Fundu flugelda og eftirlíkingar af skotvopnum í pakka um borð Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. september 2022 08:52 Keflavíkurflugvöllur var lokaður í um fjóra klukkutíma í nótt. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurnesjum fann pakka um borð flugvélar UPS sem lenti á Keflavíkurflugvelli í gær en pakkinn innihélt flugelda og eftirlíkingar af skotvopnum. Málið er nú til rannsóknar en enginn var í hættu á meðan aðgerðum stóð að sögn lögreglu. Keflavíkurflugvelli var lokað í um fjóra klukkutíma í nótt vegna málsins. Aðgerðum lögreglu lauk klukkan korter yfir átta í morgun en flugvélin lenti á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Lögregla hafði þá fengið tilkynningu um að ákveðinn pakki innihéldi sprengju. „Vinna sprengjusérfræðinga sérsveitar ríkislögreglustjóra og sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar gekk vel og pakkinn fannst eftir leit. Pakkinn var tekinn til frekari skoðunar, þar sem við gegnumlýsingu komu í ljós að hann innihéldi torkennilega hluti,“ segir í tilkynningu lögreglu sem barst fyrir skömmu. Við nánari skoðun kom í ljós að flugeldar og eftirlíkingar af skotvopnum væru í pakkanum. Enginn var í hættu á meðan aðgerðum stóð og er lögreglan á Suðurnesjum með málið til rannsóknar. Vellinum lokað í fjóra klukkutíma Flugvélin var dregin yfir á öryggissvæði fyrir hættulegan farm, svokallað hot cargo svæði, þar sem lögregla hafði verið að störfum frá því í nótt. „Vellinum var lokað fyrri part nætur og vélin lendir þarna rétt rúmlega ellefu og það lentu engar vélar á vellinum eftir það. Völlurinn er opnaður aftur um þrjú leytið í nótt og síðan þá skilst mér að allt hafi verið nokkurn veginn samkvæmt áætlun,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, um atburði næturinnar. Einhverjar flugvélar fóru yfir til Akureyrar og Egilstaða meðan Keflavíkurflugvelli var lokað og ein fór til Glasgow. Þá var einhverjum flugvélum snúið við aftur á brottfarastað. „Á endanum voru einhverjar vélar sem að komu frá völlum sem þeir lentu á yfir til Keflavíkur eftir að það var opnað aftur þarna um þrjú leytið. Þannig það var einhver röskun og vafalaust hafa einhverjir farþegar fundið fyrir því en þessi lokun varði í fjóra klukkutíma eða svo,“ segir Guðjón. „Það getur vissulega komið til að vélum sé beint hingað út af sprengjuhótunum eða veikindum meðal farþega eða eitthvað slíkt, en það er sem betur fer ekki algengt að vélum sé beint hingað út af sprengjuhótunum,“ segir hann enn fremur. Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Lögreglumál Smygl Tengdar fréttir Engin sprengja fundist enn sem komið er Lögregla er enn að störfum á Keflavíkurflugvelli eftir að sprengjuhótun um borð í flugvél barst í gærkvöldi. Flugvellinum var lokað um tíma en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var opnað aftur fyrir umferð í nótt. Engin sprengja hefur enn fundist. 29. september 2022 06:23 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Aðgerðum lögreglu lauk klukkan korter yfir átta í morgun en flugvélin lenti á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Lögregla hafði þá fengið tilkynningu um að ákveðinn pakki innihéldi sprengju. „Vinna sprengjusérfræðinga sérsveitar ríkislögreglustjóra og sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar gekk vel og pakkinn fannst eftir leit. Pakkinn var tekinn til frekari skoðunar, þar sem við gegnumlýsingu komu í ljós að hann innihéldi torkennilega hluti,“ segir í tilkynningu lögreglu sem barst fyrir skömmu. Við nánari skoðun kom í ljós að flugeldar og eftirlíkingar af skotvopnum væru í pakkanum. Enginn var í hættu á meðan aðgerðum stóð og er lögreglan á Suðurnesjum með málið til rannsóknar. Vellinum lokað í fjóra klukkutíma Flugvélin var dregin yfir á öryggissvæði fyrir hættulegan farm, svokallað hot cargo svæði, þar sem lögregla hafði verið að störfum frá því í nótt. „Vellinum var lokað fyrri part nætur og vélin lendir þarna rétt rúmlega ellefu og það lentu engar vélar á vellinum eftir það. Völlurinn er opnaður aftur um þrjú leytið í nótt og síðan þá skilst mér að allt hafi verið nokkurn veginn samkvæmt áætlun,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, um atburði næturinnar. Einhverjar flugvélar fóru yfir til Akureyrar og Egilstaða meðan Keflavíkurflugvelli var lokað og ein fór til Glasgow. Þá var einhverjum flugvélum snúið við aftur á brottfarastað. „Á endanum voru einhverjar vélar sem að komu frá völlum sem þeir lentu á yfir til Keflavíkur eftir að það var opnað aftur þarna um þrjú leytið. Þannig það var einhver röskun og vafalaust hafa einhverjir farþegar fundið fyrir því en þessi lokun varði í fjóra klukkutíma eða svo,“ segir Guðjón. „Það getur vissulega komið til að vélum sé beint hingað út af sprengjuhótunum eða veikindum meðal farþega eða eitthvað slíkt, en það er sem betur fer ekki algengt að vélum sé beint hingað út af sprengjuhótunum,“ segir hann enn fremur.
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Lögreglumál Smygl Tengdar fréttir Engin sprengja fundist enn sem komið er Lögregla er enn að störfum á Keflavíkurflugvelli eftir að sprengjuhótun um borð í flugvél barst í gærkvöldi. Flugvellinum var lokað um tíma en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var opnað aftur fyrir umferð í nótt. Engin sprengja hefur enn fundist. 29. september 2022 06:23 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Engin sprengja fundist enn sem komið er Lögregla er enn að störfum á Keflavíkurflugvelli eftir að sprengjuhótun um borð í flugvél barst í gærkvöldi. Flugvellinum var lokað um tíma en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var opnað aftur fyrir umferð í nótt. Engin sprengja hefur enn fundist. 29. september 2022 06:23