Fíflagangur eða leið til að hafa óeðlileg áhrif? Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2022 14:00 Sigurði Gunnari Þorsteinssyni og félögum í Tindastóli er spáð afar góðu gengi í vetur af flestum, en tveir spáðu liðinu neðsta sæti í árlegri spá fyrir Subway-deildina. vísir/bára Í hópi þjálfara, fyrirliða og formanna félaganna tólf í Subway-deild karla eru ákveðnir aðilar sem spáðu algjörlega á skjön við kollega sína í spá um gengi liðanna í vetur, sem birt var í dag. Spáin um lokastöðu í Subway-deildinni er árlegur viðburður þar sem hitað er upp fyrir komandi keppnistímabil en ný leiktíð hefst eftir viku. Keflavík er spáð deildarmeistaratitlinum en Hetti og ÍR er spáð falli. Miðað við gengi liða á síðustu leiktíð, og félagaskipti í sumar, er svo sem ekkert óeðlilegt við það og spána má sjá í heild sinni hér að neðan. Það má hins vegar segja að nokkur atkvæði í kosningunni séu mjög óeðlileg og spurning hvort að einhverjir þeirra 36 sem tóku þátt hafi séð spána sem tækifæri fyrir fíflagang eða til að hafa óeðlileg áhrif á niðurstöðurnar. Tveir með Tindastól á botninum og tveir með KR á toppnum Ljóst er að niðurstöður í spánni hafa sín áhrif á umræðuna, að minnsta kosti í upphafi leiktíðar, og því auðveldara fyrir lið að „koma á óvart“ ef þeim er spáð slöku gengi eða „valda vonbrigðum“ ef þeim er spáð ofarlega. Í spánni í ár settu til að mynda tveir aðilar hið ógnarsterka lið Tindastóls í 12. sæti, á meðan að aðrir spáðu liðinu í 1.-5. sæti. Tveir spáðu líka föllnu stórveldi KR efsta sæti á meðan að aðrir settu liðið í 6.-12. sæti. Einn spáði nýliðum Hauka efsta sætinu og annar spáði ÍR efsta sætinu, þó að ÍR hafi á endanum fengið fæst stig og þannig endað neðst í spánni. Haukar fengu atkvæði í öll sæti nema 2. sæti en flestir spáðu nýliðunum í 7.-12. sæti. Allir nema einn settu svo ÍR í 9.-12. sæti. Svona spáðu þeir 36 sem tóku þátt fyrir um gengi ÍR. Einn setti liðið í efsta sæti.KKÍ Hér að neðan má sjá spána í heild (Hámark 432 stig, lágmark 36): Keflavík 402 stig Tindastóll 363 stig Njarðvík 329 stig Valur 300 stig Þór Þ. 287 stig Stjarnan 280 stig Breiðablik 204 stig Haukar 165 stig Grindavík 158 stig KR 154 stig Höttur 87 stig ÍR 79 stig Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Spáin um lokastöðu í Subway-deildinni er árlegur viðburður þar sem hitað er upp fyrir komandi keppnistímabil en ný leiktíð hefst eftir viku. Keflavík er spáð deildarmeistaratitlinum en Hetti og ÍR er spáð falli. Miðað við gengi liða á síðustu leiktíð, og félagaskipti í sumar, er svo sem ekkert óeðlilegt við það og spána má sjá í heild sinni hér að neðan. Það má hins vegar segja að nokkur atkvæði í kosningunni séu mjög óeðlileg og spurning hvort að einhverjir þeirra 36 sem tóku þátt hafi séð spána sem tækifæri fyrir fíflagang eða til að hafa óeðlileg áhrif á niðurstöðurnar. Tveir með Tindastól á botninum og tveir með KR á toppnum Ljóst er að niðurstöður í spánni hafa sín áhrif á umræðuna, að minnsta kosti í upphafi leiktíðar, og því auðveldara fyrir lið að „koma á óvart“ ef þeim er spáð slöku gengi eða „valda vonbrigðum“ ef þeim er spáð ofarlega. Í spánni í ár settu til að mynda tveir aðilar hið ógnarsterka lið Tindastóls í 12. sæti, á meðan að aðrir spáðu liðinu í 1.-5. sæti. Tveir spáðu líka föllnu stórveldi KR efsta sæti á meðan að aðrir settu liðið í 6.-12. sæti. Einn spáði nýliðum Hauka efsta sætinu og annar spáði ÍR efsta sætinu, þó að ÍR hafi á endanum fengið fæst stig og þannig endað neðst í spánni. Haukar fengu atkvæði í öll sæti nema 2. sæti en flestir spáðu nýliðunum í 7.-12. sæti. Allir nema einn settu svo ÍR í 9.-12. sæti. Svona spáðu þeir 36 sem tóku þátt fyrir um gengi ÍR. Einn setti liðið í efsta sæti.KKÍ Hér að neðan má sjá spána í heild (Hámark 432 stig, lágmark 36): Keflavík 402 stig Tindastóll 363 stig Njarðvík 329 stig Valur 300 stig Þór Þ. 287 stig Stjarnan 280 stig Breiðablik 204 stig Haukar 165 stig Grindavík 158 stig KR 154 stig Höttur 87 stig ÍR 79 stig
Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira