Instagram og Tiktok seilast í vinsældir BeReal Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 17. september 2022 22:30 Hér má sjá írskan stelpnahóp nota BeReal á fótboltaleik. Getty/Stephen McCarthy Samfélagsmiðillin BeReal hefur notið mikilla vinsælda nú nýverið. Svo miklar virðast vinsældirnar vera orðnar að aðrir samfélagsmiðlar hleypt úr vör nýjum möguleikum innan forrita sem virðast líkjast virkni BeReal. Franski samfélagsmiðillinn BeReal var stofnaður fyrir tveimur árum síðan en grunnvirkni hans er einföld. Notendur fá tilkynningu sem segir þeim að nú sé kominn tími til að taka mynd af því sem þeir séu að gera þá og þegar. Þegar notendur ýta á tilkynninguna fara þeir inn í smáforritið sem lætur þá taka mynd. Til þess að sjá myndir vina þinna eða annarra á forritinu þarft þú að taka mynd sjálfur en þegar þú ert kominn inn í forritið hefur þú tvær mínútur til þess að taka myndina. Hér má sjá hvernig BeReal tilkynning birtist.Rúnar Vilberg Vinir þínir á forritinu sjá hversu „seinn“ þú varst að taka myndina miðað við hvenær tilkynningin kom og hversu oft þú tókst myndina áður en þú birtir hana. Tilkynningarnar frá forritinu koma einu sinni á dag á handahófskenndum tímum svo notendur ráða litlu um hvaða augnablik úr lífi sínu þeir sýna, vilji þeir sjá myndir vina sinna þann daginn. Myndirnar sem koma fram í forritinu eru sérstakar að því leitinu til að þær notfæra sér báðar myndavélar símans í einu, þú getur tekið sjálfu og mynd af umhverfinu þínu í einu. Washington Post greinir frá því að nú hafi samfélagsmiðillinn Tiktok kynnt til leiks nýjan kima samfélagsins sem beri heitið „Tiktok Now.“ Þessi nýja virkni sé þannig að notendur fái tilkynningu einu sinni á dag sem hvetur þá til að taka óuppstillta mynd af sér, á því augnabliki. Virkni Tiktok noti einnig báðar myndavélar símans. Tiktok sé þó ekki eini miðillinn sem virðist herma eftir BeReal en Meta hafi staðfest að Instagram væri að vinna í svipaðri virkni sem kallist „IG Candid Challenges,“ það væri þó ekki í prófun hjá almenningi enn sem komið er. Samfélagsmiðlar TikTok Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Franski samfélagsmiðillinn BeReal var stofnaður fyrir tveimur árum síðan en grunnvirkni hans er einföld. Notendur fá tilkynningu sem segir þeim að nú sé kominn tími til að taka mynd af því sem þeir séu að gera þá og þegar. Þegar notendur ýta á tilkynninguna fara þeir inn í smáforritið sem lætur þá taka mynd. Til þess að sjá myndir vina þinna eða annarra á forritinu þarft þú að taka mynd sjálfur en þegar þú ert kominn inn í forritið hefur þú tvær mínútur til þess að taka myndina. Hér má sjá hvernig BeReal tilkynning birtist.Rúnar Vilberg Vinir þínir á forritinu sjá hversu „seinn“ þú varst að taka myndina miðað við hvenær tilkynningin kom og hversu oft þú tókst myndina áður en þú birtir hana. Tilkynningarnar frá forritinu koma einu sinni á dag á handahófskenndum tímum svo notendur ráða litlu um hvaða augnablik úr lífi sínu þeir sýna, vilji þeir sjá myndir vina sinna þann daginn. Myndirnar sem koma fram í forritinu eru sérstakar að því leitinu til að þær notfæra sér báðar myndavélar símans í einu, þú getur tekið sjálfu og mynd af umhverfinu þínu í einu. Washington Post greinir frá því að nú hafi samfélagsmiðillinn Tiktok kynnt til leiks nýjan kima samfélagsins sem beri heitið „Tiktok Now.“ Þessi nýja virkni sé þannig að notendur fái tilkynningu einu sinni á dag sem hvetur þá til að taka óuppstillta mynd af sér, á því augnabliki. Virkni Tiktok noti einnig báðar myndavélar símans. Tiktok sé þó ekki eini miðillinn sem virðist herma eftir BeReal en Meta hafi staðfest að Instagram væri að vinna í svipaðri virkni sem kallist „IG Candid Challenges,“ það væri þó ekki í prófun hjá almenningi enn sem komið er.
Samfélagsmiðlar TikTok Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira