Southgate eftir að enda á botni riðilsins: „Hafa vaxið sem lið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. september 2022 23:00 Gareth Southgate á hliðarlínunni í kvöld. EPA-EFE/VINCENT MIGNOTT England gerði 3-3 jafntefli í lokaleik riðlakeppni Þjóðadeildarinnar í kvöld. Eftir að lenda 2-0 undir kom England til baka og skoraði óvænt þrjú mörk en fram að þessu hafði liðið aðeins skorað eitt mark í fimm leikjum. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari, segir enska liðið hafa vaxið. „Ég verð að segja að leikmennirnir hafa verið frábærir undanfarna daga. Þeir hafa tekið ábyrgð sem einstaklingar. Sem hópur hafa þeir talað saman innbyrðis og við okkur [þjálfarateymið]. Þeir virkilega stigið upp í þessari viku. Þetta hefur verið erfiður tími fyrir hópinn en þeir hafa vaxið sem lið,“ sagði Southgate eftir leik kvöldsins. „Það mun vera pressa á okkur á HM, við munum að vissu leyti alltaf hafa ákveðna pressu á okkur. Þú getur reynt að forðast pressuna en hún kemur alltaf á endanum. Það er betra að við finnum fyrir henni strax og lærum að meðhöndla hana.“ „Við spiluðum vináttuleik gegn Fílabeinsströndinni í mars á þessu ári þar sem þeir missa mann af velli snemma leiks og leikurinn fjaraði út, við lærðum ekki neitt.“ „Við lærðum hins vegar gríðarlega mikið í þessari viku. Strákarnir þurftu að stíga fram og koma saman, það mun nýtast okkur til lengri tíma.“ Um jöfnunarmark Þýskalands „Þetta voru mistök og auðvitað er hann leiður en liðið verður að standa saman og það höfum við gert alla vikuna,“ sagði Southgate þegar hann var spurður út í mistök markvarðarins Nick Pope í þriðja marki Þýskalands. Pope tókst þá ekki að halda lausu skoti Serge Gnabry og Kai Havertz renndi boltanum í netið. "We showed character and also a lot of quality in the chances we created"Gareth Southgate gives his reaction to England's 3-3 draw against Germany. pic.twitter.com/X0jNbvOG7r— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 26, 2022 „Í kvöld voru það mistök sem gáfu þeim mörk en ég vil einblína á þá staðreynd að við sýndum mikinn karakter, gæði í færunum sem við sköpuðum og trú, eitthvað sem við höfum ekki sýnt í undanförnum leikjum. Ég held að áhorfendur hafi tekið eftir því og gert slíkt hið sama í kjölfarið,“ sagði Southgate að lokum. England endar á botni riðilsins og mun spila í B-deild Þjóðadeildarinnar á næsta ári. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi Sjá meira
„Ég verð að segja að leikmennirnir hafa verið frábærir undanfarna daga. Þeir hafa tekið ábyrgð sem einstaklingar. Sem hópur hafa þeir talað saman innbyrðis og við okkur [þjálfarateymið]. Þeir virkilega stigið upp í þessari viku. Þetta hefur verið erfiður tími fyrir hópinn en þeir hafa vaxið sem lið,“ sagði Southgate eftir leik kvöldsins. „Það mun vera pressa á okkur á HM, við munum að vissu leyti alltaf hafa ákveðna pressu á okkur. Þú getur reynt að forðast pressuna en hún kemur alltaf á endanum. Það er betra að við finnum fyrir henni strax og lærum að meðhöndla hana.“ „Við spiluðum vináttuleik gegn Fílabeinsströndinni í mars á þessu ári þar sem þeir missa mann af velli snemma leiks og leikurinn fjaraði út, við lærðum ekki neitt.“ „Við lærðum hins vegar gríðarlega mikið í þessari viku. Strákarnir þurftu að stíga fram og koma saman, það mun nýtast okkur til lengri tíma.“ Um jöfnunarmark Þýskalands „Þetta voru mistök og auðvitað er hann leiður en liðið verður að standa saman og það höfum við gert alla vikuna,“ sagði Southgate þegar hann var spurður út í mistök markvarðarins Nick Pope í þriðja marki Þýskalands. Pope tókst þá ekki að halda lausu skoti Serge Gnabry og Kai Havertz renndi boltanum í netið. "We showed character and also a lot of quality in the chances we created"Gareth Southgate gives his reaction to England's 3-3 draw against Germany. pic.twitter.com/X0jNbvOG7r— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 26, 2022 „Í kvöld voru það mistök sem gáfu þeim mörk en ég vil einblína á þá staðreynd að við sýndum mikinn karakter, gæði í færunum sem við sköpuðum og trú, eitthvað sem við höfum ekki sýnt í undanförnum leikjum. Ég held að áhorfendur hafi tekið eftir því og gert slíkt hið sama í kjölfarið,“ sagði Southgate að lokum. England endar á botni riðilsins og mun spila í B-deild Þjóðadeildarinnar á næsta ári.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi Sjá meira