Spurði hvort hann ætti að lána ríkisstjórninni hækjurnar eftir að þær duttu með látum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2022 11:11 Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, var fljótur að hugsa þegar hækjur hans duttu í gólfið úr ræðustól á Alþingi í dag. Skjáskot Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, nýtti tækifærið er hækjur hans duttu í gólfið með látum í miðri ræðu hans á Alþingi, hvort hann ætti ekki að lána ríkisstjórninni hækjurnar til að halda uppi almannatryggingakerfinu. Óundirbúinn fyrirspurnartími er nú á Alþingi og þar sat Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra meðal annars fyrir svörun. Guðmundur Ingi nýtti tækifærið og spurði hana út í frítekjumark almannatrygginga. Spurði hann Katrínu af hverju skerðingar á frítekjumarki færi ekki eftir launavísitölu. Vísaði hann í það að ráðherrar ríkisstjórnarinnar nýttu sér svokallaðar hækjur með því að vísa hvern á annann vegna þessa máls. Katrín fór þá í pontu og sagði að hún gæti verið sammála Guðmundi um það að margboðuð endurskoðun á almannatryggingakerfinu hafi tekið allt of langan tíma. Horfa má á beina útsendingu frá Alþingi hér að neðan. Guðmundur virtist ekki vera ánægður með svör Katrínar og sagði þar sem frítekjumark fylgdi ekki launavísitölu væru auknar skerðingar á því í kortunum. „Þetta fólk má ekki við því,“ sagði Guðmundur. Hann styðst við hækjur í þingsal og tók þær með sér upp í pontu. Er hann sleppti orðinu datt önnur hækjan og rakst í hina, sem varð til þess að þær duttu báðar í gólfið með töluverðum látum. „Sko, hækjurnar meira segja detta. Ég ætti kannski að lána ríkisstjórninni þær til að halda uppi kerfinu.“ Katrín kom þá aftur upp í pontu og vísaði til þess að eftir áramót væri von á frumvarpi um breytingar á almannatryggingakerfinu. Háttvirtur þingmaður getur því ekki komið hér upp og dregið þá ályktun að ekkert sé að gerast, bæði miðað við söguna og það sem framundan, sagði Katrín. Alþingi Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flokkur fólksins Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira
Óundirbúinn fyrirspurnartími er nú á Alþingi og þar sat Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra meðal annars fyrir svörun. Guðmundur Ingi nýtti tækifærið og spurði hana út í frítekjumark almannatrygginga. Spurði hann Katrínu af hverju skerðingar á frítekjumarki færi ekki eftir launavísitölu. Vísaði hann í það að ráðherrar ríkisstjórnarinnar nýttu sér svokallaðar hækjur með því að vísa hvern á annann vegna þessa máls. Katrín fór þá í pontu og sagði að hún gæti verið sammála Guðmundi um það að margboðuð endurskoðun á almannatryggingakerfinu hafi tekið allt of langan tíma. Horfa má á beina útsendingu frá Alþingi hér að neðan. Guðmundur virtist ekki vera ánægður með svör Katrínar og sagði þar sem frítekjumark fylgdi ekki launavísitölu væru auknar skerðingar á því í kortunum. „Þetta fólk má ekki við því,“ sagði Guðmundur. Hann styðst við hækjur í þingsal og tók þær með sér upp í pontu. Er hann sleppti orðinu datt önnur hækjan og rakst í hina, sem varð til þess að þær duttu báðar í gólfið með töluverðum látum. „Sko, hækjurnar meira segja detta. Ég ætti kannski að lána ríkisstjórninni þær til að halda uppi kerfinu.“ Katrín kom þá aftur upp í pontu og vísaði til þess að eftir áramót væri von á frumvarpi um breytingar á almannatryggingakerfinu. Háttvirtur þingmaður getur því ekki komið hér upp og dregið þá ályktun að ekkert sé að gerast, bæði miðað við söguna og það sem framundan, sagði Katrín.
Alþingi Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flokkur fólksins Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira