Magnús Óli: Öflugur varnarleikur lykillinn að þessum sigri Hjörvar Ólafsson skrifar 23. september 2022 22:45 Magnús Óli Magnússon skoraði fjögur mörk á sínum gamla heimavelli. Vísir/Diego Magnús Óli Magnússon var sáttur við spilamennsku Valsliðsins þegar liðið vann sannfærandi sigur gegn FH í þriðju umferð Olís deildar karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. „Við náðum upp góðri vörn í upphafi beggja hálfleikja og bjuggum til þægilega forystu. Við vorum allir fókuseraðir í verkefnið og margir leikmenn sem áttu gott kvöld. Við vorum að grýta okkur í alla bolta og Bjöggi varði vel," sagði Magnús Óli aðspurður um hvað hefði lagt grunninn að sigrinum. „Róbert Aron er búinn að vera veikur í vikunni og var aðeins slappur. Þá jókst aðeins ábyrgðin á mér. Arnór Snær og Benedikt Gunnar voru flottir og Agnar Smári átti góða innkomu. Við vorum bara heilt yfir góðir í þessum leik," sagði skyttan enn fremur. ´ „Það slitnaði aðeins á milli okkar undir lok fyrri hálfleiksins og mér fannst 5-1 vörnin ekki alveg vera að virka. Við náðum hins vegar að þétta varnarleikinn aftur og fækka tæknifeilum í byrjun seinni hálfleiks," sagði þessi klóki leikmaður sem skoraði fjögur mörk fyrir Val. Magnús Óli fór meiddur af velli um miðjan seinni hálfleikinn en hann sagði þau meiðsli ekki alvarleg: „Ég fékk bara högg á kjálkann og fékk smá hausverk. Þetta er samt allt í góðu og ekkert til að hafa áhyggjur af, Ég er ferskur og fínn í kjálkanum," sagði hann um meiðslin. „Við erum búnir að vinna fyrstu þrjá leikina og ég er bara sáttur við spilamennskuna í þessum leikjum. Það eru fullt af spennandi verkefnum fram undan og ég er bara mjög spenntur fyrir því sem bíður okkar," sagði Magnús Óli um framhaldið. Olís-deild karla Handbolti Valur Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Aston Villa - Arsenal | Tvö eldheit lið á Villa Park Enski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Sjá meira
„Við náðum upp góðri vörn í upphafi beggja hálfleikja og bjuggum til þægilega forystu. Við vorum allir fókuseraðir í verkefnið og margir leikmenn sem áttu gott kvöld. Við vorum að grýta okkur í alla bolta og Bjöggi varði vel," sagði Magnús Óli aðspurður um hvað hefði lagt grunninn að sigrinum. „Róbert Aron er búinn að vera veikur í vikunni og var aðeins slappur. Þá jókst aðeins ábyrgðin á mér. Arnór Snær og Benedikt Gunnar voru flottir og Agnar Smári átti góða innkomu. Við vorum bara heilt yfir góðir í þessum leik," sagði skyttan enn fremur. ´ „Það slitnaði aðeins á milli okkar undir lok fyrri hálfleiksins og mér fannst 5-1 vörnin ekki alveg vera að virka. Við náðum hins vegar að þétta varnarleikinn aftur og fækka tæknifeilum í byrjun seinni hálfleiks," sagði þessi klóki leikmaður sem skoraði fjögur mörk fyrir Val. Magnús Óli fór meiddur af velli um miðjan seinni hálfleikinn en hann sagði þau meiðsli ekki alvarleg: „Ég fékk bara högg á kjálkann og fékk smá hausverk. Þetta er samt allt í góðu og ekkert til að hafa áhyggjur af, Ég er ferskur og fínn í kjálkanum," sagði hann um meiðslin. „Við erum búnir að vinna fyrstu þrjá leikina og ég er bara sáttur við spilamennskuna í þessum leikjum. Það eru fullt af spennandi verkefnum fram undan og ég er bara mjög spenntur fyrir því sem bíður okkar," sagði Magnús Óli um framhaldið.
Olís-deild karla Handbolti Valur Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Aston Villa - Arsenal | Tvö eldheit lið á Villa Park Enski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Sjá meira