„Þú lyftir engum titli fyrr en að mótið er búið“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 17. september 2022 16:44 Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks Vísir/Diego „Ég geri ráð fyrir að fyrri hálfleikurinn hafi ekki verið mikil skemmtun. Það var hægt tempó en svo vorum við mjög sterkir í seinni hálfleik og ég er ánægður með liði að hafa klárað þennan leik. ÍBV-liðið er gott lið. Þannig þetta var bara flott,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 3-0 sigur á ÍBV í dag. Það gerðist ekki mikið í fyrri hálfleik, Óskar sagði að leikmenn hefðu verið lengi að koma sér af stað. „Ég upplifði meira að það voru sex dagar frá síðasta leik og að menn voru lengi að koma sér af stað í fyrri hálfleik. Ég upplifði frekar það heldur en að það væri einhver skjálfti, enda er þetta lið búið að ganga í gegnum það mikið að eitt tap sest ekki á sálina hjá mönnum.“ Blikar mættu öflugir í seinni hálfleikinn og skoruðu þrjú mörk nánast á einu bretti. „Við breyttum ekki upplegginu. Við töluðum um að gera hlutina aðeins hraðar og gera þá aðeins betur, vera einbeittari á síðasta þriðjung. Eyjamennirnir pressa grimmt og hátt og taka áhættu og skilja eftir sig svæði, fara oftar í svæðin sem þeir skilja eftir sig. Mér fannst það ganga ágætlega í seinni hálfleik. Við getum verið með öll plön í heiminum en leikmenn þurfa að klára þetta inn á vellinum og þeir gerðu það svo sannarlega í seinni hálfleik.“ Undir öllum venjulegum kringumstæðum hefði Breiðablik orðið Íslandsmeistarar í dag en í ár er verið að láta reyna á tvískiptingu deildarinnar. Óskar segist ekki hafa leitt hugan að því að þeir hefðu getað lyft titli í dag. „Þetta er eitthvað sem við erum búnir að vita síðan að mótið byrjaði og löngu fyrir það, að þetta mót er ekki búið núna. Þú lyftir engum titli fyrr en að mótið er búið. Við höfum ekki verið að velta okkur upp úr því, við höfum reynt að einblína á okkur sjálfa. Það er búið að setja ákveðin standard í þessa deild og nokkur lið hafa farið yfir fimmtíu stig í 22. leikja móti og við settum okkur markmið að komast þangað og það gekk í dag. Það eru fimm leikir eftir, ég hef ekki einu sinni leitt hugan að því að í fyrra voru menn að lyfta titli eftir þennan leik. Við eigum fimm frábæra leiki eftir.“ Áður en tvískiptingin verður er tveggja vikna hlé á deildinni. Óskar vill finna jafnvægi á að láta strákana hvíla en einnig að hressa þá við. „Við ætlum að reyna blanda saman að menn fái hvíld og fái hvíld frá Kópavogsvelli sem hefur verið þeirra heimili í sumar. En líka að skerpa á hlutum og hressa menn við, það er búið að vera mikil keyrsla og menn eru lúnir. Við verðum að finna jafnvægi milli þess að gefa mönnum hvíld og fá smá frið og halda þeim ferskum. Það eru fimm leikir eftir og þeir verða að vera klárir í það.“ Breiðablik Íslenski boltinn Besta deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik-ÍBV 3-0 | Blikar í kjörstöðu fyrir úrslitakeppnina Breiðablik, topplið Bestu-deildar karla í knattspyrnu, vann 3-0 sigur á móti ÍBV í lokaumferð deildarinnar. Liðið er í kjörstöðu fyrir skiptingu deildarinnar en Víkingur og KA eru átta stigum á eftir Blikum í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. september 2022 16:15 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Fleiri fréttir Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Sjá meira
Það gerðist ekki mikið í fyrri hálfleik, Óskar sagði að leikmenn hefðu verið lengi að koma sér af stað. „Ég upplifði meira að það voru sex dagar frá síðasta leik og að menn voru lengi að koma sér af stað í fyrri hálfleik. Ég upplifði frekar það heldur en að það væri einhver skjálfti, enda er þetta lið búið að ganga í gegnum það mikið að eitt tap sest ekki á sálina hjá mönnum.“ Blikar mættu öflugir í seinni hálfleikinn og skoruðu þrjú mörk nánast á einu bretti. „Við breyttum ekki upplegginu. Við töluðum um að gera hlutina aðeins hraðar og gera þá aðeins betur, vera einbeittari á síðasta þriðjung. Eyjamennirnir pressa grimmt og hátt og taka áhættu og skilja eftir sig svæði, fara oftar í svæðin sem þeir skilja eftir sig. Mér fannst það ganga ágætlega í seinni hálfleik. Við getum verið með öll plön í heiminum en leikmenn þurfa að klára þetta inn á vellinum og þeir gerðu það svo sannarlega í seinni hálfleik.“ Undir öllum venjulegum kringumstæðum hefði Breiðablik orðið Íslandsmeistarar í dag en í ár er verið að láta reyna á tvískiptingu deildarinnar. Óskar segist ekki hafa leitt hugan að því að þeir hefðu getað lyft titli í dag. „Þetta er eitthvað sem við erum búnir að vita síðan að mótið byrjaði og löngu fyrir það, að þetta mót er ekki búið núna. Þú lyftir engum titli fyrr en að mótið er búið. Við höfum ekki verið að velta okkur upp úr því, við höfum reynt að einblína á okkur sjálfa. Það er búið að setja ákveðin standard í þessa deild og nokkur lið hafa farið yfir fimmtíu stig í 22. leikja móti og við settum okkur markmið að komast þangað og það gekk í dag. Það eru fimm leikir eftir, ég hef ekki einu sinni leitt hugan að því að í fyrra voru menn að lyfta titli eftir þennan leik. Við eigum fimm frábæra leiki eftir.“ Áður en tvískiptingin verður er tveggja vikna hlé á deildinni. Óskar vill finna jafnvægi á að láta strákana hvíla en einnig að hressa þá við. „Við ætlum að reyna blanda saman að menn fái hvíld og fái hvíld frá Kópavogsvelli sem hefur verið þeirra heimili í sumar. En líka að skerpa á hlutum og hressa menn við, það er búið að vera mikil keyrsla og menn eru lúnir. Við verðum að finna jafnvægi milli þess að gefa mönnum hvíld og fá smá frið og halda þeim ferskum. Það eru fimm leikir eftir og þeir verða að vera klárir í það.“
Breiðablik Íslenski boltinn Besta deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik-ÍBV 3-0 | Blikar í kjörstöðu fyrir úrslitakeppnina Breiðablik, topplið Bestu-deildar karla í knattspyrnu, vann 3-0 sigur á móti ÍBV í lokaumferð deildarinnar. Liðið er í kjörstöðu fyrir skiptingu deildarinnar en Víkingur og KA eru átta stigum á eftir Blikum í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. september 2022 16:15 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Fleiri fréttir Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik-ÍBV 3-0 | Blikar í kjörstöðu fyrir úrslitakeppnina Breiðablik, topplið Bestu-deildar karla í knattspyrnu, vann 3-0 sigur á móti ÍBV í lokaumferð deildarinnar. Liðið er í kjörstöðu fyrir skiptingu deildarinnar en Víkingur og KA eru átta stigum á eftir Blikum í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. september 2022 16:15