Hágrétu eftir síðasta leik Federer á ferlinum: „Gæti ekki verið hamingjusamari“ Atli Arason skrifar 24. september 2022 09:47 Roger Federer og Rafael Nadal leyndu ekki tilfinningum sínum eftir lokaleik Federer. Tom Jenkins/The Guardian Svisslendingurinn Roger Federer lauk í nótt 24 ára löngum tennisferli með tapi í tvíliðaleik ásamt Rafael Nadal á Laver-bikarnum í Englandi. Tilfinningarnar báru flesta viðstadda ofurliði í leikslok. Þeir Federer og Nadal kepptu fyrir hönd Evrópuúrvalsins á Laver-bikarnum gegn heimsúrvalinu, skipað af Jack Sock og Frances Tiafoe. Þeir Federer og Nadal unnu fyrsta settið 6-4 en Sock og Tiafoe komu til baka og unnu næstu tvö, 6-7 og 9-11. Federer hafði áður gefið út að þetta mót yrði hans síðasta á ferlinum en Federer er 41. árs gamall og hefur spilað sem atvinnumaður í tennis frá árinu 1998. Úrvalslið Evrópu var skipað af þeim Federer og Nadal með þá Novak Djokovic og Andy Murray þeim til halds og trausts. Federer vildi ljúka ferlinum við hlið Nadal en í gegnum tíðina hafa þeir Federer og Nadal verið verðugir andstæðingar. 40 sinnum hafa þeir mæst á tennisvellinum, þar af 25 sinnum í úrslitaleikjum. Bestu augnablik Federer á vellinum hafa því oft verið verstu augnablik Nadal og öfugt. Í nótt deildu þeir hins vegar augnablikinu saman. Að leik loknum brást Federer í grát og Nadal leyndi heldur ekki tilfinningum sínum fyrir framan troðfullan O2 höllina í London. All the Fedal feelings.#LaverCup pic.twitter.com/WKjhcADFoe— Laver Cup (@LaverCup) September 24, 2022 Roger Federer er einn af sigursælustu leikmönnum í sögu tennis. Enginn hefur unnið fleiri Wimbledon titla og enginn hefur unnið fleiri leiki á stórmótum en þá 369 leiki sem Federer vann. Þá hefur enginn í langri sögu íþróttarinnar eytt jafn löngum samfleyttum tíma í efsta sæti heimslistans og Federer. Svisslendingurinn var í efsta sæti heimslistans í 237 vikur í röð, frá febrúar 2004 til ágúst 2008. „Ég var viss um að ég myndi einhvern veginn ná að slasa mig í þessum leik en ég er svo ánægður að ná að komast heill í gegnum hann. Þetta var frábær leikur og ég gæti ekki verið hamingjusamari að klára ferilinn á þennan hátt við hlið Rafa [Nadal] og með alla strákana í liðinu, öllum þessum goðsögnum,“ sagði Federer í tilfinningaþrungnu lokaviðtali sem atvinnumaður í tennis. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan. Tennis Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira
Þeir Federer og Nadal kepptu fyrir hönd Evrópuúrvalsins á Laver-bikarnum gegn heimsúrvalinu, skipað af Jack Sock og Frances Tiafoe. Þeir Federer og Nadal unnu fyrsta settið 6-4 en Sock og Tiafoe komu til baka og unnu næstu tvö, 6-7 og 9-11. Federer hafði áður gefið út að þetta mót yrði hans síðasta á ferlinum en Federer er 41. árs gamall og hefur spilað sem atvinnumaður í tennis frá árinu 1998. Úrvalslið Evrópu var skipað af þeim Federer og Nadal með þá Novak Djokovic og Andy Murray þeim til halds og trausts. Federer vildi ljúka ferlinum við hlið Nadal en í gegnum tíðina hafa þeir Federer og Nadal verið verðugir andstæðingar. 40 sinnum hafa þeir mæst á tennisvellinum, þar af 25 sinnum í úrslitaleikjum. Bestu augnablik Federer á vellinum hafa því oft verið verstu augnablik Nadal og öfugt. Í nótt deildu þeir hins vegar augnablikinu saman. Að leik loknum brást Federer í grát og Nadal leyndi heldur ekki tilfinningum sínum fyrir framan troðfullan O2 höllina í London. All the Fedal feelings.#LaverCup pic.twitter.com/WKjhcADFoe— Laver Cup (@LaverCup) September 24, 2022 Roger Federer er einn af sigursælustu leikmönnum í sögu tennis. Enginn hefur unnið fleiri Wimbledon titla og enginn hefur unnið fleiri leiki á stórmótum en þá 369 leiki sem Federer vann. Þá hefur enginn í langri sögu íþróttarinnar eytt jafn löngum samfleyttum tíma í efsta sæti heimslistans og Federer. Svisslendingurinn var í efsta sæti heimslistans í 237 vikur í röð, frá febrúar 2004 til ágúst 2008. „Ég var viss um að ég myndi einhvern veginn ná að slasa mig í þessum leik en ég er svo ánægður að ná að komast heill í gegnum hann. Þetta var frábær leikur og ég gæti ekki verið hamingjusamari að klára ferilinn á þennan hátt við hlið Rafa [Nadal] og með alla strákana í liðinu, öllum þessum goðsögnum,“ sagði Federer í tilfinningaþrungnu lokaviðtali sem atvinnumaður í tennis. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.
Tennis Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira