Afbrotavarnir gegn skipulagðri brotastarfsemi og hryðjuverkum Brynjar Níelsson skrifar 29. september 2022 15:01 Nokkur umræða hefur skapast um fyrirhugað frumvarp dómsmálaraðherra um auknar heimildir lögreglu til afbrotavarna þegar mál tengjast hryðjuverkaógn eða skipulagðri brotastarfsemi. Þá umræðu skortir alla yfirvegun, sem er regla frekar en undantekning hér á landi, og öllu grautað saman, skyldu og óskyldu. Meira að segja sumir löglærðir geta ekki haldið þræði í umræðunni og sérstaklega ekki þeir sem halda að lögreglan sé sérstakur óvinur fólksins og reyna að grafa undan henni við hvert tækifæri. Með þessari grein geri ég tilraun til að rétta af kúrsinn í umræðunni svo hún geti orðið vitræn og málefnaleg. Þegar rætt er um valdheimildir lögreglu vegast á mikilvæg sjónarmið, annars vegar að lögregla geti rækt starf sitt svo vel sé í þágu afbrotavarna og upplýsa um brot og hins vegar mikilvæg réttindi hvers manns til friðhelgi einkalífs. Ýmsar takmarkanir eru á friðhelgi einkalífs okkar sem réttlættar eru með vísan til almannahagsmuna, t.d umferðareftirlit þar sem menn eru jafnvel stöðvaðir og látnir blása í eitthvert tæki án þess að grunur um brot liggi fyrir. Það er alltaf hárfín lína milli valdheimilda stjórnvalda og réttinda okkar til friðhelgi einkalífs og mikilvægt að við göngum ekki á þau réttindi einstaklinga nema ríkir hagsmunir krefjist þess. Svo getum við alltaf deilt um hvað eru ríkir og mikilvægir almannahagsmunir og það er rökræðan sem við þurfum að taka í þessu máli og hversu langt megi ganga. Skipulögð brotastarfsemi og brot gegn öryggi ríkisins (hryðjuverk) voru lengi vel fjarlæg íslenskum veruleika, kannski vegna smæðar samfélagsins. Hjá fjölmennari þjóðum hefur verið viðvarandi glíma við þessu brot áratugum saman, sem eru talin veruleg ógn við samfélagið. Því hafa þessar þjóðir sett á laggirnar sérstaka öryggislögreglu eða leyniþjónustur sem hafa víðtækari heimildir sem ganga gegn friðhelgi einkalífs og er það réttlætt með því að afleiðingar þessara brota séu svo miklar og alvarlegar fyrir samfélagið. Nú er hins vegar svo komið að skipuleg brotastarfsemi og hryðjuverkaógn eru ekki svo fjarlæg okkar litla landi eins og erlend stjórnvöld og lögregluyfirvöld hafa bent okkur á um margra ára skeið. Vatnið rennur alltaf þangað sem leiðin er greiðust og eru engin ný sannindi í því. Í ljósi þessa veruleika hyggst dómsmálaráðherra, sem ber ábyrgð á öryggi borgaranna og öryggi ríkisins, leggja fram frumvarp um breytingu á lögreglulögum og lögum um meðferð sakamála til að auka heimildir lögreglu til aðgerða og upplýsingaöflunar í þágu afbrotavarna þegar kemur að skipulagðri brotastarfsemi og ógn við öryggi ríkisins(hryðjuverkaógn). Þessir brotaflokkar tengjast mjög innbyrðis auk þess sem skipulögð brotastarfsemi er mikil ógn við öryggi ríkisins og stofnana þess, velferð og öryggi borgaranna og viðskiptalífs. Skipulögð brotastarfsemi er alþjóðleg og virðir hvorki landamæri né lögsagnaumdæmi. Stofnanauppbygging og lagaheimildir lögreglu hér á landi á sviði afbrotavarna eru mun takmarkaðri samanborið við nágrannaríki og önnur vestræn lýðræðisríki. Það takmarkar mjög getu íslensku lögreglunnar til að efla og viðhalda alþjóðlegu samstarfi á þessum tilteknu sviðum. Af umræðunni mætti ætla að dómsmálaráðherra hyggist leggja til víðtækar heimildir lögreglu til að afla upplýsinga og hafa eftirlit með hverjum sem er eftir eigin geðþótta. Það er mikill misskilningur eða ásetningur til að afvegaleiða umræðuna. Þær valdheimildir sem ráðherra hyggst leggja til ganga ekki lengra en gengur og gerist í Norðurlöndunum og raunar skemur en víðast hvar tíðkast í vestrænum lýðræðisríkjum. Þessi ríki verða seint kölluð lögregluríki nema í huga stjórnmálamanna sem eru í litlum tengslum við raunveruleikann. Það er ekki sérstakt ákall í þessum löndum að þessar heimildir verði afnumdar eða takmarkaðar. Heimild lögreglu til að afla upplýsinga og viðhafa eftirlit með einstaklingi verður ávallt bundið við að viðkomandi hafi einhver tengsl við þessi brot, t.d. vegna ábendinga frá erlendum yfirvöldum. Í núverandi lagaumhverfi þarf að vera til staðar rökstuddur grunur um að viðkomandi hafi framið tiltekið brot hér á landi. Ráðherra er meðvitaður um að með auknum heimildum lögreglu verður að fylgja aukin ábyrgð og eftirlit með störfum lögreglu. Valdheimildir eru nefnilega vandmeðfarnar. Þegar frumvarpið hefur verið lagt fyrir þingið standa þingmenn frammi fyrir því, eins og svo oft áður, að meta hvort gengið er of langt á friðhelgi einkalífsins með hliðsjón af þeim almannahagsmunum sem undir eru. Jafnframt hvort eftirlit sem störfum lögreglu sé nægilegt til að tryggja að ekki sé gengið lengra en lögin heimila. Þá er bara að vona að sú umræða verði málefnaleg en einkennist ekki af upphrópunum. Höfundur er aðstoðarmaður innanríkisráðherra og fyrrverandi þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur skapast um fyrirhugað frumvarp dómsmálaraðherra um auknar heimildir lögreglu til afbrotavarna þegar mál tengjast hryðjuverkaógn eða skipulagðri brotastarfsemi. Þá umræðu skortir alla yfirvegun, sem er regla frekar en undantekning hér á landi, og öllu grautað saman, skyldu og óskyldu. Meira að segja sumir löglærðir geta ekki haldið þræði í umræðunni og sérstaklega ekki þeir sem halda að lögreglan sé sérstakur óvinur fólksins og reyna að grafa undan henni við hvert tækifæri. Með þessari grein geri ég tilraun til að rétta af kúrsinn í umræðunni svo hún geti orðið vitræn og málefnaleg. Þegar rætt er um valdheimildir lögreglu vegast á mikilvæg sjónarmið, annars vegar að lögregla geti rækt starf sitt svo vel sé í þágu afbrotavarna og upplýsa um brot og hins vegar mikilvæg réttindi hvers manns til friðhelgi einkalífs. Ýmsar takmarkanir eru á friðhelgi einkalífs okkar sem réttlættar eru með vísan til almannahagsmuna, t.d umferðareftirlit þar sem menn eru jafnvel stöðvaðir og látnir blása í eitthvert tæki án þess að grunur um brot liggi fyrir. Það er alltaf hárfín lína milli valdheimilda stjórnvalda og réttinda okkar til friðhelgi einkalífs og mikilvægt að við göngum ekki á þau réttindi einstaklinga nema ríkir hagsmunir krefjist þess. Svo getum við alltaf deilt um hvað eru ríkir og mikilvægir almannahagsmunir og það er rökræðan sem við þurfum að taka í þessu máli og hversu langt megi ganga. Skipulögð brotastarfsemi og brot gegn öryggi ríkisins (hryðjuverk) voru lengi vel fjarlæg íslenskum veruleika, kannski vegna smæðar