika“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir ólöglega innlimun Rússlands á fjórum héruðum Úkraínu vera mikla stigmögnun í tengslum við innrás Rússa hingað til. Ákvörðun Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, hefði þó ekki áhrif á eðli átakanna eða stuðning NATO við Úkraínu. 30. september 2022 17:09