Glasgow og Liverpool keppast um að halda Eurovision Elísabet Hanna skrifar 27. september 2022 16:01 Úkraína sigraði Eurovision í ár en getur ekki haldið keppnina vegna stríðsins sem þar geisar. Getty/Giorgio Perottino Borgirnar Glasgow og Liverpool í Bretlandi standa nú tvær eftir í keppninni um að halda Eurovision. Samkvæmt The BBC voru þær borgir með bestu tilboðin fyrir viðburðarhaldið. Bretland var valið til þess að halda keppnina í ljósi innrásar Rússlands í Úkraínu, sem sigraði Eurovision. Bretland endaði í öðru sæti í keppninni í ár með lagið Spaceman sem Sam Ryder söng og var því boðið að halda keppnina á næsta ári. Upphaflega voru borgirnar Birmingham, Leeds, Manchester, Newcastle og Sheffield einnig mögulegir staðir. Síðast þegar keppnin var haldin í Bretlandi, árið 1998, fór hún fram í National Indoor leikvanginum í Birmingham. Í Glasgow yrði keppnin haldin á OVO Hydro leikvanginum en í Liverpool væri það M&S Bank leikvangurinn. OVO Hydro leikvangurinn var notaður sem sögusvið í Will Farrell kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire. Hydro leikvangurinn í Glasgow.Getty/Kit Downey Photography Staðurinn sem verður fyrir valinu mun taka á móti fjölda gesta og fá mikla athygli. Borgirnar sem komu til greina voru metnar og skoðaðar út frá nokkrum punktum: Hvort að staðurinn bjóði upp á tónleikahöll sem gæti rúmað keppnina. Hvort að staðurinn geti skuldbundið sig í að halda viðburðinn, meðal annars með fjárframlagi. Hversu sterk menningin er. Hversu vel staðurinn samræmist gildum BBC, meðal annars með það að leiðarljósi að bæta hagkerfið í Bretlandi. Staðurinn þarf að geta tekið á móti fjölmiðlum og gestum hátíðarinnar. View this post on Instagram A post shared by Eurovision Song Contest (@eurovision) Aðstandendur keppninnar í Bretlandi segja að viðburðurinn muni einnig heiðra Úkraínu og menningu þeirra. Þetta er í fimmta sinn sem Bretar taka það að sér að halda keppnina þrátt fyrir að hafa ekki sigrað hana árið áður. Eurovision Bretland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu England Skotland Tengdar fréttir Leitað að næstu Eurovision stjörnu Íslands Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Söngvakeppni sjónvarpsins 2023 en staðfest hefur verið að Ísland muni taka þátt í keppninni sem haldin verður í Bretlandi í maí. 29. ágúst 2022 13:36 Eurovision verður í Bretlandi á næsta ári Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva, Eurovision, verður haldin í Bretlandi á næsta ári. Úkraína sigraði keppnina í ár og ætti því samkvæmt reglunum að halda keppnina á næsti ári en ekki er hægt að tryggja öryggi allra gesta þar vegna innrásar Rússa inn í landið. Því var ákveðið að keppnin færi fram í öðru landi. 25. júlí 2022 11:29 Endanlega staðfest að Eurovision verði ekki í Úkraínu Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur endanlega staðfest að Úkraína muni ekki fá að halda Eurovision á næsta ári. Sambandið sendi frá sér tilkynningu nú síðdegis þar sem segir að ekki verði hægt að tryggja öryggi allra sem koma myndu að keppninni þar í landi. 23. júní 2022 16:52 Eurovision fer ekki fram í Úkraínu og Bretar beðnir að hlaupa í skarðið Skipuleggjendur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hafa ákveðið að Úkraína geti ekki haldið keppnina sökum stríðsástands í landinu. Því hafa þeir beðið Bretland um að halda keppnina en framlag þeirra í ár endaði í öðru sæti. 17. júní 2022 10:58 Úkraína er sigurvegari Eurovision 2022 Nú liggur fyrir hver hlaut glerstyttuna eftirsóttu í Eurovision þetta árið. Veðbankarnir höfðu rétt fyrir sér og Úkraína sigraði Eurovision. 14. maí 2022 23:01 Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Bretland endaði í öðru sæti í keppninni í ár með lagið Spaceman sem Sam Ryder söng og var því boðið að halda keppnina á næsta ári. Upphaflega voru borgirnar Birmingham, Leeds, Manchester, Newcastle og Sheffield einnig mögulegir staðir. Síðast þegar keppnin var haldin í Bretlandi, árið 1998, fór hún fram í National Indoor leikvanginum í Birmingham. Í Glasgow yrði keppnin haldin á OVO Hydro leikvanginum en í Liverpool væri það M&S Bank leikvangurinn. OVO Hydro leikvangurinn var notaður sem sögusvið í Will Farrell kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire. Hydro leikvangurinn í Glasgow.Getty/Kit Downey Photography Staðurinn sem verður fyrir valinu mun taka á móti fjölda gesta og fá mikla athygli. Borgirnar sem komu til greina voru metnar og skoðaðar út frá nokkrum punktum: Hvort að staðurinn bjóði upp á tónleikahöll sem gæti rúmað keppnina. Hvort að staðurinn geti skuldbundið sig í að halda viðburðinn, meðal annars með fjárframlagi. Hversu sterk menningin er. Hversu vel staðurinn samræmist gildum BBC, meðal annars með það að leiðarljósi að bæta hagkerfið í Bretlandi. Staðurinn þarf að geta tekið á móti fjölmiðlum og gestum hátíðarinnar. View this post on Instagram A post shared by Eurovision Song Contest (@eurovision) Aðstandendur keppninnar í Bretlandi segja að viðburðurinn muni einnig heiðra Úkraínu og menningu þeirra. Þetta er í fimmta sinn sem Bretar taka það að sér að halda keppnina þrátt fyrir að hafa ekki sigrað hana árið áður.
Eurovision Bretland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu England Skotland Tengdar fréttir Leitað að næstu Eurovision stjörnu Íslands Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Söngvakeppni sjónvarpsins 2023 en staðfest hefur verið að Ísland muni taka þátt í keppninni sem haldin verður í Bretlandi í maí. 29. ágúst 2022 13:36 Eurovision verður í Bretlandi á næsta ári Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva, Eurovision, verður haldin í Bretlandi á næsta ári. Úkraína sigraði keppnina í ár og ætti því samkvæmt reglunum að halda keppnina á næsti ári en ekki er hægt að tryggja öryggi allra gesta þar vegna innrásar Rússa inn í landið. Því var ákveðið að keppnin færi fram í öðru landi. 25. júlí 2022 11:29 Endanlega staðfest að Eurovision verði ekki í Úkraínu Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur endanlega staðfest að Úkraína muni ekki fá að halda Eurovision á næsta ári. Sambandið sendi frá sér tilkynningu nú síðdegis þar sem segir að ekki verði hægt að tryggja öryggi allra sem koma myndu að keppninni þar í landi. 23. júní 2022 16:52 Eurovision fer ekki fram í Úkraínu og Bretar beðnir að hlaupa í skarðið Skipuleggjendur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hafa ákveðið að Úkraína geti ekki haldið keppnina sökum stríðsástands í landinu. Því hafa þeir beðið Bretland um að halda keppnina en framlag þeirra í ár endaði í öðru sæti. 17. júní 2022 10:58 Úkraína er sigurvegari Eurovision 2022 Nú liggur fyrir hver hlaut glerstyttuna eftirsóttu í Eurovision þetta árið. Veðbankarnir höfðu rétt fyrir sér og Úkraína sigraði Eurovision. 14. maí 2022 23:01 Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Leitað að næstu Eurovision stjörnu Íslands Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Söngvakeppni sjónvarpsins 2023 en staðfest hefur verið að Ísland muni taka þátt í keppninni sem haldin verður í Bretlandi í maí. 29. ágúst 2022 13:36
Eurovision verður í Bretlandi á næsta ári Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva, Eurovision, verður haldin í Bretlandi á næsta ári. Úkraína sigraði keppnina í ár og ætti því samkvæmt reglunum að halda keppnina á næsti ári en ekki er hægt að tryggja öryggi allra gesta þar vegna innrásar Rússa inn í landið. Því var ákveðið að keppnin færi fram í öðru landi. 25. júlí 2022 11:29
Endanlega staðfest að Eurovision verði ekki í Úkraínu Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur endanlega staðfest að Úkraína muni ekki fá að halda Eurovision á næsta ári. Sambandið sendi frá sér tilkynningu nú síðdegis þar sem segir að ekki verði hægt að tryggja öryggi allra sem koma myndu að keppninni þar í landi. 23. júní 2022 16:52
Eurovision fer ekki fram í Úkraínu og Bretar beðnir að hlaupa í skarðið Skipuleggjendur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hafa ákveðið að Úkraína geti ekki haldið keppnina sökum stríðsástands í landinu. Því hafa þeir beðið Bretland um að halda keppnina en framlag þeirra í ár endaði í öðru sæti. 17. júní 2022 10:58
Úkraína er sigurvegari Eurovision 2022 Nú liggur fyrir hver hlaut glerstyttuna eftirsóttu í Eurovision þetta árið. Veðbankarnir höfðu rétt fyrir sér og Úkraína sigraði Eurovision. 14. maí 2022 23:01