Mikil gleði virðist ríkja í Katalóníu þar sem lærisveinar Xavi Hernández leika listir sínar. Þegar Ronald Koeman þjálfaði Barcelona var stúkan á Nývangi svo gott sem tóm og virtist stuðningsfólk liðsins ekki hafa neinn áhuga á að mæta á völlinn.
Nú er öldin önnur en ekkert lið er með hærri meðaláhorfendafjölda en Barcelona. Að meðaltali mæta 83.383 manns á leiki liðsins. Þar á eftir koma þýsku félögin Borussia Dortmund [80.783] og Bayern München [75.000].
Athygli vekur að West Ham United er í 8. sæti listans sem stendur og er því það Lundúnalið sem fær flesta áhorfendur á leiki sína.
Highest average attendances across Europe this season.
— SPORTbible (@sportbible) September 25, 2022
Sunderland higher than Juventus pic.twitter.com/h0OWBrlXWR
Að endingu vekur mikla athygli að B-deildarlið Sunderland, sem hefur undanfarin ár leikið í ensku C-deildinni, er með fleiri áhorfendur að meðaltali en Juventus, Napoli og önnur efstu deildarlið. Listann má sjá í heild sinni hér að ofan.
