Mjög sérstakt að styrkja rafbílakaup eins mikið þegar margir hefðu keypt sér bílinn án stuðnings Snorri Másson skrifar 30. september 2022 22:32 Strætó fékk einn milljarð úr ríkissjóði í fyrra á meðan endurgreiðslur vegna rafbíla námu níu milljörðum króna - nokkuð sem sérfræðingur hjá Alþýðusambandi segir rosalegan mun. Mjög sérstakt sé að stjórnvöld dæli peningum í óskilvirkar loftslagsaðgerðir í stað þess að styðja betur við almenningssamgöngur. Róðurinn hefur verið þungur hjá Strætó að undanförnu. Fyrirtækið bráðvantar peninga og neyddist til að hækka fargjöld á dögunum. Komið hefur fram að Strætó þurfi 1,5 milljarð frá eigendum sínum, sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Í þessu umhverfi er það ekki beint svo að ríkið hlaupi undir bagga. Framlög þess til Strætó eru ekki mikil; í fyrra námu þau einum milljarði króna - sem hefur verið sagt blikna í samanburði við ívilnanir sem fara til rafbílakaupenda - það eru rúmir níu milljarðar króna samkvæmt ASÍ. „Þetta er rosalegur munur. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem er verið að hækka gjaldskrá Strætó. Eins hefur þjónustan verið skert. Og þetta er mjög sérstakt í ljósi þess að niðurgreiðsla rafbíla er talin frekar óskilvirk loftslagsaðgerð og óhagkvæm,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir sérfræðingur ASÍ í umhverfis- og neytendamálum í samtali við fréttastofu. Auður segir að einnig þurfi að líta til umferðarþungans í Reykjavík, sem almenningssamgöngur væru betur til þess fallnar að leysa. Ef litið sé til tekna af fargjöldum sé ljóst að það hefði kostað 1,8 milljarð að gera Strætó ókeypis árið 2021 - aðeins brot af því sem fór í rafbílana. Auður segir rafbílaívilnanirnar skýrt dæmi um verk ríkisstjórnar, sem hygli hinum efnameiri á kostnað fátækra. „Rannsóknir benda til þess að þetta sé ekki skilvirk leið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og að kaupendur rafbíla hefðu keypt sér rafbíl þótt ívilnana nyti ekki við. Þetta er bara í algerri andstöðu við þessi réttlátu umskipti sem er kveðið á um í ríkisstjórnarsáttmálanum að eigi að vera leiðarljósið í yfirstandandi breytingum,“ segir Auður. Strætó Samgöngur Vistvænir bílar Skattar og tollar Bílar Tengdar fréttir Einn milljarður í strætó en níu í vistvæna bíla Alþýðusamband Íslands hefur birt samantekt þar sem borinn er saman opinber stuðningur ríkisins við almenningssamgöngur og stuðningur þess við niðurgreiðslu vistvænna bíla. 30. september 2022 13:24 Segir að meðalverð á rafbílum geti hækkað um tæpar tvær milljónir Meðalverð á rafbílum gæti hækkað um tæpar tvær milljónir þegar þær ívilnanir sem hafa verið veittar vegna rafbílakaupa renna sitt skeið. 13. september 2022 07:11 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Róðurinn hefur verið þungur hjá Strætó að undanförnu. Fyrirtækið bráðvantar peninga og neyddist til að hækka fargjöld á dögunum. Komið hefur fram að Strætó þurfi 1,5 milljarð frá eigendum sínum, sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Í þessu umhverfi er það ekki beint svo að ríkið hlaupi undir bagga. Framlög þess til Strætó eru ekki mikil; í fyrra námu þau einum milljarði króna - sem hefur verið sagt blikna í samanburði við ívilnanir sem fara til rafbílakaupenda - það eru rúmir níu milljarðar króna samkvæmt ASÍ. „Þetta er rosalegur munur. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem er verið að hækka gjaldskrá Strætó. Eins hefur þjónustan verið skert. Og þetta er mjög sérstakt í ljósi þess að niðurgreiðsla rafbíla er talin frekar óskilvirk loftslagsaðgerð og óhagkvæm,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir sérfræðingur ASÍ í umhverfis- og neytendamálum í samtali við fréttastofu. Auður segir að einnig þurfi að líta til umferðarþungans í Reykjavík, sem almenningssamgöngur væru betur til þess fallnar að leysa. Ef litið sé til tekna af fargjöldum sé ljóst að það hefði kostað 1,8 milljarð að gera Strætó ókeypis árið 2021 - aðeins brot af því sem fór í rafbílana. Auður segir rafbílaívilnanirnar skýrt dæmi um verk ríkisstjórnar, sem hygli hinum efnameiri á kostnað fátækra. „Rannsóknir benda til þess að þetta sé ekki skilvirk leið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og að kaupendur rafbíla hefðu keypt sér rafbíl þótt ívilnana nyti ekki við. Þetta er bara í algerri andstöðu við þessi réttlátu umskipti sem er kveðið á um í ríkisstjórnarsáttmálanum að eigi að vera leiðarljósið í yfirstandandi breytingum,“ segir Auður.
Strætó Samgöngur Vistvænir bílar Skattar og tollar Bílar Tengdar fréttir Einn milljarður í strætó en níu í vistvæna bíla Alþýðusamband Íslands hefur birt samantekt þar sem borinn er saman opinber stuðningur ríkisins við almenningssamgöngur og stuðningur þess við niðurgreiðslu vistvænna bíla. 30. september 2022 13:24 Segir að meðalverð á rafbílum geti hækkað um tæpar tvær milljónir Meðalverð á rafbílum gæti hækkað um tæpar tvær milljónir þegar þær ívilnanir sem hafa verið veittar vegna rafbílakaupa renna sitt skeið. 13. september 2022 07:11 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Einn milljarður í strætó en níu í vistvæna bíla Alþýðusamband Íslands hefur birt samantekt þar sem borinn er saman opinber stuðningur ríkisins við almenningssamgöngur og stuðningur þess við niðurgreiðslu vistvænna bíla. 30. september 2022 13:24
Segir að meðalverð á rafbílum geti hækkað um tæpar tvær milljónir Meðalverð á rafbílum gæti hækkað um tæpar tvær milljónir þegar þær ívilnanir sem hafa verið veittar vegna rafbílakaupa renna sitt skeið. 13. september 2022 07:11