Sláandi munur á færni leikskólabarna Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. september 2022 20:01 Tvítyngd börn standa mun verr að vígi en þau sem hafa íslensku sem móðurmál. vísir/vilhelm Börn af annarri kynslóð innflytjenda ná mun verri tökum á íslensku en áður var talið. Þetta sýnir ný rannsókn á vegum Háskóla Íslands en vísindamennirnir segja stöðuna grafalvarlega og kalla eftir íslenskukennslu í leikskólum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar eru 97 prósent fimm ára alíslenskra barna með mun betri íslenskufærni en börn sem eiga erlenda foreldra og fæðast á Íslandi. Þetta eru sláandi niðurstöður að sögn eins rannsakandans, enda hafi lengi verið talið að erlend börn sem fæðist á Íslandi nái fljótt góðum tökum á málinu inni í leikskólunum. „Þetta virðist vera algengur misskilningur að börn læri tungumál eins og að drekka vatn. En þetta er erfitt fyrir þau og við verðum að hafa það í huga að það er ekki eins einfalt og við töldum fyrir þau að læra tungumálið,“ segir Hjördís Hafsteinsdóttir, sem vann rannsóknina ásamt þeim Jóhönnu T. Einarsdóttur prófessor og Irisi Eddu Nowenstein, doktorsnema í íslenskri málfræði. Rannsóknin er byggð á meistaraverkefni Hjördísar. Vill íslenskukennslu í leikskóla Börnin sem tóku þátt í könnunni voru öll fimm ára gömul, í efsta bekk í leikskóla. Hjördís segir þennan hóp gjarnan gleymast í umræðunni. Almennt sé litið svo á að önnur kynslóð innflytjenda á Íslandi hafi jöfn tækifæri og aðrir í samfélaginu. „Þetta hefur áhrif á sjálfsmynd; að börn geti ekki tjáð vilja sinn og skoðanir. Þannig að þau draga sig alveg til hlés. Svo náttúrulega er það þetta tækifæri til menntunar. Þau hafa ekki sömu tækifæri til menntunar eins og íslensk börn,“ segir Hjördís. Tvítyngdu börnin voru margfalt líklegri til að eiga erfitt með beygingar, eðlilega orðaröð innan setninga og höfðu mun verri orðaforða en hin börnin. Hjördís sem sjálf hefur unnið í leikskóla kallar eftir aðgerðum. Ekki skorti vilja til þess meðal leikskólakennara að auka íslenskukennslu fyrir þennan hóp. „En hafa kannski ekki tækin til þess eða tækifæri til þess. Þannig já þetta er eitthvað sem þarf að endurskoða,“ segir Hjördís. Íslensk tunga Leikskólar Innflytjendamál Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ég tala ekki gótt Íslensku Já, ég veit. Það á að segja „ég tala ekki góða íslensku”. Málið er ekki að mig langi til að skrumskæla þetta fallega tungumál í hvert skipti sem ég opna munninn, málið er bara það að ég er að læra (og ég er einnig að eldast þannig að heilinn minn er ekki nærri því jafn skarpur og hann var áður fyrr). 13. september 2022 08:30 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar eru 97 prósent fimm ára alíslenskra barna með mun betri íslenskufærni en börn sem eiga erlenda foreldra og fæðast á Íslandi. Þetta eru sláandi niðurstöður að sögn eins rannsakandans, enda hafi lengi verið talið að erlend börn sem fæðist á Íslandi nái fljótt góðum tökum á málinu inni í leikskólunum. „Þetta virðist vera algengur misskilningur að börn læri tungumál eins og að drekka vatn. En þetta er erfitt fyrir þau og við verðum að hafa það í huga að það er ekki eins einfalt og við töldum fyrir þau að læra tungumálið,“ segir Hjördís Hafsteinsdóttir, sem vann rannsóknina ásamt þeim Jóhönnu T. Einarsdóttur prófessor og Irisi Eddu Nowenstein, doktorsnema í íslenskri málfræði. Rannsóknin er byggð á meistaraverkefni Hjördísar. Vill íslenskukennslu í leikskóla Börnin sem tóku þátt í könnunni voru öll fimm ára gömul, í efsta bekk í leikskóla. Hjördís segir þennan hóp gjarnan gleymast í umræðunni. Almennt sé litið svo á að önnur kynslóð innflytjenda á Íslandi hafi jöfn tækifæri og aðrir í samfélaginu. „Þetta hefur áhrif á sjálfsmynd; að börn geti ekki tjáð vilja sinn og skoðanir. Þannig að þau draga sig alveg til hlés. Svo náttúrulega er það þetta tækifæri til menntunar. Þau hafa ekki sömu tækifæri til menntunar eins og íslensk börn,“ segir Hjördís. Tvítyngdu börnin voru margfalt líklegri til að eiga erfitt með beygingar, eðlilega orðaröð innan setninga og höfðu mun verri orðaforða en hin börnin. Hjördís sem sjálf hefur unnið í leikskóla kallar eftir aðgerðum. Ekki skorti vilja til þess meðal leikskólakennara að auka íslenskukennslu fyrir þennan hóp. „En hafa kannski ekki tækin til þess eða tækifæri til þess. Þannig já þetta er eitthvað sem þarf að endurskoða,“ segir Hjördís.
Íslensk tunga Leikskólar Innflytjendamál Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ég tala ekki gótt Íslensku Já, ég veit. Það á að segja „ég tala ekki góða íslensku”. Málið er ekki að mig langi til að skrumskæla þetta fallega tungumál í hvert skipti sem ég opna munninn, málið er bara það að ég er að læra (og ég er einnig að eldast þannig að heilinn minn er ekki nærri því jafn skarpur og hann var áður fyrr). 13. september 2022 08:30 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Ég tala ekki gótt Íslensku Já, ég veit. Það á að segja „ég tala ekki góða íslensku”. Málið er ekki að mig langi til að skrumskæla þetta fallega tungumál í hvert skipti sem ég opna munninn, málið er bara það að ég er að læra (og ég er einnig að eldast þannig að heilinn minn er ekki nærri því jafn skarpur og hann var áður fyrr). 13. september 2022 08:30