Handbolti

Ís­lendinga­lið Veszprém og Ála­borgar unnu sína leik í Meistara­deildinni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bjarki Már átti fínan leik í kvöld.
Bjarki Már átti fínan leik í kvöld. Twitter@telekomveszprem

Bjarki Már Elísson og liðsfélagar hans í Veszprém gerðu góða ferð til Portúgals í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Þá fór Íslendingalið Álaborgar sigurför til Noregs í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld.

Bjarki Már skoraði fjögur mörk í góðum sjö marka sigri Veszprém á Porto í Portúgal, lokatölur þar á bæ 28-35. Petar Nenadić var án efa maður leiksins en hann skoraði átta mörk í liði Veszprém og gaf sjö stoðsendingar. Veszprém hefur unnið báða leiki sína til þessa í A-riðli Meistaradeildarinnar.

Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk í sjö marka sigri Álaborgar á Noregsmeisturum Elverum í B-riðlinum, lokatölur 33-25 gestunum frá Álaborg í vil. Orri Freyr Þorkelsson skoraði eitt mark í liði gestanna og Arnór Atlason er sem fyrr aðstoðarþjálfari Álaborgar.

Líkt og Veszprém þá hefur Álaborg unnið báða leiki sína til þessa í B-riðli keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×