Reiknar með höggi verði Google Analytics bannað Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. september 2022 11:35 Benedikt Rafn Rafnsson, birtingarráðgjáfi hjá Aton/JL. úr einkasafni Bann á notkun vefvöktunarforritsins Google Analytics yrði högg fyrir atvinnulífið, að sögn birtingaráðgjafa hjá Aton/JL. Komi til banns væri það sérstakt áhyggjuefni fyrir fyrirtæki sem reiða sig á vefsölu. Neytendasamtökin skoruðu í gær á Persónuvernd að banna notkun Google Analytics hér á landi tafarlaust og fara þannig að fordæmi Dana. Frændur okkar Danir stigu skrefið í kjölfar þess að Austurríkismenn, Frakkar og Ítalir bönnuðu forritið vegna skilmála þess en sú vinnsla á persónuupplýsingum sem þar fer fram samrýmist ekki persónuverndarreglugerð ESB. Samkvæmt könnun Neytendasamtakanna nota nánast öll íslensk fyrirtæki og stofnanir Google Analytics, þar á meðal Alþingi. Forritið mælir heimsóknir notenda á heimasíður, eins og Benedikt Rafn Rafnsson birtingaráðgjafi hjá ráðgjafafyrirtækinu Aton/JL, lýsir því. „Google Analytics getur mælt hvaðan hemsóknir koma, frá hvaða löndum eða landshlutum, úr hvernig tækjum er verið að skoða heimasíðuna. Og er líka tól til að bæta virkni vefauglýsinga fyrirtækja,“ segir Benedikt. Vefsölufyrirtæki í sérlega erfiðri stöðu Hann segir að bann hefði víðtæk áhrif, myndi þrengja að fyrirtækjum. „Hvað fyrirtæki geta gert til að bæta sínar heimasíður, til að bæta notendaupplifun og fylgjast með því hvað er að virka.“ Yrði þetta högg fyrir marga? „Já, það má reikna með því. Sérstaklega þá sem stóla á vefsölu og sníða lendingarsíður og vefauglýsingar að því og láta virka sem best. Þarna er búið að taka mjög mikilvægt tól úr höndum fyrirtækjanna,“ segir Benedikt. Bannið gæti haft í för með sér fjárhagslegt tjón, einkum fyrir áðurnefnd fyrirtæki sem stóli á vefsölu. Ákall Neytendasamtakanna komi jafnframt ekki eins og þruma úr heiðskiru lofti - fregnir af þróun mála í Evrópu hafi borist til Íslands. „Þannig að þetta er eitthvað sem við höfum heyrt en við verðum bara að bíða og sjá hvað gerist. Þetta er eitthvað sem hefði mikil áhrif á fyrirtæki sem reka heimasíður á Íslandi,“ segir Benedikt. Tækni Google Persónuvernd Neytendur Tengdar fréttir Skora á Persónuvernd að banna Google Analytics Persónuverndaryfirvöld í Danmörku hafa gefið út að notkun danskra vefsíðna á vefvöktunarforritinu Google Analytics brýtur í bága við persónuverndarlög landsins. Neytendasamtökin vilja banna notkun forritsins hér á landi. 22. september 2022 06:51 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Neytendasamtökin skoruðu í gær á Persónuvernd að banna notkun Google Analytics hér á landi tafarlaust og fara þannig að fordæmi Dana. Frændur okkar Danir stigu skrefið í kjölfar þess að Austurríkismenn, Frakkar og Ítalir bönnuðu forritið vegna skilmála þess en sú vinnsla á persónuupplýsingum sem þar fer fram samrýmist ekki persónuverndarreglugerð ESB. Samkvæmt könnun Neytendasamtakanna nota nánast öll íslensk fyrirtæki og stofnanir Google Analytics, þar á meðal Alþingi. Forritið mælir heimsóknir notenda á heimasíður, eins og Benedikt Rafn Rafnsson birtingaráðgjafi hjá ráðgjafafyrirtækinu Aton/JL, lýsir því. „Google Analytics getur mælt hvaðan hemsóknir koma, frá hvaða löndum eða landshlutum, úr hvernig tækjum er verið að skoða heimasíðuna. Og er líka tól til að bæta virkni vefauglýsinga fyrirtækja,“ segir Benedikt. Vefsölufyrirtæki í sérlega erfiðri stöðu Hann segir að bann hefði víðtæk áhrif, myndi þrengja að fyrirtækjum. „Hvað fyrirtæki geta gert til að bæta sínar heimasíður, til að bæta notendaupplifun og fylgjast með því hvað er að virka.“ Yrði þetta högg fyrir marga? „Já, það má reikna með því. Sérstaklega þá sem stóla á vefsölu og sníða lendingarsíður og vefauglýsingar að því og láta virka sem best. Þarna er búið að taka mjög mikilvægt tól úr höndum fyrirtækjanna,“ segir Benedikt. Bannið gæti haft í för með sér fjárhagslegt tjón, einkum fyrir áðurnefnd fyrirtæki sem stóli á vefsölu. Ákall Neytendasamtakanna komi jafnframt ekki eins og þruma úr heiðskiru lofti - fregnir af þróun mála í Evrópu hafi borist til Íslands. „Þannig að þetta er eitthvað sem við höfum heyrt en við verðum bara að bíða og sjá hvað gerist. Þetta er eitthvað sem hefði mikil áhrif á fyrirtæki sem reka heimasíður á Íslandi,“ segir Benedikt.
Tækni Google Persónuvernd Neytendur Tengdar fréttir Skora á Persónuvernd að banna Google Analytics Persónuverndaryfirvöld í Danmörku hafa gefið út að notkun danskra vefsíðna á vefvöktunarforritinu Google Analytics brýtur í bága við persónuverndarlög landsins. Neytendasamtökin vilja banna notkun forritsins hér á landi. 22. september 2022 06:51 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Skora á Persónuvernd að banna Google Analytics Persónuverndaryfirvöld í Danmörku hafa gefið út að notkun danskra vefsíðna á vefvöktunarforritinu Google Analytics brýtur í bága við persónuverndarlög landsins. Neytendasamtökin vilja banna notkun forritsins hér á landi. 22. september 2022 06:51