Tix fær nýtt nafn og nýjan framkvæmdastjóra Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. september 2022 08:40 Hrefna Sif tekur við af Sindra Má sem framkvæmdastjóri en samhliða þeim breytingum hefur Norðmaðurinn Kjell Arne Orseth verið ráðinn en hann hefur mikla reynslu frá alþjóðlega miðasölurisanum Ticketmaster. Hrefna Sif Jónsdóttir hefur verið ráðin sem nýr framkvæmdastjóri miðasölufyrirtækisins Tix en samhliða því fær fyrirtækið nýjan stjórnarformann sem kemur úr röðum Ticketmaster og nýtt nafn, Tixly. Hér á landi verður upprunalega nafnið þó áfram notað. Að því er kemur fram í tilkynningu um málið er um að ræða langstærsta miðasölufyrirtækið hér á landi en það annast sömuleiðis miðasölu fyrir menningarhús erlendis. Fyrirtækið mun nú heita Tixly á heimsvísu en þar sem Tix nafnið er vel þekkt af flestum Íslendingum mun gamla nafnið vera notað hér á landi. Hrefna Sif Jónsdóttir er nýr framkvæmdastjóri „Við vildum finna nafn sem skæri sig algjörlega frá hinum á markaðnum og passaði um leið vel við okkar stefnu. Við erum þekkt fyrir að leysa daglegar áskoranir okkar viðskiptavina með skilvirkum og einföldum hætti. Við ætlum okkur að ná enn frekari árangri á þeim mörkuðum sem við störfum á. Okkar markmið er skýrt: að veita bestu mögulegu þjónustu til menningar- og viðburðarhúsa í Evrópu og Norður-Ameríku,“ segir Hrefna. Hrefna Sif gegndi áður starfi rekstrarstjóra fyrirtækisins frá árinu 2017 en hún tekur við starfi framkvæmdastjóra af Sindra Má Finnbogasyni, stofnanda fyrirtækisins. Sindri verður nú þróunarstjóri fyrirtækisins og mun einbeita sér alfarið að framþróun miðasölukerfisins. „Það er mikill fengur að fá Hrefnu til að stýra Tixly, hún hefur mikla þekkingu á starfsemi félagsins og hefur tekið þátt í hraðri sókn þess á alþjóðlegum vettvangi. Ég tel að hún sé rétta manneskjan til leiða félagið áfram á þeirri braut sem það er á og hjálpa okkur að ná enn meiri árangri í samstarfi við okkar samheldna hóp starfsfólks,“ segir Sindri. Norðmaðurinn Kjell Arne Orseth mun þá taka við hlutverki stjórnarformanns fyrirtækisins. Hinn norski Kjell Arne Orseth mun þá taka við hlutverki stjórnarformanns fyrirtækisins frá og með fyrsta nóvember en hann hefur síðastliðin sautján ár starfað hjá alþjóðlega miðasölurisanum Ticketmaster. Að því er kemur fram í tilkynningunni hefur hann mikla þekkingu og reynslu af bandaríska miðasölumarkaðnum og mun því veita stjórnendum Tixly dýrmæta innsýn. „Innkoma Kjells Arne mun styðja við áframhaldandi vöxt okkar erlendis enda með gríðarlega reynslu á því sviði sem mun án efa nýtast stjórnendum okkar vel og hjálpa okkur í að ná framtíðarmarkmiðum okkar,“ segir Sindri. Vistaskipti Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Sjá meira
Að því er kemur fram í tilkynningu um málið er um að ræða langstærsta miðasölufyrirtækið hér á landi en það annast sömuleiðis miðasölu fyrir menningarhús erlendis. Fyrirtækið mun nú heita Tixly á heimsvísu en þar sem Tix nafnið er vel þekkt af flestum Íslendingum mun gamla nafnið vera notað hér á landi. Hrefna Sif Jónsdóttir er nýr framkvæmdastjóri „Við vildum finna nafn sem skæri sig algjörlega frá hinum á markaðnum og passaði um leið vel við okkar stefnu. Við erum þekkt fyrir að leysa daglegar áskoranir okkar viðskiptavina með skilvirkum og einföldum hætti. Við ætlum okkur að ná enn frekari árangri á þeim mörkuðum sem við störfum á. Okkar markmið er skýrt: að veita bestu mögulegu þjónustu til menningar- og viðburðarhúsa í Evrópu og Norður-Ameríku,“ segir Hrefna. Hrefna Sif gegndi áður starfi rekstrarstjóra fyrirtækisins frá árinu 2017 en hún tekur við starfi framkvæmdastjóra af Sindra Má Finnbogasyni, stofnanda fyrirtækisins. Sindri verður nú þróunarstjóri fyrirtækisins og mun einbeita sér alfarið að framþróun miðasölukerfisins. „Það er mikill fengur að fá Hrefnu til að stýra Tixly, hún hefur mikla þekkingu á starfsemi félagsins og hefur tekið þátt í hraðri sókn þess á alþjóðlegum vettvangi. Ég tel að hún sé rétta manneskjan til leiða félagið áfram á þeirri braut sem það er á og hjálpa okkur að ná enn meiri árangri í samstarfi við okkar samheldna hóp starfsfólks,“ segir Sindri. Norðmaðurinn Kjell Arne Orseth mun þá taka við hlutverki stjórnarformanns fyrirtækisins. Hinn norski Kjell Arne Orseth mun þá taka við hlutverki stjórnarformanns fyrirtækisins frá og með fyrsta nóvember en hann hefur síðastliðin sautján ár starfað hjá alþjóðlega miðasölurisanum Ticketmaster. Að því er kemur fram í tilkynningunni hefur hann mikla þekkingu og reynslu af bandaríska miðasölumarkaðnum og mun því veita stjórnendum Tixly dýrmæta innsýn. „Innkoma Kjells Arne mun styðja við áframhaldandi vöxt okkar erlendis enda með gríðarlega reynslu á því sviði sem mun án efa nýtast stjórnendum okkar vel og hjálpa okkur í að ná framtíðarmarkmiðum okkar,“ segir Sindri.
Vistaskipti Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Sjá meira