Innlent

Mjög mikið álag og fólk beðið um að leita annað ef hægt er

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Fólk sem leitar á bráðamóttöku vegna vægari slysa eða veikinda gæti þurft að bíða lengi. 
Fólk sem leitar á bráðamóttöku vegna vægari slysa eða veikinda gæti þurft að bíða lengi.  Vísir/Vilhelm

Mjög mikið álag er á Landspítalanum um þessar mundir, sérstaklega á bráðamóttökunni Fossvogi. Þeir sem geta eru beðnir um að leita annað. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landspítala en vegna álags gæti reynst nauðsynlegt að forgangsraða eftir bráðleika og vísa fólki á önnur úrræði. 

Þeir sem leiti á bráðamóttöku vegna vægari slysa eða veikinda geti átt von á langri bið og ætti því að leita annað. 

Landspítali bendir á önnur úrræði eins og heilsugæslustöðvarnar, sem eru fimmtán talsins og til viðbótar eru fjórar einkareknar, kvöld- og helgarvakt lækna hjá Læknavaktinni í Austurveri, og símatíma hjúkrunarfræðinga, 1770 og 1700. 


Tengdar fréttir

Áfram gríðarlegt álag á heilsugæslunni þó sumrinu sé að ljúka

Gríðarlegt álag er á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins um þessar mundir. Mönnun er að komast í eðlilegt horf eftir sumarið en nú tekur við uppsöfnuð þörf eftir síðustu tvö ár. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir nokkra bið eftir tímum og býst við að róðurinn verði áfram þungur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×