Ómar Ragnarsson verðlaunaður á Degi íslenskrar náttúru Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. september 2022 16:20 Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson veitti Ómari viðurkenninguna og skellihló að hnyttinni athugasemd Ómars. Þúsundþjalasmiðurinn Ómar Ragnarsson hlaut í dag Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Þetta er í þrettánda sinn sem náttúruverndarviðurkenningin er afhent á Degi íslenskrar náttúru. Ómar er landsmönnum vel kunnur og var í störfum sínum á fjölmiðlum iðinn við að vekja athygli á hinum ýmsu náttúruperlum landsins, áður en hann hóf baráttu sína fyrir náttúruvernd. Hann hefur til dæmis verið baráttumaður gegn virkjunum og barðist gegn byggingu Kárahnjúkavirkjunum á sínum tíma. Hann sagði frá því í Kompás árið 2006 hvenær hann ákvað að helga líf sitt umhverfismálum. Þá var Ómar á meðal þeirra sem börðust gegn veglagningu í Gálgahrauni í Garðabæ í október 2013. Níu voru handteknir er þeir mótmæltu framkvæmdum Álftanesvegar en þeir töldu framkvæmdirnar óafturkræf náttúruspjöll. Mótmælendur komu sér fyrir á fyrirhuguðu vinnusvæði og voru að endingu fjarlægðir af lögreglu eftir að hafa neitað að hlýða fyrirmælum hennar. Ómar og félagar kröfðust skaðabóta frá íslenska ríkinu vegna handtökunnar. Hæstiréttur sýknaði ríkið í desember 2016. Í máli ráðherra við athöfnina í dag kom fram að Ómari væri í lófa lagið að vekja athygli á málefnum og að hann hafi fært þjóðinni hvert náttúruundrið á fætur öðru, alla leið heim í stofu. Jafnt með Stikluþáttum sínum og öðrum myndum um náttúruvernd, sem og fréttaefni. Þannig hafi Ómar myndað Holuhraun áður en þar fór að gjósa og komið að Grímsvatnagosinu áður en nokkur annar kom þar að. Ómar er afar mælskur og þakkaði fyrir sig með tölu eins og honum einum er lagið. Eins hafi Ómar verið ötull við að vekja athygli á rafknúnum farartækjum hin síðari ár og hafi til að mynda ferðast árið 2015 á rafhjóli frá Reykjavík til Akureyrar, í ferðalagi sem hann nefndi „Aðgerð orkuskipti“, þá orðinn 75 ára. „Þá er Ómar brautryðjandi í notkun rafbíla á Íslandi, kynnti ef minnið svíkur ekki rafbíl hér fyrir nokkrum áratugum síðan, og hefur undanfarin ár keyrt um á rafmagnsbílum. Hann sagði einmitt í viðtali fyrir nokkrum árum, og var því á undan okkur stjórnvöldum sem nú erum að takast á við málið, að það væri ekki nóg að rafmagnsbílar væru bara fyrir þá efnameiri. Huga þyrfti að „rafbíl litla mannsins,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í rökstuðningi sínum. „Íslensk náttúra væri svo miklu fátækari ef ekki væri fyrir eldhuga sem eru tilbúnir að leggja allt í sölurnar fyrir hana. Ég eins og margir Íslendingar erum svo heppin að hafa átt Ómar sem glugga inn í hluti sem eru svo ótrúlega mikilvægir en fáir sinntu. Einstaklingar skipta máli og skýrt dæmi um það, er Ómar Ragnarsson. Það verður aldrei hægt að mæla það hvað hann hefur gert, með sínum einstaka hætti, fyrir íslenska náttúru. Mín kynslóð og margar fleiri fengum að kynnast náttúru Íslands vegna áhuga og atorku Ómars Ragnarssonar. Fyrir það er ég þakklátur.” Umhverfismál Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Ómar er landsmönnum vel kunnur og var í störfum sínum á fjölmiðlum iðinn við að vekja athygli á hinum ýmsu náttúruperlum landsins, áður en hann hóf baráttu sína fyrir náttúruvernd. Hann hefur til dæmis verið baráttumaður gegn virkjunum og barðist gegn byggingu Kárahnjúkavirkjunum á sínum tíma. Hann sagði frá því í Kompás árið 2006 hvenær hann ákvað að helga líf sitt umhverfismálum. Þá var Ómar á meðal þeirra sem börðust gegn veglagningu í Gálgahrauni í Garðabæ í október 2013. Níu voru handteknir er þeir mótmæltu framkvæmdum Álftanesvegar en þeir töldu framkvæmdirnar óafturkræf náttúruspjöll. Mótmælendur komu sér fyrir á fyrirhuguðu vinnusvæði og voru að endingu fjarlægðir af lögreglu eftir að hafa neitað að hlýða fyrirmælum hennar. Ómar og félagar kröfðust skaðabóta frá íslenska ríkinu vegna handtökunnar. Hæstiréttur sýknaði ríkið í desember 2016. Í máli ráðherra við athöfnina í dag kom fram að Ómari væri í lófa lagið að vekja athygli á málefnum og að hann hafi fært þjóðinni hvert náttúruundrið á fætur öðru, alla leið heim í stofu. Jafnt með Stikluþáttum sínum og öðrum myndum um náttúruvernd, sem og fréttaefni. Þannig hafi Ómar myndað Holuhraun áður en þar fór að gjósa og komið að Grímsvatnagosinu áður en nokkur annar kom þar að. Ómar er afar mælskur og þakkaði fyrir sig með tölu eins og honum einum er lagið. Eins hafi Ómar verið ötull við að vekja athygli á rafknúnum farartækjum hin síðari ár og hafi til að mynda ferðast árið 2015 á rafhjóli frá Reykjavík til Akureyrar, í ferðalagi sem hann nefndi „Aðgerð orkuskipti“, þá orðinn 75 ára. „Þá er Ómar brautryðjandi í notkun rafbíla á Íslandi, kynnti ef minnið svíkur ekki rafbíl hér fyrir nokkrum áratugum síðan, og hefur undanfarin ár keyrt um á rafmagnsbílum. Hann sagði einmitt í viðtali fyrir nokkrum árum, og var því á undan okkur stjórnvöldum sem nú erum að takast á við málið, að það væri ekki nóg að rafmagnsbílar væru bara fyrir þá efnameiri. Huga þyrfti að „rafbíl litla mannsins,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í rökstuðningi sínum. „Íslensk náttúra væri svo miklu fátækari ef ekki væri fyrir eldhuga sem eru tilbúnir að leggja allt í sölurnar fyrir hana. Ég eins og margir Íslendingar erum svo heppin að hafa átt Ómar sem glugga inn í hluti sem eru svo ótrúlega mikilvægir en fáir sinntu. Einstaklingar skipta máli og skýrt dæmi um það, er Ómar Ragnarsson. Það verður aldrei hægt að mæla það hvað hann hefur gert, með sínum einstaka hætti, fyrir íslenska náttúru. Mín kynslóð og margar fleiri fengum að kynnast náttúru Íslands vegna áhuga og atorku Ómars Ragnarssonar. Fyrir það er ég þakklátur.”
Umhverfismál Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira