Raisi hætti við viðtalið eftir að Amanpour neitaði að bera höfuðklút Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 22. september 2022 21:14 Forsetinn var staddur í New York vegna aðalfundar Sameinuðu þjóðanna. Myndin er samsett. Getty/Anna Moneymaker, NurPhoto Forseti Írans, Ebrahim Raisi neitaði að mæta í viðtal við fréttakonu CNN, Christiane Amanpour vegna þess að hún neitaði að bera höfuðklút á meðan á viðtalinu stæði. Þetta gerist á meðan mikil mótmæli geysa í Íran í kjölfar þess að kúrdísk kona er sögð hafa verið myrt í haldi lögreglu. Hún hafi verið handtekin fyrir það að vera ekki klædd samkvæmt reglum stjórnvalda, hún hafi ekki borið höfuðklút sinn á viðeigandi máta. Viðtalið Amanpour við Raisi átti að fara fram í New York borg og hefði verið það fyrsta sem forsetinn hefði veitt í Bandaríkjunum. Amanpour segir hafa staðið til að tala við forsetann um kjarnorkusamkomulagið, stuðning Írans við Rússa vegna innrásarinnar í Úkraínu og mannréttindabrot. Starfslið forsetans hafi vitað hver umræðuefni viðtalsins yrðu. Hún greinir frá þessu hjá CNN. Hún segist aldrei hafa verið beðin um það að bera höfuðklút þegar hún hafi tekið viðtal við forseta Íran, hvort sem það hafi verið í Íran eða annars staðar en Amanpour segist hafa tekið viðtal við alla forseta Íran frá 1995. This was going to be President Raisi s first ever interview on US soil, during his visit to NY for UNGA. After weeks of planning and eight hours of setting up translation equipment, lights and cameras, we were ready. But no sign of President Raisi. 2/7— Christiane Amanpour (@amanpour) September 22, 2022 Eftir mikinn undirbúning fyrir viðtalið hafi aðstoðarmaður forsetans nálgast hana og beðið hana um að setja upp höfuðklút á meðan viðtalinu stæði en beiðnin hafi komið fjörutíu mínútum eftir að viðtalið hafi átt að hefjast. „Ég held, ef ég ætti að segja hvernig ég les aðstæðurnar, að hann hafi ekki viljað láta sjá sig með kvenmanni án höfuðklútar á þessu augnabliki. Annað hvort vegna þess að hann segir þetta vera trúarlegan mánuð eða vegna þess að fólk myndi segja, af hverju er hann að tala við erlendan fréttamann án höfuðklútar á meðan þeir ráðast nú af hörku gegn ungum konum í Íran sem bera slæðurnar ekki,“ segir Amanpour. Amanpour segist hafa neitað beiðninni kurteisislega og í kjölfarið hafi forsetinn hætt við viðtalið. And so we walked away. The interview didn t happen. As protests continue in Iran and people are being killed, it would have been an important moment to speak with President Raisi. 7/7 pic.twitter.com/kMFyQY99Zh— Christiane Amanpour (@amanpour) September 22, 2022 Bandaríkin Íran Fjölmiðlar Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir „Held að íbúar í Íran séu komnir með meira en nóg af ríkisstjórninni“ Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Íran undanfarna daga eftir að ung kúrdísk kona dó í haldi lögreglu. Hún hafði verið handtekin fyrir að vera ekki klædd samkvæmt ströngum reglum klerkastjórnar Írans og dó í síðustu viku. 21. september 2022 23:03 Að minnsta kosti níu látnir í mótmælunum í Íran Ekkert lát er á mótmælunum í Íran en mótmælendur kveiktu í lögreglustöðvum og bílum í höfuðborginni og öðrum borgum í dag. Minnst níu eru sagðir hafa látist eftir að mótmælin brutust út um helgina og hefur ríkisstjórnin lokað á samfélagsmiðla til að reyna að koma í veg fyrir að mótmælendur nái að tala sig saman. 22. september 2022 10:52 Konur brenna slæður sínar í Íran Íranskar konur hafa undanfarin fimm kvöld mótmælt hijab-lögum landsins eftir að 22 ára gömul kona lést í haldi lögreglu. Hún var handtekin fyrir að nota ekki hijab-slæðu á almannafæri en lést degi síðar. 21. september 2022 07:13 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
Þetta gerist á meðan mikil mótmæli geysa í Íran í kjölfar þess að kúrdísk kona er sögð hafa verið myrt í haldi lögreglu. Hún hafi verið handtekin fyrir það að vera ekki klædd samkvæmt reglum stjórnvalda, hún hafi ekki borið höfuðklút sinn á viðeigandi máta. Viðtalið Amanpour við Raisi átti að fara fram í New York borg og hefði verið það fyrsta sem forsetinn hefði veitt í Bandaríkjunum. Amanpour segir hafa staðið til að tala við forsetann um kjarnorkusamkomulagið, stuðning Írans við Rússa vegna innrásarinnar í Úkraínu og mannréttindabrot. Starfslið forsetans hafi vitað hver umræðuefni viðtalsins yrðu. Hún greinir frá þessu hjá CNN. Hún segist aldrei hafa verið beðin um það að bera höfuðklút þegar hún hafi tekið viðtal við forseta Íran, hvort sem það hafi verið í Íran eða annars staðar en Amanpour segist hafa tekið viðtal við alla forseta Íran frá 1995. This was going to be President Raisi s first ever interview on US soil, during his visit to NY for UNGA. After weeks of planning and eight hours of setting up translation equipment, lights and cameras, we were ready. But no sign of President Raisi. 2/7— Christiane Amanpour (@amanpour) September 22, 2022 Eftir mikinn undirbúning fyrir viðtalið hafi aðstoðarmaður forsetans nálgast hana og beðið hana um að setja upp höfuðklút á meðan viðtalinu stæði en beiðnin hafi komið fjörutíu mínútum eftir að viðtalið hafi átt að hefjast. „Ég held, ef ég ætti að segja hvernig ég les aðstæðurnar, að hann hafi ekki viljað láta sjá sig með kvenmanni án höfuðklútar á þessu augnabliki. Annað hvort vegna þess að hann segir þetta vera trúarlegan mánuð eða vegna þess að fólk myndi segja, af hverju er hann að tala við erlendan fréttamann án höfuðklútar á meðan þeir ráðast nú af hörku gegn ungum konum í Íran sem bera slæðurnar ekki,“ segir Amanpour. Amanpour segist hafa neitað beiðninni kurteisislega og í kjölfarið hafi forsetinn hætt við viðtalið. And so we walked away. The interview didn t happen. As protests continue in Iran and people are being killed, it would have been an important moment to speak with President Raisi. 7/7 pic.twitter.com/kMFyQY99Zh— Christiane Amanpour (@amanpour) September 22, 2022
Bandaríkin Íran Fjölmiðlar Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir „Held að íbúar í Íran séu komnir með meira en nóg af ríkisstjórninni“ Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Íran undanfarna daga eftir að ung kúrdísk kona dó í haldi lögreglu. Hún hafði verið handtekin fyrir að vera ekki klædd samkvæmt ströngum reglum klerkastjórnar Írans og dó í síðustu viku. 21. september 2022 23:03 Að minnsta kosti níu látnir í mótmælunum í Íran Ekkert lát er á mótmælunum í Íran en mótmælendur kveiktu í lögreglustöðvum og bílum í höfuðborginni og öðrum borgum í dag. Minnst níu eru sagðir hafa látist eftir að mótmælin brutust út um helgina og hefur ríkisstjórnin lokað á samfélagsmiðla til að reyna að koma í veg fyrir að mótmælendur nái að tala sig saman. 22. september 2022 10:52 Konur brenna slæður sínar í Íran Íranskar konur hafa undanfarin fimm kvöld mótmælt hijab-lögum landsins eftir að 22 ára gömul kona lést í haldi lögreglu. Hún var handtekin fyrir að nota ekki hijab-slæðu á almannafæri en lést degi síðar. 21. september 2022 07:13 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
„Held að íbúar í Íran séu komnir með meira en nóg af ríkisstjórninni“ Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Íran undanfarna daga eftir að ung kúrdísk kona dó í haldi lögreglu. Hún hafði verið handtekin fyrir að vera ekki klædd samkvæmt ströngum reglum klerkastjórnar Írans og dó í síðustu viku. 21. september 2022 23:03
Að minnsta kosti níu látnir í mótmælunum í Íran Ekkert lát er á mótmælunum í Íran en mótmælendur kveiktu í lögreglustöðvum og bílum í höfuðborginni og öðrum borgum í dag. Minnst níu eru sagðir hafa látist eftir að mótmælin brutust út um helgina og hefur ríkisstjórnin lokað á samfélagsmiðla til að reyna að koma í veg fyrir að mótmælendur nái að tala sig saman. 22. september 2022 10:52
Konur brenna slæður sínar í Íran Íranskar konur hafa undanfarin fimm kvöld mótmælt hijab-lögum landsins eftir að 22 ára gömul kona lést í haldi lögreglu. Hún var handtekin fyrir að nota ekki hijab-slæðu á almannafæri en lést degi síðar. 21. september 2022 07:13