Fólk getur varla hreyft sig án þess að vera tekið upp Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. september 2022 08:01 Valdimar Óskarsson forstjóri Syndis segir fólk oft ekki átta sig á hvað það sé í raun að samþykkja þegar það samþykkir notendaskilmála. Vísir/Egill Sérfræðingur í netöryggismálum segir notendaskilmála öryggismyndavéla oft fela í sér að söluaðili búnaðarins geti notað myndefnið á nánast hvaða hátt sem er. Þá séu myndavélar komnar það víða að fólk geti varla hreyft sig lengur án þess að eiga von á að vera tekið upp. Töluverð aukning hefur orðið á því að myndbandsupptökur berist lögreglu í þjófnaðarmálum en þær liggja fyrir í fjórða hverju máli. Við sögðum frá því á dögunum í kvöldfréttum að sala á öryggismyndavélum til heimila hefur margfaldast. Það eru þó ekki allir sem átta sig á því að oft á tíðum er myndefnið vistað hjá þeim sem selur búnaðinn. „Þegar að fólk er að setja upp svona búnað þá er það nú oft þannig að það eru ákveðnir notendaskilmálar sem að fólk samþykkir og það er nú þekkt í flestu tilfellum að fólk samþykkir allt án þess að lesa. En í mörgum tilfellum ertu að gefa upplýst samþykki um að það sé hægt að nota þetta myndefni á nánast hvaða hátt sem er af þeim sem er að selja þér þennan búnað,“ segir Valdimar Óskarsson forstjóri Syndis. Þá eru dæmi um það í útlöndum að þeir sem selja búnaðinn hafi afhent lögreglu gögn úr honum án samþykkis eigenda ef grunur hefur verið um refsiverða háttsemi. Slíkt er heimilt Valdimar segir að fólk þurfi að vera meðvitað um hversu oft er verið að taka það upp. „Þú getur varla hreyft þig og í raun ef þú ert að fara inn í fyrirtæki sem er með upptöku í gangi þá ber þér að segja frá því þannig að þú getur tekið þá upplýsta ákvörðun viltu fara þarna inn. Þú veist að það er upptaka í gangi. Við erum að sjá sama vandamál með dróna. Við erum að sjá dróna allt of nálægt húsum og þeir geta verið notaðir í misjöfnum tilgangi. Þannig að það er allt of mikið af þessu. Þú getur varla hreyft þig þá gengur þú fram hjá dyrabjöllu og þú ert tekinn upp án nokkurrar vitundar og þú veist ekkert hvað er gert við þær myndir sem eru teknar upp.“ Netöryggi Lögreglumál Tengdar fréttir Bíður enn eftir afsökun á að hafa verið tekin upp Kona sem varð fyrir því að myndbandi var deilt af henni á samfélagsmiðlum án hennar samþykkis segist aldrei hafa fengið neina afsökunarbeiðni frá þeim sem tók myndbandið upp. Henni hefði þótt vænt um að fá hana. Hún segir það ekki eiga að líðast að svona myndböndum sé deilt án samþykkis. 14. september 2022 15:01 Mikil fjölgun öryggismyndavéla við heimili: Góðkunningjar lögreglu þekkjast oft á upptökum Töluverð aukning hefur orðið á því að myndbandsupptökur berist lögreglu í þjófnaðarmálum, en þær liggja fyrir í fjórða hverju máli. Sala á öryggismyndavélum til heimila hefur margfaldast en á sama tíma hefur kvörtunum til Persónuverndar vegna slíkra myndavéla fjölgað. 12. september 2022 06:00 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Töluverð aukning hefur orðið á því að myndbandsupptökur berist lögreglu í þjófnaðarmálum en þær liggja fyrir í fjórða hverju máli. Við sögðum frá því á dögunum í kvöldfréttum að sala á öryggismyndavélum til heimila hefur margfaldast. Það eru þó ekki allir sem átta sig á því að oft á tíðum er myndefnið vistað hjá þeim sem selur búnaðinn. „Þegar að fólk er að setja upp svona búnað þá er það nú oft þannig að það eru ákveðnir notendaskilmálar sem að fólk samþykkir og það er nú þekkt í flestu tilfellum að fólk samþykkir allt án þess að lesa. En í mörgum tilfellum ertu að gefa upplýst samþykki um að það sé hægt að nota þetta myndefni á nánast hvaða hátt sem er af þeim sem er að selja þér þennan búnað,“ segir Valdimar Óskarsson forstjóri Syndis. Þá eru dæmi um það í útlöndum að þeir sem selja búnaðinn hafi afhent lögreglu gögn úr honum án samþykkis eigenda ef grunur hefur verið um refsiverða háttsemi. Slíkt er heimilt Valdimar segir að fólk þurfi að vera meðvitað um hversu oft er verið að taka það upp. „Þú getur varla hreyft þig og í raun ef þú ert að fara inn í fyrirtæki sem er með upptöku í gangi þá ber þér að segja frá því þannig að þú getur tekið þá upplýsta ákvörðun viltu fara þarna inn. Þú veist að það er upptaka í gangi. Við erum að sjá sama vandamál með dróna. Við erum að sjá dróna allt of nálægt húsum og þeir geta verið notaðir í misjöfnum tilgangi. Þannig að það er allt of mikið af þessu. Þú getur varla hreyft þig þá gengur þú fram hjá dyrabjöllu og þú ert tekinn upp án nokkurrar vitundar og þú veist ekkert hvað er gert við þær myndir sem eru teknar upp.“
Netöryggi Lögreglumál Tengdar fréttir Bíður enn eftir afsökun á að hafa verið tekin upp Kona sem varð fyrir því að myndbandi var deilt af henni á samfélagsmiðlum án hennar samþykkis segist aldrei hafa fengið neina afsökunarbeiðni frá þeim sem tók myndbandið upp. Henni hefði þótt vænt um að fá hana. Hún segir það ekki eiga að líðast að svona myndböndum sé deilt án samþykkis. 14. september 2022 15:01 Mikil fjölgun öryggismyndavéla við heimili: Góðkunningjar lögreglu þekkjast oft á upptökum Töluverð aukning hefur orðið á því að myndbandsupptökur berist lögreglu í þjófnaðarmálum, en þær liggja fyrir í fjórða hverju máli. Sala á öryggismyndavélum til heimila hefur margfaldast en á sama tíma hefur kvörtunum til Persónuverndar vegna slíkra myndavéla fjölgað. 12. september 2022 06:00 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Bíður enn eftir afsökun á að hafa verið tekin upp Kona sem varð fyrir því að myndbandi var deilt af henni á samfélagsmiðlum án hennar samþykkis segist aldrei hafa fengið neina afsökunarbeiðni frá þeim sem tók myndbandið upp. Henni hefði þótt vænt um að fá hana. Hún segir það ekki eiga að líðast að svona myndböndum sé deilt án samþykkis. 14. september 2022 15:01
Mikil fjölgun öryggismyndavéla við heimili: Góðkunningjar lögreglu þekkjast oft á upptökum Töluverð aukning hefur orðið á því að myndbandsupptökur berist lögreglu í þjófnaðarmálum, en þær liggja fyrir í fjórða hverju máli. Sala á öryggismyndavélum til heimila hefur margfaldast en á sama tíma hefur kvörtunum til Persónuverndar vegna slíkra myndavéla fjölgað. 12. september 2022 06:00