Kadyrov gagnrýnir herforingjann Alexander Lapin, sem hann segir að hafi leitt varnir Rússa við Lyman. Kadyrov segist hafa gert forsvarsmönnum hersins ljóst að aðstæður við Lyman hafi ekki verið góðar fyrir tveimur vikum og að hermennirnir á víglínunum við bæinn hafi ekki fengið nægan stuðning en áhyggjur hans hafi verið virtar að vettugi.
Lapin hafi í kjölfarið fært höfuðstöðvar sínar í um 150 kílómetra fjarlægð frá bænum og spyr Kadyrov hvernig herforinginn hafi ætlast til þess að geta leitt hermenn sína úr slíkri fjarlægð.
Kadyrov segir skömmustulegt að yfirmenn hersins verji Lapin. Einræðisherrann segir að réttast væri að gera Lapin að óbreyttum hermanni og senda á víglínurnar í Úkraínu, svo hann geti goldið fyrir syndir sínar með blóði.
Þá sagðist Kadyrov ekki vera meðvitaður um hvaða upplýsingar Pútín fengi frá Varnarmálaráðuneyti Rússlands en hans skoðun væri sú að grípa þyrfti til harðra aðgerða. Setja þyrfti á herlög við landamæri Úkraínu og nota smáar kjarnorkusprengjur gegn Úkraínumönnum.
Annars sé erfitt að segja til um hvað muni gerast í framhaldinu.
Max Seddon, blaðamaður Financial Times í Rússlandi, segir Kadyrov fyrsta rússneska ráðamanninn til að kalla með beinum hætti eftir notkun kjarnorkuvopna.
Lots of Russian officials have bragged about Russia's nuclear capabilities in the last few months. But this is the first time any of them have called on Putin to actually use them.
— max seddon (@maxseddon) October 1, 2022
A lot of talk about this in elite circles in Moscow in recent weeks. This is a dangerous moment.
Varnarmálaráðuneyti Rússlands staðfesti í dag að rússneskir hermenn hefðu hörfað frá Lyman. Í nýjustu stöðuuppfærslu ráðuneytisins segir að Rússar hafi hörfað vegna hættu á því að þeir urðu umkringdir og að þeir hafi hörfað til að mynda hentugri varnarlínu.
Úkraínumenn höfðu varið nokkrum dögum í að umkringja borgina en svo virðist sem Rússar hafi hörfað áður en það tókst að fullu.
First footage of Ukrainian troops (National Police) inside Lyman city.#Russia #Ukraine pic.twitter.com/Nmg4WJ6qbl
— BlueSauron (@Blue_Sauron) October 1, 2022
Fregnir hafa þó borist af því að Úkraínumönnum hafi tekist að valda miklu mannfalli í hersveitum Rússa og að þeir hafi handsamað fjölmarga rússneska hermenn. Þessar fregnir hafa ekki verið staðfestar en myndbönd sem hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum sýna að Úkraínumenn hafi ráðist á nokkrar bílalestir Rússa.
Rétt í þessu hafa fregnir borist af miklum sprenginum og eldi á flugstöð á Krímskaga. Rússneskir ráðamenn segja eld hafa kviknað í flugvél.
The claim by Russian-appointed Governor of Sevastopol is that a plane overshot runway. If it did, it seems then have run into an arms dump. pic.twitter.com/JR9aHGHpxJ
— Oliver Carroll (@olliecarroll) October 1, 2022