„Þarna koma fleiri gestir, konungur og drottning Hollands,“ sagði fréttakonan þegar Margrét Þórhildur Danadrottning og sonur hennar Friðrik Danakrónprins gengu inn í Buckingham-höll þar sem Bretakonungur hélt móttöku fyrir erlenda þjóðarleiðtoga.
Líkt og vænta má þegar fréttafólk gerir mistök í beinni útsendingu hafa netverjar gert stólpagrín að atvikinu. Einn slíkur sagði á Twitter að hann hefði búist við meiru af sjálfu breska ríkisútvarpinu.
Åh nej...jeg forventer bedre fra BBC'en#BBCfejl #dronningmargrethe #kronprinsfrederik #QueenElizabethII pic.twitter.com/OoGurOQA28
— Michael Hall (he/him) (@hallmichaelr) September 18, 2022
Þess má geta að nokkuð auðvelt ætti að vera að þekkja þær Margréti Þórhildi og Máximu Hollandsdrottningu í sundur. Sú fyrrnefnda er nefnilega 82 ára gömul en sú síðarnefnda aðeins 51 árs gömul.
