Þórður Snær segir rannsókn Páleyjar ráðast af hagsmunum Samherja Jakob Bjarnar skrifar 20. september 2022 12:13 Þórður Snær birti málsvörn sína í morgun en þar setur hann fram alvarlegar ásakanir á hendur ýmsum. Hann telur Páley Borgþórsdóttur lögreglustjóra vera að ganga erinda Samherja við rannsókn á meintri byrlun á Páli Steingrímssyni og framganga Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra er að mati Þórðar Snæs óforsvaranleg í réttarríki. vísir/vilhelm/aðsend Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hefur birt aðsenda grein á fréttavef sínum, þar sem hann setur fram alvarlegar ásakanir á hendur Páley Borgþórsdóttur og lögregluembættinu á Norðurlandi eystra. Þórður Snær segir rannsóknina á máli hvar hann ásamt þremur öðrum blaðamönnum eru sakborningar og snýr að meintri byrlun á Páli Steingrímssyni, skipstjóra Samherja, og stuld á síma hans sem eigi að liggja til grundvallar hinni svokölluðu Skæruliðadeild Samherja, glórulausa. Það sýni gögn málsins með óyggjandi hætti. Sem hljóti að leiða til þeirrar ályktunar að rannsóknin sé drifin af annarlegum hagsmunum, þeim að kæla þá blaðamenn sem hafi vogað sér að fjalla um málefni Samherja í krítísku ljósi. Með öðrum orðum að um misbeitingu lögregluembættisins sé að ræða sem þá gangi erinda alþjóðlegs stórfyrirtækis, lögreglunnar í heimabæ þess. Og slíkt sé ekki sæmandi í réttarríki. „Hér sé ekki verið að rannsaka mál til sektar eða sýknu heldur helgi tilgangurinn meðalið. Álagi sé velt á fjölmiðlamenn og efasemdum um heilindi þeirra sáð í samfélagið. Við búumst sem stendur við því að stöðu okkar sem sakborningum verði haldið lifandi í einhvern tíma enn, þrátt fyrir að bókstaflega ekkert tilefni sé til,“ segir Þórður Snær. Hafa kært Pál skipstjóra fyrir hótanir Þórður Snær greinir frá því að hann hafi fengið öll gögn málsins afhent og þar megi sjá að lögreglunni hafi verið mislagðar hendur. Ómögulegt sé annað en túlka það sem svo að kjarni vegverðar hennar sé að beita afli sínu til að takmarka tjáningarfrelsi fjölmiðla. „Til þess að ná fram þessu markmiði sínu er umrætt lögregluembætti að beita ákvæði laga sem er með innbyggt refsileysi gagnvart blaðamönnum.“ Þórður Snær segir að honum hafi verið gefið að sök að dreifa gögnum sem varða friðhelgi einkalífsins, framið stafrænt kynferðisbrot með dreifingu kynlífsmyndbands af hinum meinta brotaþola, en því hafi verið öfugt farið. Í gögnum sem lögregla afhenti honum geti að líta skjáskot úr kynlífsmyndbandi sem hann hafi aldrei nokkru sinni séð, og ekki viljað sjá. Þá upplýsir Þórður að auk Páls teljist Arna McClure, lögmaður hjá Samherja, brotaþoli í málinu. Og hann greinir frá því að hann og fleiri fjölmiðlamenn hafi kært Pál Steingrímsson fyrir hótun sem barst í tölvupósti í júlí 2022. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sé með það mál til rannsóknar. Auk þess hafi þeir séð sig knúna til að stefna Páli Vilhjálmssyni bloggara fyrir skrif hans um málið sem Þórður telur ærumeiðandi. Grafalvarleg framganga Bjarna í málinu Meðal þeirra sem Þórður Snær beinir spjótum sínum að í málsvörn sinni í áðurnefndri grein er Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Bjarni lagði lykkju á leið sína og skrifaði pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann varði aðgerðir lögregluembættisins á Norðurlandi eystra. „Færsla Bjarna var fordæmalaus og grafalvarleg, enda öllu skynsömu fólki ljóst að þar var valdamikill stjórnmálamaður að skipta sér af lögreglurannsókn á blaðamönnum og koma vilja sínum um framgang hennar skýrt til skila,“ segir Þórður Snær. Þórður Snær telur afskipti Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, af málinu vítaverð.vísir/vilhelm Hann vill meina að pistill Bjarna hafi gefið aðgerðum lögreglu aukið réttmæti og stuðningsmenn hans hafi notað pistilinn til staðfestingar þess að um eðlilega rannsókn að ræða: „Bjarni, einn þeirra sem kaus með ofangreindum lagabreytingum sem innihéldu refsileysi blaðamanna, hafði enda sagt það upphátt. „Eru fjölmiðlamenn of góðir til að mæta og svara spurningum lögreglu?