Formúla 1 fær loksins grænt ljós á fjölgun sprettkeppna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. september 2022 19:46 Formúla 1 mun halda sex sprettkeppnir á næsta tímabili. Eric Alonso/Getty Images Formúla 1 mun tvöfalda fjölda sprettkeppna úr þremur í sex frá og með næsta tímabili eftir að Alþjóða akstursíþróttasambandið, FIA, gaf loks grænt ljós á fjölgunina. Hugmyndin um að tvöfalda fjölda sprettkeppna í Formúlu 1 hefur lengi verið studd af liðunum sem taka þátt, en forráðamenn Formúlu 1 og FIA hafa á sama tíma átt í deilum um málið. Forráðamenn FIA höfðu gefið það í skyn fyrr á þessu ári að fjöldi sprettkeppna myndi haldast óbreyttur á næsta tímabili, en þeir hafa nú gefið eftir. Fyrir þá sem ekki vita hvernig sprettkeppnirnar virka þá fara þær fram dagin fyrir keppnina sjálfa, eftir að tímatökurnar hafa farið fram. Ökumennirnir keyra mun færri hringi en í keppninni sjálfri, en niðurstöður sprettkeppninnar ákvarða rásröðina í kappakstrinum sjálfum, ásamt því að veita fremstu ökumönnunum stig í heimsmeistarakeppni ökumanna og liðunum stig í heimsmeistarakeppni bílasmiða. Enn á þó eftir að ákveða hvar og hvenær sprettkeppnirnar sex verða haldnar, en Formúla 1 tilkynnti á dögunum að fjölga ætti keppnum úr 22 í 24 á næsta tímabili. „Ég ervirkilega ánægður að geta staðfest það að sex sprettkeppnir verða hluti af tímabilinu 2023 og þaðan í frá. Þetta mun klárlega byggja ofan á velgengni þessa nýja keppnisfyrirkomulags sem var kynnt til sögunnar árið 2021,“ sagði Stefano Domenicali, formaður Formúlu 1. "I am pleased that we can confirm six Sprints will be part of the Championship from 2023 onwards, building on the success of the new format introduced for the first time in 2021," said F1 president and CEO Stefano Domenicali. Akstursíþróttir Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Hugmyndin um að tvöfalda fjölda sprettkeppna í Formúlu 1 hefur lengi verið studd af liðunum sem taka þátt, en forráðamenn Formúlu 1 og FIA hafa á sama tíma átt í deilum um málið. Forráðamenn FIA höfðu gefið það í skyn fyrr á þessu ári að fjöldi sprettkeppna myndi haldast óbreyttur á næsta tímabili, en þeir hafa nú gefið eftir. Fyrir þá sem ekki vita hvernig sprettkeppnirnar virka þá fara þær fram dagin fyrir keppnina sjálfa, eftir að tímatökurnar hafa farið fram. Ökumennirnir keyra mun færri hringi en í keppninni sjálfri, en niðurstöður sprettkeppninnar ákvarða rásröðina í kappakstrinum sjálfum, ásamt því að veita fremstu ökumönnunum stig í heimsmeistarakeppni ökumanna og liðunum stig í heimsmeistarakeppni bílasmiða. Enn á þó eftir að ákveða hvar og hvenær sprettkeppnirnar sex verða haldnar, en Formúla 1 tilkynnti á dögunum að fjölga ætti keppnum úr 22 í 24 á næsta tímabili. „Ég ervirkilega ánægður að geta staðfest það að sex sprettkeppnir verða hluti af tímabilinu 2023 og þaðan í frá. Þetta mun klárlega byggja ofan á velgengni þessa nýja keppnisfyrirkomulags sem var kynnt til sögunnar árið 2021,“ sagði Stefano Domenicali, formaður Formúlu 1. "I am pleased that we can confirm six Sprints will be part of the Championship from 2023 onwards, building on the success of the new format introduced for the first time in 2021," said F1 president and CEO Stefano Domenicali.
Akstursíþróttir Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira