Sláandi munur á færni leikskólabarna Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. september 2022 20:01 Tvítyngd börn standa mun verr að vígi en þau sem hafa íslensku sem móðurmál. vísir/vilhelm Börn af annarri kynslóð innflytjenda ná mun verri tökum á íslensku en áður var talið. Þetta sýnir ný rannsókn á vegum Háskóla Íslands en vísindamennirnir segja stöðuna grafalvarlega og kalla eftir íslenskukennslu í leikskólum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar eru 97 prósent fimm ára alíslenskra barna með mun betri íslenskufærni en börn sem eiga erlenda foreldra og fæðast á Íslandi. Þetta eru sláandi niðurstöður að sögn eins rannsakandans, enda hafi lengi verið talið að erlend börn sem fæðist á Íslandi nái fljótt góðum tökum á málinu inni í leikskólunum. „Þetta virðist vera algengur misskilningur að börn læri tungumál eins og að drekka vatn. En þetta er erfitt fyrir þau og við verðum að hafa það í huga að það er ekki eins einfalt og við töldum fyrir þau að læra tungumálið,“ segir Hjördís Hafsteinsdóttir, sem vann rannsóknina ásamt þeim Jóhönnu T. Einarsdóttur prófessor og Irisi Eddu Nowenstein, doktorsnema í íslenskri málfræði. Rannsóknin er byggð á meistaraverkefni Hjördísar. Vill íslenskukennslu í leikskóla Börnin sem tóku þátt í könnunni voru öll fimm ára gömul, í efsta bekk í leikskóla. Hjördís segir þennan hóp gjarnan gleymast í umræðunni. Almennt sé litið svo á að önnur kynslóð innflytjenda á Íslandi hafi jöfn tækifæri og aðrir í samfélaginu. „Þetta hefur áhrif á sjálfsmynd; að börn geti ekki tjáð vilja sinn og skoðanir. Þannig að þau draga sig alveg til hlés. Svo náttúrulega er það þetta tækifæri til menntunar. Þau hafa ekki sömu tækifæri til menntunar eins og íslensk börn,“ segir Hjördís. Tvítyngdu börnin voru margfalt líklegri til að eiga erfitt með beygingar, eðlilega orðaröð innan setninga og höfðu mun verri orðaforða en hin börnin. Hjördís sem sjálf hefur unnið í leikskóla kallar eftir aðgerðum. Ekki skorti vilja til þess meðal leikskólakennara að auka íslenskukennslu fyrir þennan hóp. „En hafa kannski ekki tækin til þess eða tækifæri til þess. Þannig já þetta er eitthvað sem þarf að endurskoða,“ segir Hjördís. Íslensk tunga Leikskólar Innflytjendamál Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ég tala ekki gótt Íslensku Já, ég veit. Það á að segja „ég tala ekki góða íslensku”. Málið er ekki að mig langi til að skrumskæla þetta fallega tungumál í hvert skipti sem ég opna munninn, málið er bara það að ég er að læra (og ég er einnig að eldast þannig að heilinn minn er ekki nærri því jafn skarpur og hann var áður fyrr). 13. september 2022 08:30 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar eru 97 prósent fimm ára alíslenskra barna með mun betri íslenskufærni en börn sem eiga erlenda foreldra og fæðast á Íslandi. Þetta eru sláandi niðurstöður að sögn eins rannsakandans, enda hafi lengi verið talið að erlend börn sem fæðist á Íslandi nái fljótt góðum tökum á málinu inni í leikskólunum. „Þetta virðist vera algengur misskilningur að börn læri tungumál eins og að drekka vatn. En þetta er erfitt fyrir þau og við verðum að hafa það í huga að það er ekki eins einfalt og við töldum fyrir þau að læra tungumálið,“ segir Hjördís Hafsteinsdóttir, sem vann rannsóknina ásamt þeim Jóhönnu T. Einarsdóttur prófessor og Irisi Eddu Nowenstein, doktorsnema í íslenskri málfræði. Rannsóknin er byggð á meistaraverkefni Hjördísar. Vill íslenskukennslu í leikskóla Börnin sem tóku þátt í könnunni voru öll fimm ára gömul, í efsta bekk í leikskóla. Hjördís segir þennan hóp gjarnan gleymast í umræðunni. Almennt sé litið svo á að önnur kynslóð innflytjenda á Íslandi hafi jöfn tækifæri og aðrir í samfélaginu. „Þetta hefur áhrif á sjálfsmynd; að börn geti ekki tjáð vilja sinn og skoðanir. Þannig að þau draga sig alveg til hlés. Svo náttúrulega er það þetta tækifæri til menntunar. Þau hafa ekki sömu tækifæri til menntunar eins og íslensk börn,“ segir Hjördís. Tvítyngdu börnin voru margfalt líklegri til að eiga erfitt með beygingar, eðlilega orðaröð innan setninga og höfðu mun verri orðaforða en hin börnin. Hjördís sem sjálf hefur unnið í leikskóla kallar eftir aðgerðum. Ekki skorti vilja til þess meðal leikskólakennara að auka íslenskukennslu fyrir þennan hóp. „En hafa kannski ekki tækin til þess eða tækifæri til þess. Þannig já þetta er eitthvað sem þarf að endurskoða,“ segir Hjördís.
Íslensk tunga Leikskólar Innflytjendamál Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ég tala ekki gótt Íslensku Já, ég veit. Það á að segja „ég tala ekki góða íslensku”. Málið er ekki að mig langi til að skrumskæla þetta fallega tungumál í hvert skipti sem ég opna munninn, málið er bara það að ég er að læra (og ég er einnig að eldast þannig að heilinn minn er ekki nærri því jafn skarpur og hann var áður fyrr). 13. september 2022 08:30 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Sjá meira
Ég tala ekki gótt Íslensku Já, ég veit. Það á að segja „ég tala ekki góða íslensku”. Málið er ekki að mig langi til að skrumskæla þetta fallega tungumál í hvert skipti sem ég opna munninn, málið er bara það að ég er að læra (og ég er einnig að eldast þannig að heilinn minn er ekki nærri því jafn skarpur og hann var áður fyrr). 13. september 2022 08:30