Ferlinum væntanlega lokið en lífið að hefjast Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. september 2022 11:30 Ferli Mistar Edvardsdóttur er líklega lokið en hún fær nýtt hlutverk á næstu dögum. stöð 2 Mist Edvardsdóttir hefur líklega spilað sinn síðasta leik á ferlinum. Hennar bíður hins vegar spennandi verkefni í einkalífinu. Mist meiddist í fyrri leik Vals og Slavia Prag í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrradag. Hana grunaði strax að hún hefði slitið krossband í hné. Mist ætti að þekkja einkennin en hún hefur þrisvar sinnum áður slitið krossband. Mist kom aftur eftir fyrstu þrjú krossbandsslitin en á ekki von því að koma aftur eftir það fjórða og ferilinn er því líklegast á enda. „Þetta var kunnugleg tilfinning. Ég var viss um að þetta væri það sem ég hef upplifað þrisvar áður; krossbandið. Ég á eftir að fá það staðfest en tilfinningin, sársaukinn, hreyfingin og svo fann ég smellinn,“ sagði Mist í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Mist hefur ekki bara komið aftur eftir þrjú krossbandsslit heldur einnig krabbamein. En hún á ekki von á því að snúa aftur á völlinn þegar krossbandið er gróið. „Mér finnst það líklegt að þetta hafi verið minn síðasti leikur. Maður vill ekki gefa neitt út en ég var farin að leiða hugann að því að hætta og alltaf með það á bak við eyrað að hætta áður en eitthvað svona myndi gerast,“ sagði Mist. „Ef þetta var minn síðasti leikur er ég þó þakklát fyrir að fá að enda á svona góðu tímabili. Við erum orðnar bikarmeistarar og langt komnar með deildina og vonandi klárum við það á laugardaginn og enda á tvennunni.“ Ef ferli Mistar segist hún hætta á toppnum en hún hefur sennilega aldrei spilað betur en undanfarin tvö tímabil. Á síðasta tímabili var hún meðal annars valin leikmaður ársins af Bestu mörkunum. „Það er það sem ég tek út úr þessu. Ég hef áður sagt að ég hafi að einhverju leyti syrgt hvernig ferilinn fór. Veikindi og krossbandsslit settu sitt mark á hann. En ég geng stolt frá borði og sýndi að það var smá líf í mér undir lokin,“ sagði Mist. Klippa: Viðtal við Mist Edvardsdóttur Seinni leikur Vals og Slavia Prag fer fram næsta miðvikudag. Fyrir meiðslin var óvíst hvort Mist færi út til Prag þar sem kærasta hennar, Dóra María Lárusdóttir, er langt gengin með þeirra fyrsta barn. „Ég fer ekki út úr þessu. Þetta olli mér alveg hugarangri. Hún er komin 38 vikur og við eigum von á okkar fyrsta barni. Þetta olli mér smá svefnleysi, að fara út ef hún myndi fara af stað,“ sagði Mist sem hlakkar til komandi tíma, þótt fótboltaferlinum sé að öllum líkindum lokið. „Eins ömurlegt og það er fyrir fótboltamann að slíta krossband og enda ferilinn svona er þetta samt bara fótbolti. Núna eru mestu gleðifréttir lífsins að taka við býst ég við. Það er eins gott að hann verði skemmtilegur,“ sagði Mist hlæjandi að lokum. Viðtalið við Mist má sjá í heilu lagi í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Valur Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Mist meiddist í fyrri leik Vals og Slavia Prag í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrradag. Hana grunaði strax að hún hefði slitið krossband í hné. Mist ætti að þekkja einkennin en hún hefur þrisvar sinnum áður slitið krossband. Mist kom aftur eftir fyrstu þrjú krossbandsslitin en á ekki von því að koma aftur eftir það fjórða og ferilinn er því líklegast á enda. „Þetta var kunnugleg tilfinning. Ég var viss um að þetta væri það sem ég hef upplifað þrisvar áður; krossbandið. Ég á eftir að fá það staðfest en tilfinningin, sársaukinn, hreyfingin og svo fann ég smellinn,“ sagði Mist í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Mist hefur ekki bara komið aftur eftir þrjú krossbandsslit heldur einnig krabbamein. En hún á ekki von á því að snúa aftur á völlinn þegar krossbandið er gróið. „Mér finnst það líklegt að þetta hafi verið minn síðasti leikur. Maður vill ekki gefa neitt út en ég var farin að leiða hugann að því að hætta og alltaf með það á bak við eyrað að hætta áður en eitthvað svona myndi gerast,“ sagði Mist. „Ef þetta var minn síðasti leikur er ég þó þakklát fyrir að fá að enda á svona góðu tímabili. Við erum orðnar bikarmeistarar og langt komnar með deildina og vonandi klárum við það á laugardaginn og enda á tvennunni.“ Ef ferli Mistar segist hún hætta á toppnum en hún hefur sennilega aldrei spilað betur en undanfarin tvö tímabil. Á síðasta tímabili var hún meðal annars valin leikmaður ársins af Bestu mörkunum. „Það er það sem ég tek út úr þessu. Ég hef áður sagt að ég hafi að einhverju leyti syrgt hvernig ferilinn fór. Veikindi og krossbandsslit settu sitt mark á hann. En ég geng stolt frá borði og sýndi að það var smá líf í mér undir lokin,“ sagði Mist. Klippa: Viðtal við Mist Edvardsdóttur Seinni leikur Vals og Slavia Prag fer fram næsta miðvikudag. Fyrir meiðslin var óvíst hvort Mist færi út til Prag þar sem kærasta hennar, Dóra María Lárusdóttir, er langt gengin með þeirra fyrsta barn. „Ég fer ekki út úr þessu. Þetta olli mér alveg hugarangri. Hún er komin 38 vikur og við eigum von á okkar fyrsta barni. Þetta olli mér smá svefnleysi, að fara út ef hún myndi fara af stað,“ sagði Mist sem hlakkar til komandi tíma, þótt fótboltaferlinum sé að öllum líkindum lokið. „Eins ömurlegt og það er fyrir fótboltamann að slíta krossband og enda ferilinn svona er þetta samt bara fótbolti. Núna eru mestu gleðifréttir lífsins að taka við býst ég við. Það er eins gott að hann verði skemmtilegur,“ sagði Mist hlæjandi að lokum. Viðtalið við Mist má sjá í heilu lagi í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Valur Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti