Fyrstu íbúarnir eru að fara að flytja inn í nýtt hjúkrunarheimili á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. september 2022 13:06 Móberg, nýja hjúkrunarheimilið á Selfossi er glæsilegt í alla staði með 60 herbergjum. Aðsend Mikil ánægja og tilhlökkun er á Selfossi með opnun nýs hjúkrunarheimilis á staðnum en þar verða sextíu íbúar, 40 af höfuðborgarsvæðinu og tuttugu af Suðurlandi. Fyrstu íbúarnir flytja inn í heimilið 10. október. Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur tekið að sér rekstur nýja hjúkrunarheimilisins, sem hefur fengið nafnið Móberg. Gestum og gangandi bauðst að koma og skoða húsnæðið í vikunni og var það samdóma álit fólks að hjúkrunarheimilið væri allt hið glæsilegasta enda allur aðbúnaður þar eins og best verður á kosið. Díana Óskarsdóttir er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. „Já, nú styttist í þetta, við erum búin að bíða lengi og erum full tilhlökkunar að taka á móti fyrsti íbúunum. Við erum að fara að taka á móti fólki frá höfuðborgarsvæðinu til þess að reyna að létta á pressunni þar. Það eru alls staðar biðlistar, bæði hér og á höfuðborgarsvæðinu og út um allt land,“ segir Díana en um er að ræða tímabundin rými fyrir fólkið af höfuðborgarsvæðinu. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (t.v.), sem tók á móti gestum, sem mættu til að skoða nýja hjúkrunarheimilið Móberg á Selfossi í vikunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýja heimilið er byggt í hring þar sem hvert herbergi er um 25 fermetrar að stærð. Fimm deildir verða á heimilinu og verður fyrsta deildin opnuð 10. október þegar fyrstu íbúarnir flytja inn. Risa útigarður er við heimilið. „Við munum opna nokkuð bratt en jú, við byrjum kannski að taka inn eina til tvær deildir og svo bara koll af kolli eins fljótt og við getum,“ segir Díana. Ingunn Guðjónsdóttir (t.v.) og mamma hennar, Rannveig Einarsdóttir voru meðal fjölmargra gesta, sem skoðuð nýja heimilið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er búið að fylla heimilið nú þegar? „Við erum með nóg af fólki, sem er að bíða, já.“ Hvernig gengur að ráða starfsfólk ? „Það gengur nokkuð vel. Við erum langt komin með það, við erum komin með starfsfólk í fjórar einingar af fimm, þannig að þetta gengur,“ segir Díana. Díana segist skynja mikla tilhlökkun í samfélaginu fyrir opnun nýja hjúkrunarheimilisins Móbergs. „Þetta er glæsilegt heimili, algjörlega. Við erum mjög stolt og hlökkum til að taka á móti fyrstu íbúunum,“ sagði Díana. Og þessar tvær systur voru yfir sig hrifnar af nýja heimilinu, Blaka (t.v.) og Stella.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Hjúkrunarheimili Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur tekið að sér rekstur nýja hjúkrunarheimilisins, sem hefur fengið nafnið Móberg. Gestum og gangandi bauðst að koma og skoða húsnæðið í vikunni og var það samdóma álit fólks að hjúkrunarheimilið væri allt hið glæsilegasta enda allur aðbúnaður þar eins og best verður á kosið. Díana Óskarsdóttir er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. „Já, nú styttist í þetta, við erum búin að bíða lengi og erum full tilhlökkunar að taka á móti fyrsti íbúunum. Við erum að fara að taka á móti fólki frá höfuðborgarsvæðinu til þess að reyna að létta á pressunni þar. Það eru alls staðar biðlistar, bæði hér og á höfuðborgarsvæðinu og út um allt land,“ segir Díana en um er að ræða tímabundin rými fyrir fólkið af höfuðborgarsvæðinu. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (t.v.), sem tók á móti gestum, sem mættu til að skoða nýja hjúkrunarheimilið Móberg á Selfossi í vikunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýja heimilið er byggt í hring þar sem hvert herbergi er um 25 fermetrar að stærð. Fimm deildir verða á heimilinu og verður fyrsta deildin opnuð 10. október þegar fyrstu íbúarnir flytja inn. Risa útigarður er við heimilið. „Við munum opna nokkuð bratt en jú, við byrjum kannski að taka inn eina til tvær deildir og svo bara koll af kolli eins fljótt og við getum,“ segir Díana. Ingunn Guðjónsdóttir (t.v.) og mamma hennar, Rannveig Einarsdóttir voru meðal fjölmargra gesta, sem skoðuð nýja heimilið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er búið að fylla heimilið nú þegar? „Við erum með nóg af fólki, sem er að bíða, já.“ Hvernig gengur að ráða starfsfólk ? „Það gengur nokkuð vel. Við erum langt komin með það, við erum komin með starfsfólk í fjórar einingar af fimm, þannig að þetta gengur,“ segir Díana. Díana segist skynja mikla tilhlökkun í samfélaginu fyrir opnun nýja hjúkrunarheimilisins Móbergs. „Þetta er glæsilegt heimili, algjörlega. Við erum mjög stolt og hlökkum til að taka á móti fyrstu íbúunum,“ sagði Díana. Og þessar tvær systur voru yfir sig hrifnar af nýja heimilinu, Blaka (t.v.) og Stella.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Hjúkrunarheimili Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira