Samþykki í nauðgunarmáli undir smásjá Hæstaréttar Atli Ísleifsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 22. september 2022 07:01 Hæstiréttur hefur samþykkt að taka málið fyrir en áður hafði maðurinn verið sýknaður í héraði en sakfelldur í Landsrétti. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem dæmdur var í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga fyrrverandi kærustu sinni í Landsrétti fær áheyrn Hæstaréttar. Rétturinn telur að málið kunni að vera fordæmisgefandi eftir lagabreytingar um veitt samþykki. Karlmaðurinn var ákærður fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa ráðist að fyrrverandi kærustu sinni með ofbeldi og haft samræði og önnur kynferðismörk við hana án samþykkis hennar. Héraðsdómur Reykjaness sýknaði karlmanninn en ríkissaksóknari áfrýjaði dómnum til Landsréttar. Rétturinn taldi tengsl þeirra ekki þess eðlis að um brot væri að ræða í nánu sambandi. Hins vegar var hann dæmdur fyrir nauðgun með hliðsjóni af framburði konunnar og ljósmyndum af áverkum hennar. Sannað þótti að karlmaðurinn hefði beitt konuna miklu ofbeldi meðan á kynferðismökum þeirra stóð. Hún hefði ekki upplifað slíkt ofbeldi af hans hálfu áður. Þá var ekki fallist á með karlmanninum en hann hefði haft réttmæta ástæðu til að ætla að konan væri samþykk kynferðismökunum. Þvert á móti þótti talið að honum hefði verið sama um raunverulegan vilja konunnar til að stunda með honum kynferðismök og vera í þeim því mikla ofbeldi sem hann viðhafði gagnvart konunni. Telja málið fordæmisgefandi Karlmaðurinn óskaði eftir áliti Hæstaréttar sem telur að málið kunna að vera fordæmisgefandi eftir að breytingar voru gerðar á 194. grein almennra hegningarlaga árið 2018. Þá var bætt við greinina eftirfarandi klausu um samþykki: Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Í ákvörðun Hæstiréttar segir að ákveðið hafi verið að samþykkja beiðni mannsins þar sem ekki sé ljóst að dómur Landsréttar myndi standa óbreyttur auk þess að telja verði að lausn málsins kunni að hafa verulega almenna þýðingu. Um sé að ræða fyrsta slíka málið sem kæmi til kasta Hæstaréttar eftir að breytingar voru gerðar á 194. grein almennra hegningarlaga sem snýr að kynferðisbrotum. Málið kunni þannig að verða fordæmisgefandi þar sem túlka þurfi samþykkishugtakið með skýrum hætti. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Karlmaðurinn var ákærður fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa ráðist að fyrrverandi kærustu sinni með ofbeldi og haft samræði og önnur kynferðismörk við hana án samþykkis hennar. Héraðsdómur Reykjaness sýknaði karlmanninn en ríkissaksóknari áfrýjaði dómnum til Landsréttar. Rétturinn taldi tengsl þeirra ekki þess eðlis að um brot væri að ræða í nánu sambandi. Hins vegar var hann dæmdur fyrir nauðgun með hliðsjóni af framburði konunnar og ljósmyndum af áverkum hennar. Sannað þótti að karlmaðurinn hefði beitt konuna miklu ofbeldi meðan á kynferðismökum þeirra stóð. Hún hefði ekki upplifað slíkt ofbeldi af hans hálfu áður. Þá var ekki fallist á með karlmanninum en hann hefði haft réttmæta ástæðu til að ætla að konan væri samþykk kynferðismökunum. Þvert á móti þótti talið að honum hefði verið sama um raunverulegan vilja konunnar til að stunda með honum kynferðismök og vera í þeim því mikla ofbeldi sem hann viðhafði gagnvart konunni. Telja málið fordæmisgefandi Karlmaðurinn óskaði eftir áliti Hæstaréttar sem telur að málið kunna að vera fordæmisgefandi eftir að breytingar voru gerðar á 194. grein almennra hegningarlaga árið 2018. Þá var bætt við greinina eftirfarandi klausu um samþykki: Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Í ákvörðun Hæstiréttar segir að ákveðið hafi verið að samþykkja beiðni mannsins þar sem ekki sé ljóst að dómur Landsréttar myndi standa óbreyttur auk þess að telja verði að lausn málsins kunni að hafa verulega almenna þýðingu. Um sé að ræða fyrsta slíka málið sem kæmi til kasta Hæstaréttar eftir að breytingar voru gerðar á 194. grein almennra hegningarlaga sem snýr að kynferðisbrotum. Málið kunni þannig að verða fordæmisgefandi þar sem túlka þurfi samþykkishugtakið með skýrum hætti.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira