Í kjölfar #metoo Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 29. september 2022 10:30 Margt hefur áunnist á síðustu árum í málefnum tengdum kynferðislegu og kynbundu ofbeldi. Umræðan hefur opnast til muna, ekki hvað síst í tengslum við #metoo byltinguna og hefur aukist jafnt á opinberum sem öðrum vettvangi. Það hefur einnig leitt til þess að fleiri leita sér aðstoðar en áður, sem er mjög jákvæð þróun Vitað er að þær samfélagslegu aðstæður sem skapast í stríði, hamförum eða efnahagsþrengingum auka á tíðni kynbundins ofbeldis. Þá skapast líka þær aðstæður að aðgengi að heilbrigðiskerfi og ýmiss konar nauðsynlegri þjónustu skerðist. Íslensk stjórnvöld brugðust hratt og vel við þegar kórónuveirufaraldur geisaði hér og í nýútkominni skýrslu UN Women og Þróunarsamvinnustofnunar Sameinuðu Þjóðanna um viðbragðsáætlanir ríkja heimsins við COVID-19 faraldrinum er sérstaklega fjallað um hversu vel til tókst með úrræði íslenskra stjórnvalda fyrir þolendur kynbundins ofbeldis. Meðal aðgerða sem ráðist var í var að auka fjármagn til frjálsra félagasamtaka og stofnana sem halda úti þjónustu fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Ný rannsókn Háskóla Íslands á kynferðislegri áreitni í garð kvenna sem er einstök á heimsvísu sýnir að 30 prósent kvenna hafa upplifað kynferðislegt ofbeldi eða áreiti á vinnustað sínum. Af þeim voru konur í störfum fyrir hið opinbera, hinsegin konur og konur í vaktavinnu líklegastar til að verða fyrir ofbeldi eða áreiti. Í nýútkominni skýrslu lögreglu um fjölda kynferðisbrota á fyrstu sex mánuðum ársins kemur fram að nauðgunum hafi fjölgað um 28 prósent frá því á síðasta ári. Þó svo að stjórnvöld séu meðvituð um að sofna ekki á verðinum í þessum málaflokki og leggja sig fram svo eftir er tekið, er ljóst að betur má ef duga skal. Þetta eru algerlega óviðundandi niðurstöður. Ég ætla að leyfa mér að vona að skýringin á þessari aukningu sé að vegna umræðu og aðgerða stjórnvalda leiti fleiri til lögreglu og kæri nauðganir og önnur kynferðisbrot – en ekki að brotunum sé að fjölga. Þegar öllu er á botninn hvolft er eina leiðin til að uppræta kynferðislegt ofbeldi og áreitni að ofbeldismenn breyti hegðun sinni. Það hljótum við öll að vera sammála um. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir MeToo Kynferðisofbeldi Vinstri græn Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Margt hefur áunnist á síðustu árum í málefnum tengdum kynferðislegu og kynbundu ofbeldi. Umræðan hefur opnast til muna, ekki hvað síst í tengslum við #metoo byltinguna og hefur aukist jafnt á opinberum sem öðrum vettvangi. Það hefur einnig leitt til þess að fleiri leita sér aðstoðar en áður, sem er mjög jákvæð þróun Vitað er að þær samfélagslegu aðstæður sem skapast í stríði, hamförum eða efnahagsþrengingum auka á tíðni kynbundins ofbeldis. Þá skapast líka þær aðstæður að aðgengi að heilbrigðiskerfi og ýmiss konar nauðsynlegri þjónustu skerðist. Íslensk stjórnvöld brugðust hratt og vel við þegar kórónuveirufaraldur geisaði hér og í nýútkominni skýrslu UN Women og Þróunarsamvinnustofnunar Sameinuðu Þjóðanna um viðbragðsáætlanir ríkja heimsins við COVID-19 faraldrinum er sérstaklega fjallað um hversu vel til tókst með úrræði íslenskra stjórnvalda fyrir þolendur kynbundins ofbeldis. Meðal aðgerða sem ráðist var í var að auka fjármagn til frjálsra félagasamtaka og stofnana sem halda úti þjónustu fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Ný rannsókn Háskóla Íslands á kynferðislegri áreitni í garð kvenna sem er einstök á heimsvísu sýnir að 30 prósent kvenna hafa upplifað kynferðislegt ofbeldi eða áreiti á vinnustað sínum. Af þeim voru konur í störfum fyrir hið opinbera, hinsegin konur og konur í vaktavinnu líklegastar til að verða fyrir ofbeldi eða áreiti. Í nýútkominni skýrslu lögreglu um fjölda kynferðisbrota á fyrstu sex mánuðum ársins kemur fram að nauðgunum hafi fjölgað um 28 prósent frá því á síðasta ári. Þó svo að stjórnvöld séu meðvituð um að sofna ekki á verðinum í þessum málaflokki og leggja sig fram svo eftir er tekið, er ljóst að betur má ef duga skal. Þetta eru algerlega óviðundandi niðurstöður. Ég ætla að leyfa mér að vona að skýringin á þessari aukningu sé að vegna umræðu og aðgerða stjórnvalda leiti fleiri til lögreglu og kæri nauðganir og önnur kynferðisbrot – en ekki að brotunum sé að fjölga. Þegar öllu er á botninn hvolft er eina leiðin til að uppræta kynferðislegt ofbeldi og áreitni að ofbeldismenn breyti hegðun sinni. Það hljótum við öll að vera sammála um. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun