Raisi hætti við viðtalið eftir að Amanpour neitaði að bera höfuðklút Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 22. september 2022 21:14 Forsetinn var staddur í New York vegna aðalfundar Sameinuðu þjóðanna. Myndin er samsett. Getty/Anna Moneymaker, NurPhoto Forseti Írans, Ebrahim Raisi neitaði að mæta í viðtal við fréttakonu CNN, Christiane Amanpour vegna þess að hún neitaði að bera höfuðklút á meðan á viðtalinu stæði. Þetta gerist á meðan mikil mótmæli geysa í Íran í kjölfar þess að kúrdísk kona er sögð hafa verið myrt í haldi lögreglu. Hún hafi verið handtekin fyrir það að vera ekki klædd samkvæmt reglum stjórnvalda, hún hafi ekki borið höfuðklút sinn á viðeigandi máta. Viðtalið Amanpour við Raisi átti að fara fram í New York borg og hefði verið það fyrsta sem forsetinn hefði veitt í Bandaríkjunum. Amanpour segir hafa staðið til að tala við forsetann um kjarnorkusamkomulagið, stuðning Írans við Rússa vegna innrásarinnar í Úkraínu og mannréttindabrot. Starfslið forsetans hafi vitað hver umræðuefni viðtalsins yrðu. Hún greinir frá þessu hjá CNN. Hún segist aldrei hafa verið beðin um það að bera höfuðklút þegar hún hafi tekið viðtal við forseta Íran, hvort sem það hafi verið í Íran eða annars staðar en Amanpour segist hafa tekið viðtal við alla forseta Íran frá 1995. This was going to be President Raisi s first ever interview on US soil, during his visit to NY for UNGA. After weeks of planning and eight hours of setting up translation equipment, lights and cameras, we were ready. But no sign of President Raisi. 2/7— Christiane Amanpour (@amanpour) September 22, 2022 Eftir mikinn undirbúning fyrir viðtalið hafi aðstoðarmaður forsetans nálgast hana og beðið hana um að setja upp höfuðklút á meðan viðtalinu stæði en beiðnin hafi komið fjörutíu mínútum eftir að viðtalið hafi átt að hefjast. „Ég held, ef ég ætti að segja hvernig ég les aðstæðurnar, að hann hafi ekki viljað láta sjá sig með kvenmanni án höfuðklútar á þessu augnabliki. Annað hvort vegna þess að hann segir þetta vera trúarlegan mánuð eða vegna þess að fólk myndi segja, af hverju er hann að tala við erlendan fréttamann án höfuðklútar á meðan þeir ráðast nú af hörku gegn ungum konum í Íran sem bera slæðurnar ekki,“ segir Amanpour. Amanpour segist hafa neitað beiðninni kurteisislega og í kjölfarið hafi forsetinn hætt við viðtalið. And so we walked away. The interview didn t happen. As protests continue in Iran and people are being killed, it would have been an important moment to speak with President Raisi. 7/7 pic.twitter.com/kMFyQY99Zh— Christiane Amanpour (@amanpour) September 22, 2022 Bandaríkin Íran Fjölmiðlar Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir „Held að íbúar í Íran séu komnir með meira en nóg af ríkisstjórninni“ Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Íran undanfarna daga eftir að ung kúrdísk kona dó í haldi lögreglu. Hún hafði verið handtekin fyrir að vera ekki klædd samkvæmt ströngum reglum klerkastjórnar Írans og dó í síðustu viku. 21. september 2022 23:03 Að minnsta kosti níu látnir í mótmælunum í Íran Ekkert lát er á mótmælunum í Íran en mótmælendur kveiktu í lögreglustöðvum og bílum í höfuðborginni og öðrum borgum í dag. Minnst níu eru sagðir hafa látist eftir að mótmælin brutust út um helgina og hefur ríkisstjórnin lokað á samfélagsmiðla til að reyna að koma í veg fyrir að mótmælendur nái að tala sig saman. 22. september 2022 10:52 Konur brenna slæður sínar í Íran Íranskar konur hafa undanfarin fimm kvöld mótmælt hijab-lögum landsins eftir að 22 ára gömul kona lést í haldi lögreglu. Hún var handtekin fyrir að nota ekki hijab-slæðu á almannafæri en lést degi síðar. 21. september 2022 07:13 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Þetta gerist á meðan mikil mótmæli geysa í Íran í kjölfar þess að kúrdísk kona er sögð hafa verið myrt í haldi lögreglu. Hún hafi verið handtekin fyrir það að vera ekki klædd samkvæmt reglum stjórnvalda, hún hafi ekki borið höfuðklút sinn á viðeigandi máta. Viðtalið Amanpour við Raisi átti að fara fram í New York borg og hefði verið það fyrsta sem forsetinn hefði veitt í Bandaríkjunum. Amanpour segir hafa staðið til að tala við forsetann um kjarnorkusamkomulagið, stuðning Írans við Rússa vegna innrásarinnar í Úkraínu og mannréttindabrot. Starfslið forsetans hafi vitað hver umræðuefni viðtalsins yrðu. Hún greinir frá þessu hjá CNN. Hún segist aldrei hafa verið beðin um það að bera höfuðklút þegar hún hafi tekið viðtal við forseta Íran, hvort sem það hafi verið í Íran eða annars staðar en Amanpour segist hafa tekið viðtal við alla forseta Íran frá 1995. This was going to be President Raisi s first ever interview on US soil, during his visit to NY for UNGA. After weeks of planning and eight hours of setting up translation equipment, lights and cameras, we were ready. But no sign of President Raisi. 2/7— Christiane Amanpour (@amanpour) September 22, 2022 Eftir mikinn undirbúning fyrir viðtalið hafi aðstoðarmaður forsetans nálgast hana og beðið hana um að setja upp höfuðklút á meðan viðtalinu stæði en beiðnin hafi komið fjörutíu mínútum eftir að viðtalið hafi átt að hefjast. „Ég held, ef ég ætti að segja hvernig ég les aðstæðurnar, að hann hafi ekki viljað láta sjá sig með kvenmanni án höfuðklútar á þessu augnabliki. Annað hvort vegna þess að hann segir þetta vera trúarlegan mánuð eða vegna þess að fólk myndi segja, af hverju er hann að tala við erlendan fréttamann án höfuðklútar á meðan þeir ráðast nú af hörku gegn ungum konum í Íran sem bera slæðurnar ekki,“ segir Amanpour. Amanpour segist hafa neitað beiðninni kurteisislega og í kjölfarið hafi forsetinn hætt við viðtalið. And so we walked away. The interview didn t happen. As protests continue in Iran and people are being killed, it would have been an important moment to speak with President Raisi. 7/7 pic.twitter.com/kMFyQY99Zh— Christiane Amanpour (@amanpour) September 22, 2022
Bandaríkin Íran Fjölmiðlar Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir „Held að íbúar í Íran séu komnir með meira en nóg af ríkisstjórninni“ Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Íran undanfarna daga eftir að ung kúrdísk kona dó í haldi lögreglu. Hún hafði verið handtekin fyrir að vera ekki klædd samkvæmt ströngum reglum klerkastjórnar Írans og dó í síðustu viku. 21. september 2022 23:03 Að minnsta kosti níu látnir í mótmælunum í Íran Ekkert lát er á mótmælunum í Íran en mótmælendur kveiktu í lögreglustöðvum og bílum í höfuðborginni og öðrum borgum í dag. Minnst níu eru sagðir hafa látist eftir að mótmælin brutust út um helgina og hefur ríkisstjórnin lokað á samfélagsmiðla til að reyna að koma í veg fyrir að mótmælendur nái að tala sig saman. 22. september 2022 10:52 Konur brenna slæður sínar í Íran Íranskar konur hafa undanfarin fimm kvöld mótmælt hijab-lögum landsins eftir að 22 ára gömul kona lést í haldi lögreglu. Hún var handtekin fyrir að nota ekki hijab-slæðu á almannafæri en lést degi síðar. 21. september 2022 07:13 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
„Held að íbúar í Íran séu komnir með meira en nóg af ríkisstjórninni“ Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Íran undanfarna daga eftir að ung kúrdísk kona dó í haldi lögreglu. Hún hafði verið handtekin fyrir að vera ekki klædd samkvæmt ströngum reglum klerkastjórnar Írans og dó í síðustu viku. 21. september 2022 23:03
Að minnsta kosti níu látnir í mótmælunum í Íran Ekkert lát er á mótmælunum í Íran en mótmælendur kveiktu í lögreglustöðvum og bílum í höfuðborginni og öðrum borgum í dag. Minnst níu eru sagðir hafa látist eftir að mótmælin brutust út um helgina og hefur ríkisstjórnin lokað á samfélagsmiðla til að reyna að koma í veg fyrir að mótmælendur nái að tala sig saman. 22. september 2022 10:52
Konur brenna slæður sínar í Íran Íranskar konur hafa undanfarin fimm kvöld mótmælt hijab-lögum landsins eftir að 22 ára gömul kona lést í haldi lögreglu. Hún var handtekin fyrir að nota ekki hijab-slæðu á almannafæri en lést degi síðar. 21. september 2022 07:13
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent