Nærri því öll eyjan er án rafmagns en Fíónu fylgdi mikil rigning sem olli flóðum og aurskriðum. AP fréttaveitan segir Fíónu hafa rifið malbik af götum og þök af húsum. Flóð hafi rifið brýr en enn er mikil rigning á Púertó Ríkó.
Veðurfræðingar sögðu fyrr í kvöld að rigningin hefði mælst allt að 56 sentímetrar og von væri á allt að tuttugu sentímetrum til viðbótar.
Hér að neðan má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni sem tekið var á Púertó Ríkó í dag.
Púertó Ríkó er bandarískt yfirráðasvæði og lýsti Joe Biden Bandaríkjaforseti yfir neyðarástandi á eyjunni. Sá sem vitað er að dó vegna Fíónu var sjötugur maður sem brann illa þegar hann var að hella eldsneyti á ljósavél sína.
Sjá einnig: Fíóna sló út öllu rafmagni á Púertó Ríkó
Washington Post segir að búið sé að koma rafmagni aftur til um hundrað þúsund heimila og fyrirtækja á norðurhluta Púertó Ríkó. Enn séu þó 750 þúsund heimili og fyrirtæki án rafmagns. Ríkisstjóri Púertó Ríkó segir að það muni taka einhverja daga að laga dreifikerfi eyjunnar að fullu og koma rafmagni á hjá öllum.
Fíóna náði einnig landi í Dóminíska lýðveldinu í dag en veðurfræðingar eiga von á allt að 38 sentímetra rigningu í Dóminíska lýðveldinu. Talið er að Fíóna muni stækka og safna krafti á leið út á Atlantshafið á næstu dögum og gæti fellibylurinn skollið á Bermúda-eyjum á fimmtudag eða föstudag.
Here are the 5am AST Monday, September 19 Key Messages for Hurricane #Fiona.
— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 19, 2022
Life-threatening & catastrophic flooding continues for #PuertoRico due to heavy rains from Fiona's outer bands, expected to persist through the afternoon.
Latest Advisory: https://t.co/EG1Nt92Czm pic.twitter.com/lPXuHg6AlF