Greindu sprengingar við Nord Stream leiðslurnar Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2022 13:46 Lekarnir valda miklu umbroti á yfirborði Eystrasalts. Danski herinn Tvær sprengingar greindust greinilega á mælitækjum í Svíþjóð og Noregi þegar göt mynduðust á Nord Stream 1 og Nord Stream 2 leiðslunum í Eystrasalti. Þá birtu Danir í dag myndefni sem sýnir lekana á yfirborði hafsins. Fyrsta sprengingin greindist klukkan 2:03 í fyrrinótt, að staðartíma, og sú síðari klukkan 19:04 í gærkvöldi. Sérfræðingar sem SVT ræddi við segja ljóst að um sprengingar sé að ræða. Ein þeirra er sögð hafa verið svo stór að hún mældist sem 2,3 stiga jarðskjálfti. Yfirvöld í Þýskalandi er sögð rannsaka atvikin sem skemmdarverk. Sjá einnig: Lekar í Nord Stream 1 og 2 mögulega skipulagðar árásir Tveir lekar hafa greinst á NS-1 og einn á NS-2. Allir lekarnir eru á svipuðum slóðum skammt frá Borgundarhólmi en gasið frá þeim stærsta hefur valdið umbroti á yfirborðinu sem er allt að kílómetri í þvermál. Flugher Danmerkur tók í dag meðfylgjandi myndband. Nord Stream 1 var tekin í notkun árið 2011 en Rússar skrúfuðu fyrir flæði gass um leiðsluna í september. Framkvæmdum við Nord Stream 2 lauk á síðasta ári en leiðslan hefur ekki verið tekin í notkun vegna innrásarstríðs Rússlands í Úkraínu. Mikið magn af gasi er í leiðslunum, þó þær séu ekki í notkun. Here are the positions of gas leaks north east and south east of Bornholm. pic.twitter.com/vT6Miwu2ub— Mikael Lindström (@mikaellindstro2) September 27, 2022 Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Þýskaland Danmörk Svíþjóð Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vill bregðast við væntanlegri orkukreppu með umfangsmiklum aðgerðum Stríðið í Úkraínu og loftslagsbreytingar hafa haft gríðarleg áhrif í Evrópu og stefnir allt í orkukreppu í vetur. Forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins hefur lagt til ýmsar aðgerðir til að bregðast við, þær stærstu muni skila meðlimaríkjum um 140 milljörðum evra. 14. september 2022 19:30 Danir lækka hitann í almenningsrýmum Danir hafa ákveðið að lækka hitastigið í almenningsrýmum til þess að sporna gegn háu orkuverði í landinu. Neyðarlög voru samþykkt á danska þinginu fyrr í dag þar sem rafmagnsskattur var lækkaður. 8. september 2022 13:26 Óvíst hvenær gas muni flæða um Nord Stream 1 leiðsluna á ný Á dögunum tilkynnti orkurisinn Gazprom að flæði á gasi um Nord Stream 1 leiðsluna yrði stöðvað vegna viðhalds í þrjá daga eða þar til 3. september. Nú hefur komið í ljós að fyrirtækið muni ekki standa við fyrri áætlun. 2. september 2022 20:08 Rússar muni skrúfa fyrir gasflæði um Nord Stream 1 leiðsluna enn á ný Orkurisinn Gazprom er sagður ætla að loka fyrir flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna til Þýskalands á morgun og muni lokunin vara í þrjá daga. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gazprom lokar á flæði gass til Þýskalands en gasflæði þangað sem og til annarra Evrópuríkja hefur verið óstöðugt í nokkurn tíma. 30. ágúst 2022 20:25 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Fyrsta sprengingin greindist klukkan 2:03 í fyrrinótt, að staðartíma, og sú síðari klukkan 19:04 í gærkvöldi. Sérfræðingar sem SVT ræddi við segja ljóst að um sprengingar sé að ræða. Ein þeirra er sögð hafa verið svo stór að hún mældist sem 2,3 stiga jarðskjálfti. Yfirvöld í Þýskalandi er sögð rannsaka atvikin sem skemmdarverk. Sjá einnig: Lekar í Nord Stream 1 og 2 mögulega skipulagðar árásir Tveir lekar hafa greinst á NS-1 og einn á NS-2. Allir lekarnir eru á svipuðum slóðum skammt frá Borgundarhólmi en gasið frá þeim stærsta hefur valdið umbroti á yfirborðinu sem er allt að kílómetri í þvermál. Flugher Danmerkur tók í dag meðfylgjandi myndband. Nord Stream 1 var tekin í notkun árið 2011 en Rússar skrúfuðu fyrir flæði gass um leiðsluna í september. Framkvæmdum við Nord Stream 2 lauk á síðasta ári en leiðslan hefur ekki verið tekin í notkun vegna innrásarstríðs Rússlands í Úkraínu. Mikið magn af gasi er í leiðslunum, þó þær séu ekki í notkun. Here are the positions of gas leaks north east and south east of Bornholm. pic.twitter.com/vT6Miwu2ub— Mikael Lindström (@mikaellindstro2) September 27, 2022
Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Þýskaland Danmörk Svíþjóð Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vill bregðast við væntanlegri orkukreppu með umfangsmiklum aðgerðum Stríðið í Úkraínu og loftslagsbreytingar hafa haft gríðarleg áhrif í Evrópu og stefnir allt í orkukreppu í vetur. Forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins hefur lagt til ýmsar aðgerðir til að bregðast við, þær stærstu muni skila meðlimaríkjum um 140 milljörðum evra. 14. september 2022 19:30 Danir lækka hitann í almenningsrýmum Danir hafa ákveðið að lækka hitastigið í almenningsrýmum til þess að sporna gegn háu orkuverði í landinu. Neyðarlög voru samþykkt á danska þinginu fyrr í dag þar sem rafmagnsskattur var lækkaður. 8. september 2022 13:26 Óvíst hvenær gas muni flæða um Nord Stream 1 leiðsluna á ný Á dögunum tilkynnti orkurisinn Gazprom að flæði á gasi um Nord Stream 1 leiðsluna yrði stöðvað vegna viðhalds í þrjá daga eða þar til 3. september. Nú hefur komið í ljós að fyrirtækið muni ekki standa við fyrri áætlun. 2. september 2022 20:08 Rússar muni skrúfa fyrir gasflæði um Nord Stream 1 leiðsluna enn á ný Orkurisinn Gazprom er sagður ætla að loka fyrir flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna til Þýskalands á morgun og muni lokunin vara í þrjá daga. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gazprom lokar á flæði gass til Þýskalands en gasflæði þangað sem og til annarra Evrópuríkja hefur verið óstöðugt í nokkurn tíma. 30. ágúst 2022 20:25 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Vill bregðast við væntanlegri orkukreppu með umfangsmiklum aðgerðum Stríðið í Úkraínu og loftslagsbreytingar hafa haft gríðarleg áhrif í Evrópu og stefnir allt í orkukreppu í vetur. Forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins hefur lagt til ýmsar aðgerðir til að bregðast við, þær stærstu muni skila meðlimaríkjum um 140 milljörðum evra. 14. september 2022 19:30
Danir lækka hitann í almenningsrýmum Danir hafa ákveðið að lækka hitastigið í almenningsrýmum til þess að sporna gegn háu orkuverði í landinu. Neyðarlög voru samþykkt á danska þinginu fyrr í dag þar sem rafmagnsskattur var lækkaður. 8. september 2022 13:26
Óvíst hvenær gas muni flæða um Nord Stream 1 leiðsluna á ný Á dögunum tilkynnti orkurisinn Gazprom að flæði á gasi um Nord Stream 1 leiðsluna yrði stöðvað vegna viðhalds í þrjá daga eða þar til 3. september. Nú hefur komið í ljós að fyrirtækið muni ekki standa við fyrri áætlun. 2. september 2022 20:08
Rússar muni skrúfa fyrir gasflæði um Nord Stream 1 leiðsluna enn á ný Orkurisinn Gazprom er sagður ætla að loka fyrir flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna til Þýskalands á morgun og muni lokunin vara í þrjá daga. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gazprom lokar á flæði gass til Þýskalands en gasflæði þangað sem og til annarra Evrópuríkja hefur verið óstöðugt í nokkurn tíma. 30. ágúst 2022 20:25
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila