Silfursvanir á svið á Madeira Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. september 2022 21:32 Sesselja Guðrún Sigurðardóttir og Kristín Sigrún Halldórsdóttir eru meðal fjörutíu Silfursvana sem stíga brátt á svið á Madeira. Soffa Marteinsdóttir er þjálfari þeirra. Vísir/Egill Hópur ballerína á sjötugs-og áttræðisaldri hefur æft stíft undanfarið fyrir ballettatriði sem þær verða með á stórri alþjóðlegri hátíð á Madeira í næstu viku. Kennarinn segir sumar þeirra vera að upplifa gamlan draum. Hópurinn kallar sig Silfursvanina og var stofnaður árið 2016 í Ballettskóla Eddu Scheving. Þær hafa undanfarið æft stíft fyrir atriði sem þær ætla að vera með á alþjóðlegri fimleikahátíð sem verður haldin á Portúgölsku eyjunni Madeira í næstu viku. Það var óneitanlega fögur sjón að sjá hópinn svífa um salinn í Skipholti við tónlist eftir Chopin þegar fréttastofu bar að garði. Næstu fjörutíu konur á besta aldri æfa stíft þessa dagana fyrir ballettsýningu á Madeira.Vísir/Egill Soffía Marteinsdóttir ballettkennari hjá Ballettskóla Eddu Scheving segir ballett fyrir alla á öllum aldri. „Sumar í hópnum lærðu ballett sem börn. Svo eru aðrar sem bjuggu kannski út í sveit eða landi þar sem ballettnám var ekki í boði þegar þær voru litlar og eru að upplifa gamlan draum í dag,“ segir Soffía. Hún segir ballett afar hentuga hreyfingu, þar sé verið að æfa samhæfingu og jafnvægi sem sé afar gagnlegt þegar aldurinn færist yfir. „Það er svo margt sem kemur saman í ballett, þetta er hreyfing fyrir líkama og sál,“ segir Soffía. „Ég sit t.d. bein í bekknum í jarðaförum“ Það er greinilega mikill metnaður í hópnum sem telur alls fjörutíu konur. „Strax og Soffía kom að máli við okkur um hvort við vildum taka þátt í þessu, þá kviknaði neistinn. Við erum búnar að vera æfa og æfa. Við erum líka búnar að hafa aukaæfingar síðastliðna viku,“ segir Sesselja Guðrún Sigurðardóttir Silfursvanur sem hóf ballettnám árið 2017. Kristín Sigrún Halldórsdóttir hóf ballettnám árið 2016 fyrir tilviljun þegar vinkona hennar bað hana um að koma með sér. Hún segist ekkert hafa verið að auglýsa að hún væri í slíku námi til að byrja með en það hafi breyst. „ Ég er nýlega farin að segja að ég sé í ballett og segi mjög grimmt frá því og fólk er bara afar glatt fyrir mína hönd og finnst þetta hið besta mál,“ segir hún. Kristín segist finna mikinn mun á sér eftir að hún hóf dansnámið. „Ég er kannski ekki að svífa um eins og svanur en en þetta er bara gott fyrir líkamann. Þetta skilar sér með ýmsu móti. Ég sit t.d. bein í bekknum í jarðaförum,“ segir hún. Hópurinn heldur til Madeira á næstunni og sýnir svo á hátíðinni snemma í næstu viku. Þær viðurkenna að þær séu með svolítinn sviðskrekk en þó aðallega tilhlökkun. „Það á alltaf að vera smá sviðskrekkur,“ segja þær áður en þær svífa á braut. Dans Eldri borgarar Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Sjá meira
Hópurinn kallar sig Silfursvanina og var stofnaður árið 2016 í Ballettskóla Eddu Scheving. Þær hafa undanfarið æft stíft fyrir atriði sem þær ætla að vera með á alþjóðlegri fimleikahátíð sem verður haldin á Portúgölsku eyjunni Madeira í næstu viku. Það var óneitanlega fögur sjón að sjá hópinn svífa um salinn í Skipholti við tónlist eftir Chopin þegar fréttastofu bar að garði. Næstu fjörutíu konur á besta aldri æfa stíft þessa dagana fyrir ballettsýningu á Madeira.Vísir/Egill Soffía Marteinsdóttir ballettkennari hjá Ballettskóla Eddu Scheving segir ballett fyrir alla á öllum aldri. „Sumar í hópnum lærðu ballett sem börn. Svo eru aðrar sem bjuggu kannski út í sveit eða landi þar sem ballettnám var ekki í boði þegar þær voru litlar og eru að upplifa gamlan draum í dag,“ segir Soffía. Hún segir ballett afar hentuga hreyfingu, þar sé verið að æfa samhæfingu og jafnvægi sem sé afar gagnlegt þegar aldurinn færist yfir. „Það er svo margt sem kemur saman í ballett, þetta er hreyfing fyrir líkama og sál,“ segir Soffía. „Ég sit t.d. bein í bekknum í jarðaförum“ Það er greinilega mikill metnaður í hópnum sem telur alls fjörutíu konur. „Strax og Soffía kom að máli við okkur um hvort við vildum taka þátt í þessu, þá kviknaði neistinn. Við erum búnar að vera æfa og æfa. Við erum líka búnar að hafa aukaæfingar síðastliðna viku,“ segir Sesselja Guðrún Sigurðardóttir Silfursvanur sem hóf ballettnám árið 2017. Kristín Sigrún Halldórsdóttir hóf ballettnám árið 2016 fyrir tilviljun þegar vinkona hennar bað hana um að koma með sér. Hún segist ekkert hafa verið að auglýsa að hún væri í slíku námi til að byrja með en það hafi breyst. „ Ég er nýlega farin að segja að ég sé í ballett og segi mjög grimmt frá því og fólk er bara afar glatt fyrir mína hönd og finnst þetta hið besta mál,“ segir hún. Kristín segist finna mikinn mun á sér eftir að hún hóf dansnámið. „Ég er kannski ekki að svífa um eins og svanur en en þetta er bara gott fyrir líkamann. Þetta skilar sér með ýmsu móti. Ég sit t.d. bein í bekknum í jarðaförum,“ segir hún. Hópurinn heldur til Madeira á næstunni og sýnir svo á hátíðinni snemma í næstu viku. Þær viðurkenna að þær séu með svolítinn sviðskrekk en þó aðallega tilhlökkun. „Það á alltaf að vera smá sviðskrekkur,“ segja þær áður en þær svífa á braut.
Dans Eldri borgarar Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Sjá meira