samfélagsins. Hjá fjölmennari þjóðum hefur verið viðvarandi glíma við þessu brot áratugum saman, sem eru talin veruleg ógn við samfélagið. Því hafa þessar þjóðir sett á laggirnar sérstaka öryggislögreglu eða leyniþjónustur sem hafa víðtækari heimildir sem ganga gegn friðhelgi einkalífs og er það réttlætt með því að afleiðingar þessara brota séu svo miklar og alvarlegar fyrir samfélagið. Nú er hins vegar svo komið að skipuleg brotastarfsemi og hryðjuverkaógn eru ekki svo fjarlæg okkar litla landi eins og erlend stjórnvöld og lögregluyfirvöld hafa bent okkur á um margra ára skeið. Vatnið rennur alltaf þangað sem leiðin er greiðust og eru engin ný sannindi í því. Í ljósi þessa veruleika hyggst dómsmálaráðherra, sem ber ábyrgð á öryggi borgaranna og öryggi ríkisins, leggja fram frumvarp um breytingu á lögreglulögum og lögum um meðferð sakamála til að auka heimildir lögreglu til aðgerða og upplýsingaöflunar í þágu afbrotavarna þegar kemur að skipulagðri brotastarfsemi og ógn við öryggi ríkisins(hryðjuverkaógn). Þessir brotaflokkar tengjast mjög innbyrðis auk þess sem skipulögð brotastarfsemi er mikil ógn við öryggi ríkisins og stofnana þess, velferð og öryggi borgaranna og viðskiptalífs. Skipulögð brotastarfsemi er alþjóðleg og virðir hvorki landamæri né lögsagnaumdæmi. Stofnanauppbygging og lagaheimildir lögreglu hér á landi á sviði afbrotavarna eru mun takmarkaðri samanborið við nágrannaríki og önnur vestræn lýðræðisríki. Það takmarkar mjög getu íslensku lögreglunnar til að efla og viðhalda alþjóðlegu samstarfi á þessum tilteknu sviðum. Af umræðunni mætti ætla að dómsmálaráðherra hyggist leggja til víðtækar heimildir lögreglu til að afla upplýsinga og hafa eftirlit með hverjum sem er eftir eigin geðþótta. Það er mikill misskilningur eða ásetningur til að afvegaleiða umræðuna. Þær valdheimildir sem ráðherra hyggst leggja til ganga ekki lengra en gengur og gerist í Norðurlöndunum og raunar skemur en víðast hvar tíðkast í vestrænum lýðræðisríkjum. Þessi ríki verða seint kölluð lögregluríki nema í huga stjórnmálamanna sem eru í litlum tengslum við raunveruleikann. Það er ekki sérstakt ákall í þessum löndum að þessar heimildir verði afnumdar eða takmarkaðar. Heimild lögreglu til að afla upplýsinga og viðhafa eftirlit með einstaklingi verður ávallt bundið við að viðkomandi hafi einhver tengsl við þessi brot, t.d. vegna ábendinga frá erlendum yfirvöldum. Í núverandi lagaumhverfi þarf að vera til staðar rökstuddur grunur um að viðkomandi hafi framið tiltekið brot hér á landi. Ráðherra er meðvitaður um að með auknum heimildum lögreglu verður að fylgja aukin ábyrgð og eftirlit með störfum lögreglu. Valdheimildir eru nefnilega vandmeðfarnar. Þegar frumvarpið hefur verið lagt fyrir þingið standa þingmenn frammi fyrir því, eins og svo oft áður, að meta hvort gengið er of langt á friðhelgi einkalífsins með hliðsjón af þeim almannahagsmunum sem undir eru. Jafnframt hvort eftirlit sem störfum lögreglu sé nægilegt til að tryggja að ekki sé gengið lengra en lögin heimila. Þá er bara að vona að sú umræða verði málefnaleg en einkennist ekki af upphrópunum. Höfundur er aðstoðarmaður innanríkisráðherra og fyrrverandi þingmaður.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar