Búast við þrjú til fjögur þúsund manns í Laugardalshöll á dag Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. september 2022 11:31 Bólusett var í höllinni með hléum frá febrúar 2021 til febrúar 2022. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir fólk geta slegið tvær flugur í einu höggi núna, fengið örvunarskammt gegn Covid og inflúensubólusetningu. Vísir/Vilhelm Bólusetningarátak í Laugardalshöll hefst á morgun þar sem einstaklingum sextíu ára og eldri verður boðið fjórða skammt bóluefnis gegn Covid og inflúensubólusetningu samhliða því. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á von á allt að þrjú til fjögur þúsund manns á dag í höllina en sambærilegt átak er að fara af stað víðar á landinu. Hætt var að bólusetja í Laugardalshöll síðastliðinn febrúar, einu ári eftir að þær hófust, og var þess í stað boðið upp á bólusetningar á heilsugæslustöðvunum. Nú hefur aftur á móti verið ákveðið að bólusetja aftur í höllinni. Bólusett verður alla virka daga til sjöunda október frá klukkan ellefu til þrjú og geta allir sextíu ára og eldri mætt þangað. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir bólusetningarnar með örlítið breyttu sniðið í þetta skiptið. „Við erum bæði að bjóða upp á Covid bólusetningar, sem sagt örvunarskammt, en líka inflúensubólusetninguna. Þannig að fólk getur komið hérna og slegið tvær flugur í einu höggi, fengið báðar eða aðra hvora eftir því hvað hentar,“ segir Ragnheiður. „Við ætlum að vera með þrjá bása, einn verður bara inflúensa og annar bara covid og svo verður einn bás sem verður hvorutveggja,“ segir hún enn fremur. Verið er að undirbúa höllina í dag fyrir morgundaginn. Ný útgáfa af bóluefninu verður gefin sem virkar betur gegn ómíkron afbrigðinu og því ekki hægt að bjóða upp á grunnbólusetningu. Fólk er hvatt til að mæta í stuttermabol til að flýta fyrir ferlinu. Samkvæmt nýjustu upplýsingum á Covid.is hafa hátt í 210 þúsund einstaklingar fengið að minnsta kosti þrjá skammta, þar af tæplega 28 þúsund sem hafa fengið fjóra. Rúmlega 292 þúsund manns hafa fengið að minnsta kosti tvo skammta af bóluefni og teljast því fullbólusettir. „Það eru alla vega 30 þúsund manns hér á höfuðborgarsvæðinu sem eiga eftir að fá örvunarskammtinn, sem eru yfir 60 ára, þannig við erum alveg að búast við að það komi svona þrjú til fjögur þúsund manns á hverjum degi,“ segir Ragnheiður. Sambærilegt átak er einnig að fara af stað víðar á landinu og er fólk á landbyggðinni hvatt til að athuga málið hjá viðkomandi heilbrigðisstofnunum. Á höfuðborgarsvæðinu er stefnt á að bjóða einstaklingum yngri en sextíu ára upp á örvunarskammt á heilsugæslustöðvunum eftir að átakinu lýkur. Engar bólusetningar verða þar í boði á meðan átakið varir. „Af því að fólkið sem er búið að vera að bólusetja á stöðvunum það er að koma hér í höllina. Það er gott að fólk viti það að það er ekki hægt að fara á heilsugæslustöðvarnar, hvorki til að fá inflúensubólusetningu né Covid bólusetningu,“ segir Ragnheiður. Miðað er við að hægt sé að gefa örvunarskammt þegar fjórir mánuðir eru liðnir frá síðustu sprautu eða sýkingu. Þó miðað hafi verið við að Covid sýking teldist sem einn bóluefnaskammtur fyrr í faraldrinum á það síður við í dag. Fólk sem hafi sýkst snemma í faraldrinum ætti því ekki að telja hana sem bóluefnaskammt. Bólusetningar Heilsugæsla Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Hætt var að bólusetja í Laugardalshöll síðastliðinn febrúar, einu ári eftir að þær hófust, og var þess í stað boðið upp á bólusetningar á heilsugæslustöðvunum. Nú hefur aftur á móti verið ákveðið að bólusetja aftur í höllinni. Bólusett verður alla virka daga til sjöunda október frá klukkan ellefu til þrjú og geta allir sextíu ára og eldri mætt þangað. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir bólusetningarnar með örlítið breyttu sniðið í þetta skiptið. „Við erum bæði að bjóða upp á Covid bólusetningar, sem sagt örvunarskammt, en líka inflúensubólusetninguna. Þannig að fólk getur komið hérna og slegið tvær flugur í einu höggi, fengið báðar eða aðra hvora eftir því hvað hentar,“ segir Ragnheiður. „Við ætlum að vera með þrjá bása, einn verður bara inflúensa og annar bara covid og svo verður einn bás sem verður hvorutveggja,“ segir hún enn fremur. Verið er að undirbúa höllina í dag fyrir morgundaginn. Ný útgáfa af bóluefninu verður gefin sem virkar betur gegn ómíkron afbrigðinu og því ekki hægt að bjóða upp á grunnbólusetningu. Fólk er hvatt til að mæta í stuttermabol til að flýta fyrir ferlinu. Samkvæmt nýjustu upplýsingum á Covid.is hafa hátt í 210 þúsund einstaklingar fengið að minnsta kosti þrjá skammta, þar af tæplega 28 þúsund sem hafa fengið fjóra. Rúmlega 292 þúsund manns hafa fengið að minnsta kosti tvo skammta af bóluefni og teljast því fullbólusettir. „Það eru alla vega 30 þúsund manns hér á höfuðborgarsvæðinu sem eiga eftir að fá örvunarskammtinn, sem eru yfir 60 ára, þannig við erum alveg að búast við að það komi svona þrjú til fjögur þúsund manns á hverjum degi,“ segir Ragnheiður. Sambærilegt átak er einnig að fara af stað víðar á landinu og er fólk á landbyggðinni hvatt til að athuga málið hjá viðkomandi heilbrigðisstofnunum. Á höfuðborgarsvæðinu er stefnt á að bjóða einstaklingum yngri en sextíu ára upp á örvunarskammt á heilsugæslustöðvunum eftir að átakinu lýkur. Engar bólusetningar verða þar í boði á meðan átakið varir. „Af því að fólkið sem er búið að vera að bólusetja á stöðvunum það er að koma hér í höllina. Það er gott að fólk viti það að það er ekki hægt að fara á heilsugæslustöðvarnar, hvorki til að fá inflúensubólusetningu né Covid bólusetningu,“ segir Ragnheiður. Miðað er við að hægt sé að gefa örvunarskammt þegar fjórir mánuðir eru liðnir frá síðustu sprautu eða sýkingu. Þó miðað hafi verið við að Covid sýking teldist sem einn bóluefnaskammtur fyrr í faraldrinum á það síður við í dag. Fólk sem hafi sýkst snemma í faraldrinum ætti því ekki að telja hana sem bóluefnaskammt.
Bólusetningar Heilsugæsla Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira