Hundruð þjóðarleiðtoga væntanlegir og rándýr öryggisgæsla á svæðinu Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 18. september 2022 15:02 Karl III Bretlandskonungur hittir Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. AP/ Stefan Rousseau/Pool Búist er við hundruðum þjóðarleiðtoga og hátt settum embættismönnum til London vegna útfarar Elísabetar II Bretlandsdrottningar. Kostnaður við öryggisgæslu við útförina geti numið meira en 6,4 milljónum punda. Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa lagt leið sína til London fyrir útför Elísabetar II Bretlandsdrottningar. Einhverjir hafa nú þegar farið á fund Karls III Bretlandskonungs og Liz Truss forsætisráðherra Bretlands. Meðal þeirra sem eru komnir til Englands eru Justin Trudeu, forsætisráðherra Kanada, Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu og Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands lendir einnig í Englandi í dag. Sky News greinir frá því að um fimm hundruð þjóðarleiðtogar og hátt settir embættismenn séu væntanlegir frá tvö hundruð löndum vegna jarðarfararinnar. Meðal þeirra ríkja sem sögð eru ekki hafa fengið boð í útför drottningarinnar eru Rússland, Hvíta-Rússland, Mjanmar, Sýrland og Afganistan en sendiherrar frá Íran, Norður-Kóreu og Níkaragva verði viðstaddir. Hér má sjá lista yfir hluta af þeim sem þjóðarleiðtogum sem búist er við að verði viðstaddir útförina. Einnig hafi fregnir borist af því að krónprins Sádi-Arabíu sé væntanlegur til landsins, hann muni hitta Karl III Bretlandskonung en ekki mæta í útförina. Samkvæmt BBC var prinsinum boðið í jarðarför drottningar en boðið sé umdeilt meðal mannréttindasamtaka. Tíu þúsund lögreglumenn ásamt hermönnum og leyniskyttum verði viðstaddir jarðarförina til þess að tryggja öryggi þjóðarleiðtoga og almennings. Öryggisgæsla fyrir meira en milljarð íslenskra króna Samkvæmt Washington Post er búist við því að allt að tvær milljónir manna verði á götum úti í kringum leiðina sem líkkista drottningar mun fara en konungsfjölskyldan muni ganga á eftir vagninum sem ber líkkistuna. Konungsfjölskyldan gangi frá Westminster Hall, þar sem líkkistan hefur legið síðustu daga og að Westminster Abbey þar sem athöfnin fari fram. Einnig sé sérstakt öryggisteymi starfrækt sem fylgist með því fólki sem talið sé gagntekið af konungsfjölskyldunni og sé þeim mögulega hættulegt. Áætlað sé að öryggisgæslan fyrir jarðarförina geti kostað meira en 6,4 milljónir punda eða rúmlega einn milljarð íslenskra króna. Öryggisgæsla fyrir brúðkaup Vilhjálms og Katrínar hafi kostað 6,4 milljónir punda en þar hafi ekki verið sama magn af þjóðarleiðtogum viðstaddir. Til þess að gæta öryggis almennings og fjölskyldunnar er breska leyniþjónustan sögð hafa farið yfir möguleika á hryðjuverkum í kringum viðburðinn ásamt erlendum kollegum sínum. Einnig hafi sprengjuleitarhundar farið yfir svæðið í marga daga til þess að tryggja megi öryggi fólks. Streymt verður frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi á morgun. Útsendingin hefst klukkan níu en athöfnin sjálf hefst klukkan tíu að íslenskum tíma. Heimir Már Pétursson fréttamaður mun lýsa því sem fyrir augu ber og setja í samhengi. Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Kanada Bandaríkin Ástralía Elísabet II Bretadrottning Kóngafólk Tengdar fréttir Bein lýsing frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á morgun Streymt verður frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi á morgun. Útsendingin hefst klukkan níu en athöfnin sjálf hefst klukkan tíu að íslenskum tíma. 18. september 2022 12:22 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa lagt leið sína til London fyrir útför Elísabetar II Bretlandsdrottningar. Einhverjir hafa nú þegar farið á fund Karls III Bretlandskonungs og Liz Truss forsætisráðherra Bretlands. Meðal þeirra sem eru komnir til Englands eru Justin Trudeu, forsætisráðherra Kanada, Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu og Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands lendir einnig í Englandi í dag. Sky News greinir frá því að um fimm hundruð þjóðarleiðtogar og hátt settir embættismenn séu væntanlegir frá tvö hundruð löndum vegna jarðarfararinnar. Meðal þeirra ríkja sem sögð eru ekki hafa fengið boð í útför drottningarinnar eru Rússland, Hvíta-Rússland, Mjanmar, Sýrland og Afganistan en sendiherrar frá Íran, Norður-Kóreu og Níkaragva verði viðstaddir. Hér má sjá lista yfir hluta af þeim sem þjóðarleiðtogum sem búist er við að verði viðstaddir útförina. Einnig hafi fregnir borist af því að krónprins Sádi-Arabíu sé væntanlegur til landsins, hann muni hitta Karl III Bretlandskonung en ekki mæta í útförina. Samkvæmt BBC var prinsinum boðið í jarðarför drottningar en boðið sé umdeilt meðal mannréttindasamtaka. Tíu þúsund lögreglumenn ásamt hermönnum og leyniskyttum verði viðstaddir jarðarförina til þess að tryggja öryggi þjóðarleiðtoga og almennings. Öryggisgæsla fyrir meira en milljarð íslenskra króna Samkvæmt Washington Post er búist við því að allt að tvær milljónir manna verði á götum úti í kringum leiðina sem líkkista drottningar mun fara en konungsfjölskyldan muni ganga á eftir vagninum sem ber líkkistuna. Konungsfjölskyldan gangi frá Westminster Hall, þar sem líkkistan hefur legið síðustu daga og að Westminster Abbey þar sem athöfnin fari fram. Einnig sé sérstakt öryggisteymi starfrækt sem fylgist með því fólki sem talið sé gagntekið af konungsfjölskyldunni og sé þeim mögulega hættulegt. Áætlað sé að öryggisgæslan fyrir jarðarförina geti kostað meira en 6,4 milljónir punda eða rúmlega einn milljarð íslenskra króna. Öryggisgæsla fyrir brúðkaup Vilhjálms og Katrínar hafi kostað 6,4 milljónir punda en þar hafi ekki verið sama magn af þjóðarleiðtogum viðstaddir. Til þess að gæta öryggis almennings og fjölskyldunnar er breska leyniþjónustan sögð hafa farið yfir möguleika á hryðjuverkum í kringum viðburðinn ásamt erlendum kollegum sínum. Einnig hafi sprengjuleitarhundar farið yfir svæðið í marga daga til þess að tryggja megi öryggi fólks. Streymt verður frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi á morgun. Útsendingin hefst klukkan níu en athöfnin sjálf hefst klukkan tíu að íslenskum tíma. Heimir Már Pétursson fréttamaður mun lýsa því sem fyrir augu ber og setja í samhengi.
Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Kanada Bandaríkin Ástralía Elísabet II Bretadrottning Kóngafólk Tengdar fréttir Bein lýsing frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á morgun Streymt verður frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi á morgun. Útsendingin hefst klukkan níu en athöfnin sjálf hefst klukkan tíu að íslenskum tíma. 18. september 2022 12:22 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Bein lýsing frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á morgun Streymt verður frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi á morgun. Útsendingin hefst klukkan níu en athöfnin sjálf hefst klukkan tíu að íslenskum tíma. 18. september 2022 12:22