““ Greitt aðgengi Páls að lögreglunni fyrir norðan Þórður Snær ræður það af gögnum málsins að Páll Steingrímsson hafi haft nánast ótakmarkað aðgengi að lögreglu og að kunningsskapur hans við lögreglumenn sé í einhverjum tilfellum fyrir hendi. „Samkvæmt gögnum málsins fékk Páll fjórum sinnum að gefa skýrslu um meint sakarefni. Fyrst 14. maí 2021 þegar hann lagði fram kæru. Svo aftur 20. og 21. maí sama ár. Og loks 22. nóvember. Reynslumiklir lögmenn sem ég hef rætt við segja þetta afar óvenjulegt. Páll Steingrímsson skipsstjóri mætti fjórum sinnum til að gefa skýrslu til lögreglu vegna málsins. Að sögn Þórðar Snæs tók saga hans breytingum í hvert skipti en lögreglan fylgdi þó samviskusamlega ábendingum hans eftir. Sérstaklega í ljósi þess að í hvert sinn sem Páll gaf skýrslu þá breyttist saga hans og í kjölfarið breyttist rannsókn lögreglunnar í sama takti. Það er ekki fyrr en í þriðju skýrslutöku sem hann kærir einstakling nákominn sér fyrir að hafa eitrað fyrir sér, tekið símann sinn og afhent hann fjölmiðlamönnum,“ segir í varnarskjali Þórðar Snæs. Þá vitnar Þórður Snær í gögnin og segir að Páll hafi verið í ítrekuðum samskiptum við Ingu Maríu Warén, lögreglufulltrúa við rannsóknardeild lögreglunnar á Norðurlandi eystra sem fer með rannsókn málsins, og Eyþór Þorbergsson aðstoðarsaksóknara. „Taka skal fram að vera má að þau séu einhliða og til marks um ýtni Páls og tilætlunarsemi,“ segir Þórður Snær. Þá segir hann að degi áður en Páll lagði fyrst fram kæru, eða 13. maí 2021, hafi hann hringt persónulega í rannsóknarlögreglumanninn Jónas Halldór Sigurðsson og sagt honum frá grunsemdum sínum. „Sá hvatti Pál til að fara á lögreglustöðina á Akureyri og leggja fram kæru. Páll hringdi beint í þennan rannsóknarlögreglumann, sem bendir til þess að þeir þekkist. Sami rannsóknarlögreglumaður var viðstaddur, og tók þátt í, skýrslutöku yfir mér í ágúst 2022.“ Páll Steingrímsson segir Þóru Arnórs hafa stýrt aðgerðum Umræddur Páll skipsstjóri birti sjálfur í gær pistil á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagðist oft hafa mátt bíta í tungu sína vegna rangfærslna um málið sem fram hafa komið en hann hafi ekki getað tjáð sig opinberlega um málið meðan á rannsókn lögreglu stæði. En þegar Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks, ein fjögurra sakborninga úr blaðamannastétt í málinu, flutti ræðu á Edduverðlaunahátíðinni var honum nóg boðið. Í pistli sínum segist Páll ekki vera í sömu aðstöðu og fjölmiðlamennirnir með að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Hann vildi meðal annars halda eftirfarandi til haga: „Mér var byrlað til þess eins og komast í símann minn og samskipti þar enda var ég rétt komin í sjúkrabíl þegar byrjað var að ná í einstaka gögn úr símanum. Sú vinna hélt áfram þegar ég fór í öndunarstopp og í framhaldinu setur í öndunarvél og fluttur á gjörgæslu í Reykjavík. En þá var unnt að vinna á hraðvirkari hátt við afritunina enda kunnáttufólkið sem afritaði símann þar, á sama Leiti og gjörgæslan er. Afritaði síminn er enn notaður til að reyna að komast í gögn í mínum fórum. Sá angi málsins er líka i höndum lögreglu,“ segir Páll meðal annars. Páll heldur því jafnframt fram í pistli sínum að Þóra hafi stýrt þessum aðgerðum og í gögnum málsins megi sjá að hún hafi misnotað yfirburðarstöðu sína gagnvart veikum einstaklingi, kreist út úr honum upplýsingar á launum hjá Ríkisútvarpinu; upplýsingar sem hún svo hafi birt á öðrum fjölmiðlum. „Ekkert birtist á ríkismiðlinum annað en endurómun áróðurs hinna fjölmiðlanna. Áróðurs sem Þóra vissulega skipulagði á bakvið tjöldin.“ Ef hins vegar má marka Þórð Snæ er ekkert í gögnunum sem sýnir að Páli hafi yfirleitt verið byrlað, svo mikið sem. Og ekkert liggi fyrir hvaðan Þórður Snær fékk upplýsingarnar sem hann svo byggði fréttaflutning sinn af Skæruliðadeildinni svokölluðu á enda sé honum með öllu óheimilt að gefa upp heimildarmenn sína lögum samkvæmt. Þannig sé því um einskærar getgátur Páls að ræða og á því sé allur málatilbúnaðurinn reistur. Fjölmiðlar Samherjaskjölin Lögreglumál Lögreglan Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Þórður Snær segir rannsóknina á máli hvar hann ásamt þremur öðrum blaðamönnum eru sakborningar og snýr að meintri byrlun á Páli Steingrímssyni, skipstjóra Samherja, og stuld á síma hans sem eigi að liggja til grundvallar hinni svokölluðu Skæruliðadeild Samherja, glórulausa. Það sýni gögn málsins með óyggjandi hætti. Sem hljóti að leiða til þeirrar ályktunar að rannsóknin sé drifin af annarlegum hagsmunum, þeim að kæla þá blaðamenn sem hafi vogað sér að fjalla um málefni Samherja í krítísku ljósi. Með öðrum orðum að um misbeitingu lögregluembættisins sé að ræða sem þá gangi erinda alþjóðlegs stórfyrirtækis, lögreglunnar í heimabæ þess. Og slíkt sé ekki sæmandi í réttarríki. „Hér sé ekki verið að rannsaka mál til sektar eða sýknu heldur helgi tilgangurinn meðalið. Álagi sé velt á fjölmiðlamenn og efasemdum um heilindi þeirra sáð í samfélagið. Við búumst sem stendur við því að stöðu okkar sem sakborningum verði haldið lifandi í einhvern tíma enn, þrátt fyrir að bókstaflega ekkert tilefni sé til,“ segir Þórður Snær. Hafa kært Pál skipstjóra fyrir hótanir Þórður Snær greinir frá því að hann hafi fengið öll gögn málsins afhent og þar megi sjá að lögreglunni hafi verið mislagðar hendur. Ómögulegt sé annað en túlka það sem svo að kjarni vegverðar hennar sé að beita afli sínu til að takmarka tjáningarfrelsi fjölmiðla. „Til þess að ná fram þessu markmiði sínu er umrætt lögregluembætti að beita ákvæði laga sem er með innbyggt refsileysi gagnvart blaðamönnum.“ Þórður Snær segir að honum hafi verið gefið að sök að dreifa gögnum sem varða friðhelgi einkalífsins, framið stafrænt kynferðisbrot með dreifingu kynlífsmyndbands af hinum meinta brotaþola, en því hafi verið öfugt farið. Í gögnum sem lögregla afhenti honum geti að líta skjáskot úr kynlífsmyndbandi sem hann hafi aldrei nokkru sinni séð, og ekki viljað sjá. Þá upplýsir Þórður að auk Páls teljist Arna McClure, lögmaður hjá Samherja, brotaþoli í málinu. Og hann greinir frá því að hann og fleiri fjölmiðlamenn hafi kært Pál Steingrímsson fyrir hótun sem barst í tölvupósti í júlí 2022. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sé með það mál til rannsóknar. Auk þess hafi þeir séð sig knúna til að stefna Páli Vilhjálmssyni bloggara fyrir skrif hans um málið sem Þórður telur ærumeiðandi. Grafalvarleg framganga Bjarna í málinu Meðal þeirra sem Þórður Snær beinir spjótum sínum að í málsvörn sinni í áðurnefndri grein er Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Bjarni lagði lykkju á leið sína og skrifaði pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann varði aðgerðir lögregluembættisins á Norðurlandi eystra. „Færsla Bjarna var fordæmalaus og grafalvarleg, enda öllu skynsömu fólki ljóst að þar var valdamikill stjórnmálamaður að skipta sér af lögreglurannsókn á blaðamönnum og koma vilja sínum um framgang hennar skýrt til skila,“ segir Þórður Snær. Þórður Snær telur afskipti Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, af málinu vítaverð.vísir/vilhelm Hann vill meina að pistill Bjarna hafi gefið aðgerðum lögreglu aukið réttmæti og stuðningsmenn hans hafi notað pistilinn til staðfestingar þess að um eðlilega rannsókn að ræða: „Bjarni, einn þeirra sem kaus með ofangreindum lagabreytingum sem innihéldu refsileysi blaðamanna, hafði enda sagt það upphátt. „Eru fjölmiðlamenn of góðir til að mæta og svara spurningum lögreglu?““ Greitt aðgengi Páls að lögreglunni fyrir norðan Þórður Snær ræður það af gögnum málsins að Páll Steingrímsson hafi haft nánast ótakmarkað aðgengi að lögreglu og að kunningsskapur hans við lögreglumenn sé í einhverjum tilfellum fyrir hendi. „Samkvæmt gögnum málsins fékk Páll fjórum sinnum að gefa skýrslu um meint sakarefni. Fyrst 14. maí 2021 þegar hann lagði fram kæru. Svo aftur 20. og 21. maí sama ár. Og loks 22. nóvember. Reynslumiklir lögmenn sem ég hef rætt við segja þetta afar óvenjulegt. Páll Steingrímsson skipsstjóri mætti fjórum sinnum til að gefa skýrslu til lögreglu vegna málsins. Að sögn Þórðar Snæs tók saga hans breytingum í hvert skipti en lögreglan fylgdi þó samviskusamlega ábendingum hans eftir. Sérstaklega í ljósi þess að í hvert sinn sem Páll gaf skýrslu þá breyttist saga hans og í kjölfarið breyttist rannsókn lögreglunnar í sama takti. Það er ekki fyrr en í þriðju skýrslutöku sem hann kærir einstakling nákominn sér fyrir að hafa eitrað fyrir sér, tekið símann sinn og afhent hann fjölmiðlamönnum,“ segir í varnarskjali Þórðar Snæs. Þá vitnar Þórður Snær í gögnin og segir að Páll hafi verið í ítrekuðum samskiptum við Ingu Maríu Warén, lögreglufulltrúa við rannsóknardeild lögreglunnar á Norðurlandi eystra sem fer með rannsókn málsins, og Eyþór Þorbergsson aðstoðarsaksóknara. „Taka skal fram að vera má að þau séu einhliða og til marks um ýtni Páls og tilætlunarsemi,“ segir Þórður Snær. Þá segir hann að degi áður en Páll lagði fyrst fram kæru, eða 13. maí 2021, hafi hann hringt persónulega í rannsóknarlögreglumanninn Jónas Halldór Sigurðsson og sagt honum frá grunsemdum sínum. „Sá hvatti Pál til að fara á lögreglustöðina á Akureyri og leggja fram kæru. Páll hringdi beint í þennan rannsóknarlögreglumann, sem bendir til þess að þeir þekkist. Sami rannsóknarlögreglumaður var viðstaddur, og tók þátt í, skýrslutöku yfir mér í ágúst 2022.“ Páll Steingrímsson segir Þóru Arnórs hafa stýrt aðgerðum Umræddur Páll skipsstjóri birti sjálfur í gær pistil á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagðist oft hafa mátt bíta í tungu sína vegna rangfærslna um málið sem fram hafa komið en hann hafi ekki getað tjáð sig opinberlega um málið meðan á rannsókn lögreglu stæði. En þegar Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks, ein fjögurra sakborninga úr blaðamannastétt í málinu, flutti ræðu á Edduverðlaunahátíðinni var honum nóg boðið. Í pistli sínum segist Páll ekki vera í sömu aðstöðu og fjölmiðlamennirnir með að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Hann vildi meðal annars halda eftirfarandi til haga: „Mér var byrlað til þess eins og komast í símann minn og samskipti þar enda var ég rétt komin í sjúkrabíl þegar byrjað var að ná í einstaka gögn úr símanum. Sú vinna hélt áfram þegar ég fór í öndunarstopp og í framhaldinu setur í öndunarvél og fluttur á gjörgæslu í Reykjavík. En þá var unnt að vinna á hraðvirkari hátt við afritunina enda kunnáttufólkið sem afritaði símann þar, á sama Leiti og gjörgæslan er. Afritaði síminn er enn notaður til að reyna að komast í gögn í mínum fórum. Sá angi málsins er líka i höndum lögreglu,“ segir Páll meðal annars. Páll heldur því jafnframt fram í pistli sínum að Þóra hafi stýrt þessum aðgerðum og í gögnum málsins megi sjá að hún hafi misnotað yfirburðarstöðu sína gagnvart veikum einstaklingi, kreist út úr honum upplýsingar á launum hjá Ríkisútvarpinu; upplýsingar sem hún svo hafi birt á öðrum fjölmiðlum. „Ekkert birtist á ríkismiðlinum annað en endurómun áróðurs hinna fjölmiðlanna. Áróðurs sem Þóra vissulega skipulagði á bakvið tjöldin.“ Ef hins vegar má marka Þórð Snæ er ekkert í gögnunum sem sýnir að Páli hafi yfirleitt verið byrlað, svo mikið sem. Og ekkert liggi fyrir hvaðan Þórður Snær fékk upplýsingarnar sem hann svo byggði fréttaflutning sinn af Skæruliðadeildinni svokölluðu á enda sé honum með öllu óheimilt að gefa upp heimildarmenn sína lögum samkvæmt. Þannig sé því um einskærar getgátur Páls að ræða og á því sé allur málatilbúnaðurinn reistur.
Fjölmiðlar Samherjaskjölin Lögreglumál Lögreglan Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira