Southgate eftir að enda á botni riðilsins: „Hafa vaxið sem lið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. september 2022 23:00 Gareth Southgate á hliðarlínunni í kvöld. EPA-EFE/VINCENT MIGNOTT England gerði 3-3 jafntefli í lokaleik riðlakeppni Þjóðadeildarinnar í kvöld. Eftir að lenda 2-0 undir kom England til baka og skoraði óvænt þrjú mörk en fram að þessu hafði liðið aðeins skorað eitt mark í fimm leikjum. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari, segir enska liðið hafa vaxið. „Ég verð að segja að leikmennirnir hafa verið frábærir undanfarna daga. Þeir hafa tekið ábyrgð sem einstaklingar. Sem hópur hafa þeir talað saman innbyrðis og við okkur [þjálfarateymið]. Þeir virkilega stigið upp í þessari viku. Þetta hefur verið erfiður tími fyrir hópinn en þeir hafa vaxið sem lið,“ sagði Southgate eftir leik kvöldsins. „Það mun vera pressa á okkur á HM, við munum að vissu leyti alltaf hafa ákveðna pressu á okkur. Þú getur reynt að forðast pressuna en hún kemur alltaf á endanum. Það er betra að við finnum fyrir henni strax og lærum að meðhöndla hana.“ „Við spiluðum vináttuleik gegn Fílabeinsströndinni í mars á þessu ári þar sem þeir missa mann af velli snemma leiks og leikurinn fjaraði út, við lærðum ekki neitt.“ „Við lærðum hins vegar gríðarlega mikið í þessari viku. Strákarnir þurftu að stíga fram og koma saman, það mun nýtast okkur til lengri tíma.“ Um jöfnunarmark Þýskalands „Þetta voru mistök og auðvitað er hann leiður en liðið verður að standa saman og það höfum við gert alla vikuna,“ sagði Southgate þegar hann var spurður út í mistök markvarðarins Nick Pope í þriðja marki Þýskalands. Pope tókst þá ekki að halda lausu skoti Serge Gnabry og Kai Havertz renndi boltanum í netið. "We showed character and also a lot of quality in the chances we created"Gareth Southgate gives his reaction to England's 3-3 draw against Germany. pic.twitter.com/X0jNbvOG7r— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 26, 2022 „Í kvöld voru það mistök sem gáfu þeim mörk en ég vil einblína á þá staðreynd að við sýndum mikinn karakter, gæði í færunum sem við sköpuðum og trú, eitthvað sem við höfum ekki sýnt í undanförnum leikjum. Ég held að áhorfendur hafi tekið eftir því og gert slíkt hið sama í kjölfarið,“ sagði Southgate að lokum. England endar á botni riðilsins og mun spila í B-deild Þjóðadeildarinnar á næsta ári. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Sjá meira
„Ég verð að segja að leikmennirnir hafa verið frábærir undanfarna daga. Þeir hafa tekið ábyrgð sem einstaklingar. Sem hópur hafa þeir talað saman innbyrðis og við okkur [þjálfarateymið]. Þeir virkilega stigið upp í þessari viku. Þetta hefur verið erfiður tími fyrir hópinn en þeir hafa vaxið sem lið,“ sagði Southgate eftir leik kvöldsins. „Það mun vera pressa á okkur á HM, við munum að vissu leyti alltaf hafa ákveðna pressu á okkur. Þú getur reynt að forðast pressuna en hún kemur alltaf á endanum. Það er betra að við finnum fyrir henni strax og lærum að meðhöndla hana.“ „Við spiluðum vináttuleik gegn Fílabeinsströndinni í mars á þessu ári þar sem þeir missa mann af velli snemma leiks og leikurinn fjaraði út, við lærðum ekki neitt.“ „Við lærðum hins vegar gríðarlega mikið í þessari viku. Strákarnir þurftu að stíga fram og koma saman, það mun nýtast okkur til lengri tíma.“ Um jöfnunarmark Þýskalands „Þetta voru mistök og auðvitað er hann leiður en liðið verður að standa saman og það höfum við gert alla vikuna,“ sagði Southgate þegar hann var spurður út í mistök markvarðarins Nick Pope í þriðja marki Þýskalands. Pope tókst þá ekki að halda lausu skoti Serge Gnabry og Kai Havertz renndi boltanum í netið. "We showed character and also a lot of quality in the chances we created"Gareth Southgate gives his reaction to England's 3-3 draw against Germany. pic.twitter.com/X0jNbvOG7r— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 26, 2022 „Í kvöld voru það mistök sem gáfu þeim mörk en ég vil einblína á þá staðreynd að við sýndum mikinn karakter, gæði í færunum sem við sköpuðum og trú, eitthvað sem við höfum ekki sýnt í undanförnum leikjum. Ég held að áhorfendur hafi tekið eftir því og gert slíkt hið sama í kjölfarið,“ sagði Southgate að lokum. England endar á botni riðilsins og mun spila í B-deild Þjóðadeildarinnar á næsta ári.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Sjá meira